Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?

Hrannar Pétursson

Í álveri fer framleiðsla álsins fram í rafgreiningarkerum þar sem sterkur rafstraumur fer frá forskauti til bakskauts um tiltölulega þunnt lag tiltekinnar efnabráðar sem við köllum raflausn, en í henni er hráefnið súrál leyst upp. Þegar rafstraumur fer um raflausnina klofnar súrálið í frumefni sín, ál og súrefni.

Spennan yfir hvert ker er tiltölulega lág eða rúm 4 volt. Með því að raðtengja mörg ker margfaldast spennan sem því svarar og heildarspennan verður mörg hundruð volt eða jafnvel yfir 1000 volt, en það telst hagkvæmt miðað við jafnspennu frá nútíma afriðlum. Ein slík keraröð getur því verið byggð upp af 150-200 kerum. Það er því þessi raðtenging keranna sem veldur því að kerskálar álvers verða langir og mjóir.

Reyndar væri mögulegt að byggja álver sem væru öðruvísi í laginu, til dæmis þannig að straumlykkjan hlykkjaðist um ferkantaða byggingu, en það er bæði óþægilegt vegna þjónustu við kerin og óhagkvæmara.Í álverinu í Straumsvík eru 160 ker í hverjum hinna þriggja kerskála. Kerunum er komið fyrir frá enda til enda í tveim röðum með 80 kerjum í hvorri röð. Í nýrri álverum eru yfirleitt stærri ker fyrir meiri straumstyrk og er þeim þá komið fyrir þversum í tveim kerskálum, einni röð í hvorum. Þar gildir þó hið sama að raðtenging margra kera veldur því að kerskálabyggingar verða tiltölulega langar og mjóar.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: ONNO ehf. - Sótt 11.08.10

Höfundur

upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi.

Útgáfudagur

2.4.2003

Spyrjandi

Hafþór Hannesson

Tilvísun

Hrannar Pétursson. „Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2003. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3306.

Hrannar Pétursson. (2003, 2. apríl). Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3306

Hrannar Pétursson. „Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2003. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3306>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?
Í álveri fer framleiðsla álsins fram í rafgreiningarkerum þar sem sterkur rafstraumur fer frá forskauti til bakskauts um tiltölulega þunnt lag tiltekinnar efnabráðar sem við köllum raflausn, en í henni er hráefnið súrál leyst upp. Þegar rafstraumur fer um raflausnina klofnar súrálið í frumefni sín, ál og súrefni.

Spennan yfir hvert ker er tiltölulega lág eða rúm 4 volt. Með því að raðtengja mörg ker margfaldast spennan sem því svarar og heildarspennan verður mörg hundruð volt eða jafnvel yfir 1000 volt, en það telst hagkvæmt miðað við jafnspennu frá nútíma afriðlum. Ein slík keraröð getur því verið byggð upp af 150-200 kerum. Það er því þessi raðtenging keranna sem veldur því að kerskálar álvers verða langir og mjóir.

Reyndar væri mögulegt að byggja álver sem væru öðruvísi í laginu, til dæmis þannig að straumlykkjan hlykkjaðist um ferkantaða byggingu, en það er bæði óþægilegt vegna þjónustu við kerin og óhagkvæmara.Í álverinu í Straumsvík eru 160 ker í hverjum hinna þriggja kerskála. Kerunum er komið fyrir frá enda til enda í tveim röðum með 80 kerjum í hvorri röð. Í nýrri álverum eru yfirleitt stærri ker fyrir meiri straumstyrk og er þeim þá komið fyrir þversum í tveim kerskálum, einni röð í hvorum. Þar gildir þó hið sama að raðtenging margra kera veldur því að kerskálabyggingar verða tiltölulega langar og mjóar.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: ONNO ehf. - Sótt 11.08.10...