
Fyrstu einkenni geðklofa koma oft fram við mikið álag.
Það er engin spurning að ef fólk þjáist af alvarlegum geðröskunum getur álag eins og mikil streita, miklar vökur og þær streituaðstæður sem próftímabil einkennast oft af valdið því að einstaklingurinn veikist eða honum versnar. Aftur á móti er það mikill misskilningur að þetta álag sé orsök geðklofa. Fólk ætti því ekki að hafa miklar áhyggjur af því að hefja langskólanám eða láta standa sér fyrir þrifum. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig er best að læra undir próf? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Af hverju nennir fólk að læra svona mikið? eftir HMS
- Hvað er geðveiki? eftir Heiðdísi Valdimarsdóttur
- Eru geðsjúkdómar ættgengir? eftir Gylfa Ásmundsson
- Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði? eftir Gylfa Ásmundsson
Svar þetta er fengið af vefsetrinu persona.is og birtist hér í örlítið breyttri mynd með góðfúslegu leyfi.