Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?

Gylfi Magnússon

Við útreikning á flestum hlutabréfavísitölum er stuðst við svokallaða vog markaðsvirðis. Með því er átt við að breytingar á vísitölunni eiga að endurspegla breytingar á markaðsvirði allra fyrirtækjanna sem vísitalan nær til. Sjálfkrafa er tekið tillit til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við útreikninginn en misjafnt er hvort tekið er tillit til arðgreiðslna. Sé það gert er greiðslunum bætt við markaðsvirði bréfanna þegar það er reiknað út daginn sem arðurinn er greiddur en ekki er tekið tillit til arðsins þegar vísitalan er reiknuð fyrir næsta dag á eftir og síðar.

Þetta verður best skýrt með dæmi. Gerum ráð fyrir að í vísitölu séu hlutabréf í fyrirtækjum A og B. Gerum ráð fyrir að miðað sé við vog markaðsvirðis og að dag númer eitt séu útistandandi hlutabréf að nafnvirði eitt þúsund krónur í hvoru fyrirtæki. Gengi bréfanna er 5 í A og 10 í B. Gefum okkur líka að AB-hlutabréfavísitalan sé 100 stig. Við sjáum að markaðsvirði A og B er samanlagt
1.000 * 5 + 1.000 * 10 = 15.000
Daginn eftir er greiddur arður í félagi A. Gerum ráð fyrir að arðurinn sé 50% af nafnvirði bréfa í A og því samtals greiddar 500 krónur í arð. Í lok þess dags er gengi bréfa í A 4,75 og í B áfram 10. Markaðsvirði A og B er því nú samanlagt
1.000 * 4,75 + 1.000 * 10 = 14.750
Ef við reiknum út óleiðrétta vísitölu tökum við gildið frá deginum áður og margföldum með hlutfallinu á milli markaðsvirðis nú og markaðsvirðis daginn áður:
Óleiðrétt vísitala dag tvö = 100 * 14.750/15.000 = 98,33
Þegar reiknuð eru gildi vísitölu sem er leiðrétt vegna arðgreiðslna þá flækist málið aðeins, við verðum að bæta arðinum, 500 krónum, við markaðsvirðið nú. Þá fæst:
Leiðrétt vísitala dag tvö = 100 * (14.750 + 500)/15.000 = 101,67
Gerum síðan ráð fyrir að daginn eftir, dag þrjú, verði gengi A 4,9 og B áfram 10. Þá er markaðsvirði fyrirtækjanna samanlagt
1.000 * 4,9 + 1.000 * 10 = 14.900
Þá fæst, ef við reiknum út óleiðrétta vísitölu, á sama hátt og áður:
Óleiðrétt vísitala dag þrjú = 98,33 * 14.900/14.750 = 99,33
Til að reikna út nýja gildið á vísitölunni sem er leiðrétt fyrir arði tökum við markaðsvirðið daginn áður, það er dag tvö, án arðgreiðslna og deilum því upp í markaðsvirðið nú til að finna hlutfallslega breytingu vísitölunnar:
Leiðrétt vísitala dag þrjú = 101,67 * 14.900/14.750 = 102,70
Gerum svo loks ráð fyrir því að fjórða daginn séu gefin út jöfnunarhlutabréf í félagi B þannig að hver hluthafi fái tvær krónur fyrir hverja eina. Gerum enn fremur ráð fyrir að gengi A verði þá áfram 4,9 en gengi B breytist í 5,1. Þá er markaðsvirði fyrirtækjanna samanlagt
1.000 * 4,9 + 2.000 * 5,1 = 15.100
Nú verða vísitölurnar:
Óleiðrétt vísitala dag fjögur = 99,33 * 15.100/14.900 = 100,67

Leiðrétt vísitala dag fjögur = 102,70 * 15.100/14.900 = 104,08

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.1.2003

Spyrjandi

Jakob Björnsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2003, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3007.

