Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vaxtarhraði stelpna nær hámarki um það bil ári áður en þær byrja á blæðingum. Eftir að blæðingar hefjast dregur úr vaxtarhraðanum en vöxtur hættir þó ekki, stelpur geta hækkað um 5-6 cm eftir að blæðingar hefjast. Nákvæmlega hvenær vöxtur stöðvast er einstaklingsbundið en ekki er óalgengt að það sé einu til tveimur árum eftir fyrstu blæðingar.

Stelpur hækka venjulega um nokkra cm eftir fyrstu blæðingar.

Það er almennt talið að konur sem byrja frekar seint á blæðingum nái meiri hæð en konur sem fara snemma að hafa blæðingar. Þetta skýrist af því að vaxtarplata beina lokast fyrr vegna aukningar á magni estrógenhormóna. Ef tíðir hefjast seint verður meiri vöxtur í löngum beinum áður en vaxtarplatan lokast og líkamshæðin því meiri. Þetta samband milli vaxtar og upphafs tíða er greinilegast í leggjabeinum en lengd þeirra á stóran þátt í líkamshæð. Hvert ár sem upphaf tíða dregst vex stelpa um 0,35 cm. Þrátt fyrir sterkt samband milli upphafs blæðinga og líkamshæðar útskýrir það þó aðeins um 1% af breytileika í hæð hjá konum samkvæmt evrópskri rannsókn.

Til er jafna til að áætla gróflega hæð barns út frá hæð foreldra. Þessi jafna gefur bil sem líklegt er að hæðin lendi innan. Stelpur draga 12,5 cm frá hæð föður síns og taka síðan meðaltal af þeirri tölu og hæð móður sinnar. Strákar eiga að bæta 12,5 cm við hæð móður og síðan finna meðaltal af þessari tölu og hæð föðurins. Þessi tala kallast miðforeldrahæð og er líklegt að hæð barns verði innan við um 7,5 cm frá þessari hæð (meiri eða minni).

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.8.2014

Spyrjandi

Dröfn Hilmarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2014. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30538.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 5. ágúst). Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30538

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2014. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30538>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?
Vaxtarhraði stelpna nær hámarki um það bil ári áður en þær byrja á blæðingum. Eftir að blæðingar hefjast dregur úr vaxtarhraðanum en vöxtur hættir þó ekki, stelpur geta hækkað um 5-6 cm eftir að blæðingar hefjast. Nákvæmlega hvenær vöxtur stöðvast er einstaklingsbundið en ekki er óalgengt að það sé einu til tveimur árum eftir fyrstu blæðingar.

Stelpur hækka venjulega um nokkra cm eftir fyrstu blæðingar.

Það er almennt talið að konur sem byrja frekar seint á blæðingum nái meiri hæð en konur sem fara snemma að hafa blæðingar. Þetta skýrist af því að vaxtarplata beina lokast fyrr vegna aukningar á magni estrógenhormóna. Ef tíðir hefjast seint verður meiri vöxtur í löngum beinum áður en vaxtarplatan lokast og líkamshæðin því meiri. Þetta samband milli vaxtar og upphafs tíða er greinilegast í leggjabeinum en lengd þeirra á stóran þátt í líkamshæð. Hvert ár sem upphaf tíða dregst vex stelpa um 0,35 cm. Þrátt fyrir sterkt samband milli upphafs blæðinga og líkamshæðar útskýrir það þó aðeins um 1% af breytileika í hæð hjá konum samkvæmt evrópskri rannsókn.

Til er jafna til að áætla gróflega hæð barns út frá hæð foreldra. Þessi jafna gefur bil sem líklegt er að hæðin lendi innan. Stelpur draga 12,5 cm frá hæð föður síns og taka síðan meðaltal af þeirri tölu og hæð móður sinnar. Strákar eiga að bæta 12,5 cm við hæð móður og síðan finna meðaltal af þessari tölu og hæð föðurins. Þessi tala kallast miðforeldrahæð og er líklegt að hæð barns verði innan við um 7,5 cm frá þessari hæð (meiri eða minni).

Heimildir og mynd:

...