Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver fann upp krullujárnið?

Unnar Árnason

Krullujárnið er þekkt frá því snemma í sögu Rómverja. Á latínu nefndist það calamistrum, dregið af því að járnið var holað að innan líkt og reyr sem heitir calamus á latínu. Krulluhárgreiðslan kallaðist á latínu calamistrati. Krullujárnið, sem var hitað í viðarösku, er oft nefnt í ritum Síserós (106-45 f. Kr.) og notkun þess var þá tíð meðal rómverskra ungmenna og hefðarkvenna. Leiða má líkum að því að siðurinn að krulla hár hafi borist til Rómar frá Grikklandi en þar voru aðrar aðferðir notaðar og hið hitaða krullujárn því rómversk uppfinning. Krullujárnið hefur að minnsta kosti fylgt vestrænni menningu síðan.

Margir merkir menn hafa lagt krullujárninu liðsinni sitt. Bandaríkjamaðurinn Hiram Maxim (1840-1916), sá sem fann upp sjálfvirku vélbyssuna, fékk sitt fyrsta einkaleyfi fyrir krullujárni árið 1866. Japaninn Kazuma Tateisi lagði grunninn að OMRON-viðskiptaveldinu með því að framleiða krullujárn árið 1946. Afríski-ameríski uppfinningamaðurinn Solomon Harper fann upp hitakrullupinna (e. thermo hair curlers) 1930, og þann 21. október 1980 fékk Theora Stephens einkaleyfi fyrir pressukrullujárninu.



Frekara lesefni af Vísindavefnum:


Heimildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

13.3.2003

Spyrjandi

Ingibjörg Daníelsdóttir

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hver fann upp krullujárnið?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2003. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3232.

Unnar Árnason. (2003, 13. mars). Hver fann upp krullujárnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3232

Unnar Árnason. „Hver fann upp krullujárnið?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2003. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3232>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp krullujárnið?
Krullujárnið er þekkt frá því snemma í sögu Rómverja. Á latínu nefndist það calamistrum, dregið af því að járnið var holað að innan líkt og reyr sem heitir calamus á latínu. Krulluhárgreiðslan kallaðist á latínu calamistrati. Krullujárnið, sem var hitað í viðarösku, er oft nefnt í ritum Síserós (106-45 f. Kr.) og notkun þess var þá tíð meðal rómverskra ungmenna og hefðarkvenna. Leiða má líkum að því að siðurinn að krulla hár hafi borist til Rómar frá Grikklandi en þar voru aðrar aðferðir notaðar og hið hitaða krullujárn því rómversk uppfinning. Krullujárnið hefur að minnsta kosti fylgt vestrænni menningu síðan.

Margir merkir menn hafa lagt krullujárninu liðsinni sitt. Bandaríkjamaðurinn Hiram Maxim (1840-1916), sá sem fann upp sjálfvirku vélbyssuna, fékk sitt fyrsta einkaleyfi fyrir krullujárni árið 1866. Japaninn Kazuma Tateisi lagði grunninn að OMRON-viðskiptaveldinu með því að framleiða krullujárn árið 1946. Afríski-ameríski uppfinningamaðurinn Solomon Harper fann upp hitakrullupinna (e. thermo hair curlers) 1930, og þann 21. október 1980 fékk Theora Stephens einkaleyfi fyrir pressukrullujárninu.



Frekara lesefni af Vísindavefnum:


Heimildir og myndir:...