Gylfi Magnússon. (2003, 15. janúar). Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3007

Gylfi Magnússon. „Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2003. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3007>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?
Við útreikning á flestum hlutabréfavísitölum er stuðst við svokallaða vog markaðsvirðis. Með því er átt við að breytingar á vísitölunni eiga að endurspegla breytingar á markaðsvirði allra fyrirtækjanna sem vísitalan nær til. Sjálfkrafa er tekið tillit til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við útreikninginn en misjafnt er hvort tekið er tillit til arðgreiðslna. Sé það gert er greiðslunum bætt við markaðsvirði bréfanna þegar það er reiknað út daginn sem arðurinn er greiddur en ekki er tekið tillit til arðsins þegar vísitalan er reiknuð fyrir næsta dag á eftir og síðar.

Þetta verður best skýrt með dæmi. Gerum ráð fyrir að í vísitölu séu hlutabréf í fyrirtækjum A og B. Gerum ráð fyrir að miðað sé við vog markaðsvirðis og að dag númer eitt séu útistandandi hlutabréf að nafnvirði eitt þúsund krónur í hvoru fyrirtæki. Gengi bréfanna er 5 í A og 10 í B. Gefum okkur líka að AB-hlutabréfavísitalan sé 100 stig. Við sjáum að markaðsvirði A og B er samanlagt
1.000 * 5 + 1.000 * 10 = 15.000
Daginn eftir er greiddur arður í félagi A. Gerum ráð fyrir að arðurinn sé 50% af nafnvirði bréfa í A og því samtals greiddar 500 krónur í arð. Í lok þess dags er gengi bréfa í A 4,75 og í B áfram 10. Markaðsvirði A og B er því nú samanlagt
1.000 * 4,75 + 1.000 * 10 = 14.750
Ef við reiknum út óleiðrétta vísitölu tökum við gildið frá deginum áður og margföldum með hlutfallinu á milli markaðsvirðis nú og markaðsvirðis daginn áður:
Óleiðrétt vísitala dag tvö = 100 * 14.750/15.000 = 98,33
Þegar reiknuð eru gildi vísitölu sem er leiðrétt vegna arðgreiðslna þá flækist málið aðeins, við verðum að bæta arðinum, 500 krónum, við markaðsvirðið nú. Þá fæst:
Leiðrétt vísitala dag tvö = 100 * (14.750 + 500)/15.000 = 101,67
Gerum síðan ráð fyrir að daginn eftir, dag þrjú, verði gengi A 4,9 og B áfram 10. Þá er markaðsvirði fyrirtækjanna samanlagt
1.000 * 4,9 + 1.000 * 10 = 14.900
Þá fæst, ef við reiknum út óleiðrétta vísitölu, á sama hátt og áður:
Óleiðrétt vísitala dag þrjú = 98,33 * 14.900/14.750 = 99,33
Til að reikna út nýja gildið á vísitölunni sem er leiðrétt fyrir arði tökum við markaðsvirðið daginn áður, það er dag tvö, án arðgreiðslna og deilum því upp í markaðsvirðið nú til að finna hlutfallslega breytingu vísitölunnar:
Leiðrétt vísitala dag þrjú = 101,67 * 14.900/14.750 = 102,70
Gerum svo loks ráð fyrir því að fjórða daginn séu gefin út jöfnunarhlutabréf í félagi B þannig að hver hluthafi fái tvær krónur fyrir hverja eina. Gerum enn fremur ráð fyrir að gengi A verði þá áfram 4,9 en gengi B breytist í 5,1. Þá er markaðsvirði fyrirtækjanna samanlagt
1.000 * 4,9 + 2.000 * 5,1 = 15.100
Nú verða vísitölurnar:
Óleiðrétt vísitala dag fjögur = 99,33 * 15.100/14.900 = 100,67

Leiðrétt vísitala dag fjögur = 102,70 * 15.100/14.900 = 104,08

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...