Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Af hverju eru göt í osti?

SHE

Götin sem sjást í mörgum gerðum osta verða til þegar gerlar sem nýttir eru við ostagerðina gefa frá sér lofttegundir, einkum koltvíildi (CO2). Þá myndast loftbólur inni í ostinum sem verða svo að götum þegar osturinn er skorinn í sundur.

Svissneskir Emmenthaler-ostar eru þekktir fyrir götin sín.

Þegar ostur er búinn til úr mjólk er byrjað á því að bæta sérstökum gerlum út í hana, en þess þarf þó ekki alltaf ef mjólkin er ekki gerilsneydd. Gerlarnir breyta laktósa (mjólkursykri) í mjólkursýru (e. lactic acid) en sumir gerlanna gefa einnig frá sér önnur efni, svo sem koltvíildi. Mismunandi gerlar eru notaðir eftir því hvers konar ost er verið að búa til. Síðan er ostahleypi bætt út í mjólkina og hún látin hlaupa.

Þegar hlaupið hefur náð réttum þéttleika er mysan látin skiljast frá ostkornunum (e. curd) og síðan sigtuð burt en til eru nokkrar aðferðir til að gera það. Ef gera skal harðan ost eru ostkornin svo pressuð saman og osturinn látinn gerjast. Í gerjunarferlinu myndast svo umræddar loftbólur ef loftmyndandi gerlar eru til staðar. Á öllum stigum ferlisins sem hér hefur verið lýst hafa aðferðirnar sem valdar eru, magn og gerð efna sem notuð eru og hversu mikill tími er tekinn í hvert skref mikil áhrif á lokaafurðina, það er ostinn.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.9.2012

Spyrjandi

Anita Fisher, Thelma Hrund Helgadóttir, Lilja Rut Ragnarsdóttir, Hjörtur Methúsalemsson

Tilvísun

SHE. „Af hverju eru göt í osti? “ Vísindavefurinn, 6. september 2012. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=31642.

SHE. (2012, 6. september). Af hverju eru göt í osti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31642

SHE. „Af hverju eru göt í osti? “ Vísindavefurinn. 6. sep. 2012. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31642>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru göt í osti?
Götin sem sjást í mörgum gerðum osta verða til þegar gerlar sem nýttir eru við ostagerðina gefa frá sér lofttegundir, einkum koltvíildi (CO2). Þá myndast loftbólur inni í ostinum sem verða svo að götum þegar osturinn er skorinn í sundur.

Svissneskir Emmenthaler-ostar eru þekktir fyrir götin sín.

Þegar ostur er búinn til úr mjólk er byrjað á því að bæta sérstökum gerlum út í hana, en þess þarf þó ekki alltaf ef mjólkin er ekki gerilsneydd. Gerlarnir breyta laktósa (mjólkursykri) í mjólkursýru (e. lactic acid) en sumir gerlanna gefa einnig frá sér önnur efni, svo sem koltvíildi. Mismunandi gerlar eru notaðir eftir því hvers konar ost er verið að búa til. Síðan er ostahleypi bætt út í mjólkina og hún látin hlaupa.

Þegar hlaupið hefur náð réttum þéttleika er mysan látin skiljast frá ostkornunum (e. curd) og síðan sigtuð burt en til eru nokkrar aðferðir til að gera það. Ef gera skal harðan ost eru ostkornin svo pressuð saman og osturinn látinn gerjast. Í gerjunarferlinu myndast svo umræddar loftbólur ef loftmyndandi gerlar eru til staðar. Á öllum stigum ferlisins sem hér hefur verið lýst hafa aðferðirnar sem valdar eru, magn og gerð efna sem notuð eru og hversu mikill tími er tekinn í hvert skref mikil áhrif á lokaafurðina, það er ostinn.

Heimildir:

Mynd:...