Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?

Guðrún Kvaran

Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku.



Gjaldkeri er eiginlega ‘sá sem velur/kýs gjaldið’

Fyrri liðurinn er gjald ‘borgun, endurgreiðsla’ en viðliðurinn –keri er skyldur sögninni að kjósa sem í fornu máli beygðist í kennimyndum kjósa—kaus—kørum—kørenn sem skýrir r-ið í –keri. Gjaldkeri er þá eiginlega ‘sá sem velur/kýs gjaldið’.

Viðliðurinn í orðinu fagurkeri, sem er miklu yngra í málinu, er af sömu rótum, fagurkerinn er sá sem kýs/velur það sem fallegt er‘.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri? Hvað merkir seinni liður orðsins?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.6.2009

Spyrjandi

Friðrik Þorvaldsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31351.

Guðrún Kvaran. (2009, 8. júní). Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31351

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31351>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?
Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku.



Gjaldkeri er eiginlega ‘sá sem velur/kýs gjaldið’

Fyrri liðurinn er gjald ‘borgun, endurgreiðsla’ en viðliðurinn –keri er skyldur sögninni að kjósa sem í fornu máli beygðist í kennimyndum kjósa—kaus—kørum—kørenn sem skýrir r-ið í –keri. Gjaldkeri er þá eiginlega ‘sá sem velur/kýs gjaldið’.

Viðliðurinn í orðinu fagurkeri, sem er miklu yngra í málinu, er af sömu rótum, fagurkerinn er sá sem kýs/velur það sem fallegt er‘.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri? Hvað merkir seinni liður orðsins?
...