Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?

Gylfi Magnússon

Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa, hún er yfirleitt leyfð en mjög er misjafnt hve útbreidd hún er.

Almenna reglan í viðskiptum í flestum löndum er vitaskuld að kaupendur og seljendur vöru eða þjónustu geta samið um þau kjör sem þeir vilja, þar á meðal að tengja greiðslur við ýmsa mælikvarða, svo sem verðlagsvísitölur. Á Íslandi er verðtrygging útlána óheimil, séu þau til skemmri tíma en fimm ára, og innlána, séu þau bundin til skemmri tíma en þriggja ára. Á lánum sem eru til lengri tíma en þetta má semja um verðtryggingu og ber þá að nota vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa Íslands reiknar út, sem viðmiðun.

Ekkert í lögum eða reglum er því til fyrirstöðu að semja um að lán til langs tíma séu óverðtryggð. Ástæðan fyrir því að lítið sem ekkert er gert af því á Íslandi er væntanlega einfaldlega sú að nafnvextir af þeim lánum þyrftu að vera mjög háir til að bæta lánveitendum upp þá áhættu sem þeir taka, svo háir að lántakendur sjá hag sínum betur borgið með því að taka verðtryggð lán.

Í löndum þar sem gjaldmiðillinn hefur verið stöðugur um langan tíma og verðbólga hefur ekki farið úr böndunum er sjaldgæfara að samið sé um verðtryggingu en í löndum þar sem íbúar hafa reynslu af mikilli og óstöðugri verðbólgu. Þetta er eðlilegt, þar sem lítil hætta virðist á miklum og óvæntum breytingum á verðlagi, er minni ástæða en ella til að semja um viðbrögð við slíkum atburðum.

Ef lán til langs tíma eru með breytilegum (fljótandi) vöxtum felst alla jafna í því nokkur verðtrygging. Þá taka vextir á láninu á hverjum tíma mið af þeim vöxtum sem bjóðast þá á lánum til skamms tíma. Vegna þess að skammtímavextir hækka undir eðlilegum kringumstæðum mjög í takt við verðbólgu getur þetta fyrirkomulag að nokkru leyti komið í stað verðtryggingar. Það getur þó haft ýmsa ókosti samanborið við verðtryggingu, meðal annars þá að greiðslubyrði af láninu getur sveiflast mikið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.5.2003

Spyrjandi

Kristinn Jónsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2003, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3418.

Gylfi Magnússon. (2003, 15. maí). Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3418

Gylfi Magnússon. „Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2003. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3418>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?
Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa, hún er yfirleitt leyfð en mjög er misjafnt hve útbreidd hún er.

Almenna reglan í viðskiptum í flestum löndum er vitaskuld að kaupendur og seljendur vöru eða þjónustu geta samið um þau kjör sem þeir vilja, þar á meðal að tengja greiðslur við ýmsa mælikvarða, svo sem verðlagsvísitölur. Á Íslandi er verðtrygging útlána óheimil, séu þau til skemmri tíma en fimm ára, og innlána, séu þau bundin til skemmri tíma en þriggja ára. Á lánum sem eru til lengri tíma en þetta má semja um verðtryggingu og ber þá að nota vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa Íslands reiknar út, sem viðmiðun.

Ekkert í lögum eða reglum er því til fyrirstöðu að semja um að lán til langs tíma séu óverðtryggð. Ástæðan fyrir því að lítið sem ekkert er gert af því á Íslandi er væntanlega einfaldlega sú að nafnvextir af þeim lánum þyrftu að vera mjög háir til að bæta lánveitendum upp þá áhættu sem þeir taka, svo háir að lántakendur sjá hag sínum betur borgið með því að taka verðtryggð lán.

Í löndum þar sem gjaldmiðillinn hefur verið stöðugur um langan tíma og verðbólga hefur ekki farið úr böndunum er sjaldgæfara að samið sé um verðtryggingu en í löndum þar sem íbúar hafa reynslu af mikilli og óstöðugri verðbólgu. Þetta er eðlilegt, þar sem lítil hætta virðist á miklum og óvæntum breytingum á verðlagi, er minni ástæða en ella til að semja um viðbrögð við slíkum atburðum.

Ef lán til langs tíma eru með breytilegum (fljótandi) vöxtum felst alla jafna í því nokkur verðtrygging. Þá taka vextir á láninu á hverjum tíma mið af þeim vöxtum sem bjóðast þá á lánum til skamms tíma. Vegna þess að skammtímavextir hækka undir eðlilegum kringumstæðum mjög í takt við verðbólgu getur þetta fyrirkomulag að nokkru leyti komið í stað verðtryggingar. Það getur þó haft ýmsa ókosti samanborið við verðtryggingu, meðal annars þá að greiðslubyrði af láninu getur sveiflast mikið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...