Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?

EDS

Ef við lítum á mannkynið allt þá er dökkur háralitur algengastur, það er svartur eða mjög dökkbrúnn. Að Evrópu undanskilinni er dökkt hár nær alsráðandi sem náttúrulegur háralitur. Það er þó breytilegt hversu dökkur liturinn er, hvort hann er hrafnsvartur eða dökkbrúnn. Einnig er áferð hársins misjöfn, allt frá því að vera rennislétt eins og hjá mörgum sem eiga uppruna sinn í Asíu til þess að vera mjög hrokkið eins og til dæmis hjá mörgum sem eru af afrískum uppruna.

Brúnt hár sem ekki flokkast undir svart eða mjög dökkt er líklega annar algengast háralitur í heimi en þar á eftir kemur ljóst hár. Náttúrlegur ljós háralitur er mikið til bundinn við Evrópu og meðal sumra þjóða í norðanverðri álfunni er það algengasti háraliturinn. Rauður er sjaldgæfasti háralitur í heimi en eins og með ljóst hár þá er rautt hár mun algengari hjá fólki af evrópskum uppruna en hjá fólki sem er upprunnið annars staðar í heiminum.



Svo er annað mál að fólk í dag getur litað hárið á sér í öllum regnbogans litum og við sjáum því kannski mikið meiri breytileika í dag en fyrir einhverjum áratugum og öldum. Sami einstaklingurinn getur verið ljóshærður einn mánuðinn, dökkhærður þann næsta og síðan skipt yfir í rautt án mikillar fyrirhafnar.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um háralit, til dæmis:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Sonja Rún Kiernan, f. 1997
Heiðdís Vala Þorsteinsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7312.

EDS. (2008, 4. apríl). Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7312

EDS. „Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7312>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?
Ef við lítum á mannkynið allt þá er dökkur háralitur algengastur, það er svartur eða mjög dökkbrúnn. Að Evrópu undanskilinni er dökkt hár nær alsráðandi sem náttúrulegur háralitur. Það er þó breytilegt hversu dökkur liturinn er, hvort hann er hrafnsvartur eða dökkbrúnn. Einnig er áferð hársins misjöfn, allt frá því að vera rennislétt eins og hjá mörgum sem eiga uppruna sinn í Asíu til þess að vera mjög hrokkið eins og til dæmis hjá mörgum sem eru af afrískum uppruna.

Brúnt hár sem ekki flokkast undir svart eða mjög dökkt er líklega annar algengast háralitur í heimi en þar á eftir kemur ljóst hár. Náttúrlegur ljós háralitur er mikið til bundinn við Evrópu og meðal sumra þjóða í norðanverðri álfunni er það algengasti háraliturinn. Rauður er sjaldgæfasti háralitur í heimi en eins og með ljóst hár þá er rautt hár mun algengari hjá fólki af evrópskum uppruna en hjá fólki sem er upprunnið annars staðar í heiminum.



Svo er annað mál að fólk í dag getur litað hárið á sér í öllum regnbogans litum og við sjáum því kannski mikið meiri breytileika í dag en fyrir einhverjum áratugum og öldum. Sami einstaklingurinn getur verið ljóshærður einn mánuðinn, dökkhærður þann næsta og síðan skipt yfir í rautt án mikillar fyrirhafnar.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um háralit, til dæmis:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....