Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær hætta börn að stækka?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum.

Í endum langra beina (e. epiphysis) er svæði sem kallast vaxtarplata (e. epiphyseal plate). Hún er gerð úr glærbrjóski og er eingöngu til staðar í börnum og unglingum. Í fullorðnum er hún horfin og orðin að vaxtarlínu.

Þessi tvö eiga enn eftir að stækka svolítið því að meðaltali hætta stelpur að stækka í kringum 15 ára en strákar í kringum 17 ára aldur.

Bein myndast úr brjóski. Sama ferli á sér stað í brjóskplötunni í löngum beinum og er það undirstaða lengdarvaxtar. Brjóskfrumur í vaxtarplötunni fjölga sér sífellt með jafnskiptingu eða mítósu. Dótturfrumurnar sem myndast við þetta staflast hver ofan á aðra í átt að beinendanum og ýta eldri frumum í átt að beinskaftinu. Eftir því sem eldri brjóskfrumur hrörna sjá beinmyndandi frumur (e. osteoblasts) um að mynda nýtt bein í þeirra stað.

Við kynþroska stuðlar estrógenkvenkynhormón í báðum kynjum að aukinni sjálfseyðingu brjóskfrumnanna í vaxtarplötunni. Fækkun brjóskfrumna vegna þessa dregur úr beinmyndun og hægir á beinvexti sem að lokum hættir. Þá verður aðeins eftir þunn vaxtarlína sem hverfur seinna. Þegar vaxtarplatan er horfin getur lengdarvöxtur ekki átt sér stað.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.9.2013

Spyrjandi

Jón Haukur Bjarnason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvenær hætta börn að stækka?“ Vísindavefurinn, 5. september 2013, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63021.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 5. september). Hvenær hætta börn að stækka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63021

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvenær hætta börn að stækka?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2013. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63021>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær hætta börn að stækka?
Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum.

Í endum langra beina (e. epiphysis) er svæði sem kallast vaxtarplata (e. epiphyseal plate). Hún er gerð úr glærbrjóski og er eingöngu til staðar í börnum og unglingum. Í fullorðnum er hún horfin og orðin að vaxtarlínu.

Þessi tvö eiga enn eftir að stækka svolítið því að meðaltali hætta stelpur að stækka í kringum 15 ára en strákar í kringum 17 ára aldur.

Bein myndast úr brjóski. Sama ferli á sér stað í brjóskplötunni í löngum beinum og er það undirstaða lengdarvaxtar. Brjóskfrumur í vaxtarplötunni fjölga sér sífellt með jafnskiptingu eða mítósu. Dótturfrumurnar sem myndast við þetta staflast hver ofan á aðra í átt að beinendanum og ýta eldri frumum í átt að beinskaftinu. Eftir því sem eldri brjóskfrumur hrörna sjá beinmyndandi frumur (e. osteoblasts) um að mynda nýtt bein í þeirra stað.

Við kynþroska stuðlar estrógenkvenkynhormón í báðum kynjum að aukinni sjálfseyðingu brjóskfrumnanna í vaxtarplötunni. Fækkun brjóskfrumna vegna þessa dregur úr beinmyndun og hægir á beinvexti sem að lokum hættir. Þá verður aðeins eftir þunn vaxtarlína sem hverfur seinna. Þegar vaxtarplatan er horfin getur lengdarvöxtur ekki átt sér stað.

Heimildir og mynd:

...