Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mjólk óholl og veldur hún beinþynningu?

Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er mjólk holl? er mjólkin með næringarríkustu fæðutegundum sem völ er á. Sérstaða hennar felst meðal annars í því hversu góður kalkgjafi hún er, en kalk er mikilvægt til að byggja upp sterk bein:
Því meiri kalkforði sem kemur í beinin áður en fullum vexti er náð um tvítugt, þeim mun þéttari verða beinin og minni líkur á beinþynningu á efri árum.
Hætta á beinþynningu er mest hjá konum og vex með aldri. Hreyfingarleysi, tóbaksreykingar og lítið kalk í fæðunni eykur hættuna á beinþynningu.

Í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað orsakar beinþynningu? er hægt að lesa nánar um orsakir beinþynningar.

Þar kemur einnig fram að æskilegt er talið að fullorðnir fái um 1.000 mg á dag af kalki úr fæðunni, en það samsvarar þremur mjólkurglösum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda kalk eru til að mynda lax, rækjur, sumar baunategundir, spergilkál og vitanlega annar mjólkurmatur eins og jógurt, skyr og ostur.

Mjólk er þess vegna holl og hún kemur í veg fyrir beinþynningu. Við þurfum þó einnig að fá ýmis önnur næringarefni en kalk til að viðhalda beinþéttni, til dæmis D- C- og A-vítamín, sink, kopar og fosfór. Hægt er að lesa meira um það í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur við spurningunni Styrkir kúamjólk bein líkamans?

Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um bein geta lesið svör við eftirfarandi spurningum:Mynd: Nasa

Útgáfudagur

12.5.2003

Spyrjandi

Sveinn Gauti Einarsson, f. 1989

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Er mjólk óholl og veldur hún beinþynningu?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2003. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3408.

JGÞ. (2003, 12. maí). Er mjólk óholl og veldur hún beinþynningu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3408

JGÞ. „Er mjólk óholl og veldur hún beinþynningu?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2003. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3408>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.