Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?

MBS og ÞV

Það kannast allir við það að ylja sér í sólinni og hérna á Íslandi þykir slíkt ekki síst vera mikill munaður. Geislun sólarinnar er nefnilega nægileg til þess að verma meira að segja okkur Íslendingana þrátt fyrir að sólin sé í 149,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og hún sé yfirleitt ekki hátt á lofti hér hjá okkur á norðurhjara.

Sólin er vissulega brennandi heit eins og okkur er tamt að segja þegar við tölum um mikinn hita. Hins vegar fer ekki fram eiginlegur bruni í sólinni enda er þar ekkert súrefni eins og spyrjandi segir réttilega. Í staðinn verður þar svokallaður kjarnasamruni (nuclear fusion) þar sem efnið gefur frá sér margfalt meiri orku og verður miklu heitara en í venjulegum bruna. Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir meðal annars:
Innst í kjarna stjarnanna er gríðarlega heitt og þrýstingurinn er sömuleiðis gífurlega mikill. Sólin fær orku sína úr agnarsmáum og léttum atómkjörnum (atomic nuclei, eintala nucleus) sem rekast hver á aðra í gríð og erg og mynda þyngri frumefni. Þar myndast sólarorkan.

Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðstæður fara að gerast kjarnahvörf (nuclear reactions) sem svo eru kölluð, nánar tiltekið kjarnasamruni (nuclear fusion).

Með slíkum kjarnasamruna breytist vetni í helín án þess að súrefni komi þar nokkuð við sögu. Þannig getur sólin "logað" án súrefnis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundar

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Hafsteinn Esjar Baldursson

Tilvísun

MBS og ÞV. „Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7272.

MBS og ÞV. (2008, 1. apríl). Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7272

MBS og ÞV. „Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7272>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?
Það kannast allir við það að ylja sér í sólinni og hérna á Íslandi þykir slíkt ekki síst vera mikill munaður. Geislun sólarinnar er nefnilega nægileg til þess að verma meira að segja okkur Íslendingana þrátt fyrir að sólin sé í 149,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og hún sé yfirleitt ekki hátt á lofti hér hjá okkur á norðurhjara.

Sólin er vissulega brennandi heit eins og okkur er tamt að segja þegar við tölum um mikinn hita. Hins vegar fer ekki fram eiginlegur bruni í sólinni enda er þar ekkert súrefni eins og spyrjandi segir réttilega. Í staðinn verður þar svokallaður kjarnasamruni (nuclear fusion) þar sem efnið gefur frá sér margfalt meiri orku og verður miklu heitara en í venjulegum bruna. Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir meðal annars:
Innst í kjarna stjarnanna er gríðarlega heitt og þrýstingurinn er sömuleiðis gífurlega mikill. Sólin fær orku sína úr agnarsmáum og léttum atómkjörnum (atomic nuclei, eintala nucleus) sem rekast hver á aðra í gríð og erg og mynda þyngri frumefni. Þar myndast sólarorkan.

Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðstæður fara að gerast kjarnahvörf (nuclear reactions) sem svo eru kölluð, nánar tiltekið kjarnasamruni (nuclear fusion).

Með slíkum kjarnasamruna breytist vetni í helín án þess að súrefni komi þar nokkuð við sögu. Þannig getur sólin "logað" án súrefnis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....