Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni?

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir

Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér fyrir neðan inniheldur nokkrar upplýsingar um þær og einnig um dvergreikistjörnuna (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum.

massi (kg)þvermál (km)eðlismassi (kg/L)
Merkúríus3,302∙10234.879 km5,43
Venus4,869∙102412.104 km5,24
jörðin5,974∙102412.756 km5,52
Mars6,419∙10236.794 km3,94
Júpíter1,8986∙1027142.984 km við miðbaug, 133.708 km við pól1,33
Satúrnus5,6851∙1026120.536 km við miðbaug, 108.728 km við pól0,70
Úranus8,663∙102551.118 km við miðbaug1,27
Neptúnus1,0242∙102649.528 km við miðbaug1,64
Plútó1,3∙10222.274 km2,05

Í töflunni sést að Júpíter er massamesta reikistjarna sólkerfisins og Merkúríus er sú massaminnsta. Auk þessara átta reikistjarna í sólkerfinu okkar, er þar að finna fimm dvergreikistjörnur. Þær eru eftirfarandi, í röð frá sólu: Ceres, Plútó, Hámea, Makemake og Eris. Eris er stærsta dvergreikistjarnan, Plútó næststærst, Hámea og Makemake eru svipaðar að stærð en Ceres rekur lestina.

Sólkerfið okkar.

Eðlismassi vatns (ferskvatns) er 1,00 kg/L við 4°C og einnar loftþyngdar þrýsting. Satúrnus er eina reikistjarnan sem hefur eðlismassa sem er lægri en eðlismassi vatns og er því eina reikistjarnan sem gæti flotið á vatni ef til þess kæmi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er massamesta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og hver er sú massaminnsta og getur einhver þeirra flotið á vatni?

Höfundar

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.9.2010

Spyrjandi

Silja Guðbjörg Tryggvadóttir f. 1992, Arnar Freyr Þrastarson, Arnór Orri Ólafsson f. 1997

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni?“ Vísindavefurinn, 27. september 2010, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30424.

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. (2010, 27. september). Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30424

Stjörnufræðivefurinn og Emelía Eiríksdóttir. „Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2010. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30424>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni?
Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér fyrir neðan inniheldur nokkrar upplýsingar um þær og einnig um dvergreikistjörnuna (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum.

massi (kg)þvermál (km)eðlismassi (kg/L)
Merkúríus3,302∙10234.879 km5,43
Venus4,869∙102412.104 km5,24
jörðin5,974∙102412.756 km5,52
Mars6,419∙10236.794 km3,94
Júpíter1,8986∙1027142.984 km við miðbaug, 133.708 km við pól1,33
Satúrnus5,6851∙1026120.536 km við miðbaug, 108.728 km við pól0,70
Úranus8,663∙102551.118 km við miðbaug1,27
Neptúnus1,0242∙102649.528 km við miðbaug1,64
Plútó1,3∙10222.274 km2,05

Í töflunni sést að Júpíter er massamesta reikistjarna sólkerfisins og Merkúríus er sú massaminnsta. Auk þessara átta reikistjarna í sólkerfinu okkar, er þar að finna fimm dvergreikistjörnur. Þær eru eftirfarandi, í röð frá sólu: Ceres, Plútó, Hámea, Makemake og Eris. Eris er stærsta dvergreikistjarnan, Plútó næststærst, Hámea og Makemake eru svipaðar að stærð en Ceres rekur lestina.

Sólkerfið okkar.

Eðlismassi vatns (ferskvatns) er 1,00 kg/L við 4°C og einnar loftþyngdar þrýsting. Satúrnus er eina reikistjarnan sem hefur eðlismassa sem er lægri en eðlismassi vatns og er því eina reikistjarnan sem gæti flotið á vatni ef til þess kæmi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er massamesta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og hver er sú massaminnsta og getur einhver þeirra flotið á vatni?
...