Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi

Sigurður Steinþórsson

Það fer eftir seigju jarðmöttulsins á hverjum stað hversu hratt yfirborð landsins svarar álagsbreytingum. Seigja er mæld með einingunni poise (P) en SI-einingin er pascal-sekúnda (Pa-s), skilgreind þannig: ef fljótandi efni með seigjuna ein Pa-s er sett milli tveggja platna og annarri plötunni ýtt til hliðar með kraftinum 1 pascal, þá færist platan jafnlengd þykktar efnisins milli platnanna á einni sekúndu. Sambandið milli poise og pascal-sekúndu er
10 P = 1 kg m-1 s-1 (1 kíló per metra per sekúndu) = 1 Pa-s

Seigja möttulsins undir Skandinavíu er um 1021 poise en undir Íslandi um 1018, nefnilega um 1000 sinnum minni. Þegar jökla ísaldar leysti, reis Ísland hratt – var fullrisið á 500-1000 árum – en vegna hærri seigju möttulsins undir Skandinavíu er landið ennþá að rísa.Land er enn að rísa í Finnlandi og Svíþjóð vegna þess hve jarðskorpan þar er seig. Hér má sjá breytingar á tæplega 20 árum í Kvarken-skerjagarðinum en þar er landris um það bil 8 mm á ári.

Sá sem einna fyrstur veitti landrisi í Svíþjóð athygli var náttúrufræðingurinn frægi, Carl von Linné (1707-1778), sem gerði ýmsar mælingar á fornum strandlínum þar í landi. Jafnframt skoðaði Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur og skáld (1807-1845), merki um sjávarstöðubreytingar á Íslandi á ferðum sínum.

Í seinni tíð hefur komið í ljós að hér á landi svarar yfirborð landsins mjög skjótt álagsbreytingum. Kringum Mýrdalsjökul má til dæmis sjá árstíðabundnar hallabreytingar landsins vegna mismunandi snjóþunga á Mýrdalsjökli, og á Suðausturlandi rís land vegna bráðnunar Vatnajökuls.

Loks fylgir smálisti yfir seigju ýmissa efna til samanburðar:

Efnipoise
Vatn (25°C)10-3 (=0,001 P)
Sýróp (25°C)10-0,86
Tjara (25°C)107
Basaltbráð (1100°C)103,5
Andesítbráð (1000°C)107
Líparítbráð (900°C)109

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Kvarken. Sótt 9. 1. 2009

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.1.2009

Spyrjandi

Katrín Ósk Sveinsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi.“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2009, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31285.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 22. janúar). Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31285

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi.“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2009. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31285>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er land enn að rísa í Svíþjóð og Finnlandi
Það fer eftir seigju jarðmöttulsins á hverjum stað hversu hratt yfirborð landsins svarar álagsbreytingum. Seigja er mæld með einingunni poise (P) en SI-einingin er pascal-sekúnda (Pa-s), skilgreind þannig: ef fljótandi efni með seigjuna ein Pa-s er sett milli tveggja platna og annarri plötunni ýtt til hliðar með kraftinum 1 pascal, þá færist platan jafnlengd þykktar efnisins milli platnanna á einni sekúndu. Sambandið milli poise og pascal-sekúndu er

10 P = 1 kg m-1 s-1 (1 kíló per metra per sekúndu) = 1 Pa-s

Seigja möttulsins undir Skandinavíu er um 1021 poise en undir Íslandi um 1018, nefnilega um 1000 sinnum minni. Þegar jökla ísaldar leysti, reis Ísland hratt – var fullrisið á 500-1000 árum – en vegna hærri seigju möttulsins undir Skandinavíu er landið ennþá að rísa.Land er enn að rísa í Finnlandi og Svíþjóð vegna þess hve jarðskorpan þar er seig. Hér má sjá breytingar á tæplega 20 árum í Kvarken-skerjagarðinum en þar er landris um það bil 8 mm á ári.

Sá sem einna fyrstur veitti landrisi í Svíþjóð athygli var náttúrufræðingurinn frægi, Carl von Linné (1707-1778), sem gerði ýmsar mælingar á fornum strandlínum þar í landi. Jafnframt skoðaði Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur og skáld (1807-1845), merki um sjávarstöðubreytingar á Íslandi á ferðum sínum.

Í seinni tíð hefur komið í ljós að hér á landi svarar yfirborð landsins mjög skjótt álagsbreytingum. Kringum Mýrdalsjökul má til dæmis sjá árstíðabundnar hallabreytingar landsins vegna mismunandi snjóþunga á Mýrdalsjökli, og á Suðausturlandi rís land vegna bráðnunar Vatnajökuls.

Loks fylgir smálisti yfir seigju ýmissa efna til samanburðar:

Efnipoise
Vatn (25°C)10-3 (=0,001 P)
Sýróp (25°C)10-0,86
Tjara (25°C)107
Basaltbráð (1100°C)103,5
Andesítbráð (1000°C)107
Líparítbráð (900°C)109

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Kvarken. Sótt 9. 1. 2009

...