Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Júlíana Rannveig Einarsdóttir

Upprunalega var spurningin svona:
Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku?

Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pottum eða bökkum og er vextinum stjórnað með því að sníða af greinum og rótum. Ræktun dvergtrjáa er margra aldra gömul iðja sem á uppruna sinn í Kína en barst síðan til Japan þar sem hún náði smám saman miklum vinsældum. Áhugi á dvergtrjám breiddist út til annarra heimshluta á 20. öldinni og nú eru þau ræktuð um allan heim.

Hin eiginlegu japönsku dvergtré eru útiplöntur og verða að finna fyrir breytileika ársíðanna, bæði hita og kulda, til þess að geta lifað. Þau standa því úti allt árið og eru aðeins tekin inn og höfð til skrauts við hátíðleg tækifæri. Á Vesturlöndum hafa menn hins vegar verið að prófa sig áfram við að nota aðferðir japanskra dvergtrjáaræktenda við ræktun venjulegra pottaplantna innandyra.

Eigi að rækta dvergplöntur innandyra þarf að hafa tvö lykilatriði í huga, annars vegar að úti í náttúrunni er plantan tré og hins vegar að hún verður að geta þolað inniloftið og þrifist í híbýlum manna. Vinsælt er að rækta fíkjutré sem dvergtré en aðrar tegundir hafa einnig orðið fyrir valinu.

Hibiscus er heiti jurta af einni ættkvísl stokkrósaættar en margar þeirra eru ræktaðar sem skrautblóm. Ef hawaiirós (Hibiscus rosa-sinensis) er tekin sem dæmi þá hefur sú planta stór og þunn blöð og því líklega ekki vel til þess fallin að vera ræktuð sem dvergtré. Þó er ekki hægt að fullyrða um það mál og ef fólk er að koma til Hawaiirós og þorir að taka áhættuna þá gæti verið áhugavert að reyna að gera úr henni dvergtré.

Jasmína (Jasminum) er ættikvíslarheiti um 250 tegunda ilmrunna af smjörviðarætt sem bera ýmist hvít, rauð eða gul blóm. Blöð jasmína eru smærri og stífari en blöð hawaiirósarinnar og því gæti plantan hentað ágætlega til dvergtrjáaræktunar.

Heimildir og mynd:
  • Nina og Tord Hubert (1988). Dvergplöntur af öllum gerðum. Reykjavík, Vaka.
  • Íslensk-ensk orðabók (1984), Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Bonsai CVS Tree Control

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

fagdeildarstjóri blómaskreytingabrautar, Garðyrkjuskóla ríkisins

Útgáfudagur

2.6.2003

Spyrjandi

Sigrún Assouane Einarsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Júlíana Rannveig Einarsdóttir. „Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu? “ Vísindavefurinn, 2. júní 2003. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3469.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Júlíana Rannveig Einarsdóttir. (2003, 2. júní). Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3469

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir og Júlíana Rannveig Einarsdóttir. „Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu? “ Vísindavefurinn. 2. jún. 2003. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3469>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?
Upprunalega var spurningin svona:

Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku?

Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pottum eða bökkum og er vextinum stjórnað með því að sníða af greinum og rótum. Ræktun dvergtrjáa er margra aldra gömul iðja sem á uppruna sinn í Kína en barst síðan til Japan þar sem hún náði smám saman miklum vinsældum. Áhugi á dvergtrjám breiddist út til annarra heimshluta á 20. öldinni og nú eru þau ræktuð um allan heim.

Hin eiginlegu japönsku dvergtré eru útiplöntur og verða að finna fyrir breytileika ársíðanna, bæði hita og kulda, til þess að geta lifað. Þau standa því úti allt árið og eru aðeins tekin inn og höfð til skrauts við hátíðleg tækifæri. Á Vesturlöndum hafa menn hins vegar verið að prófa sig áfram við að nota aðferðir japanskra dvergtrjáaræktenda við ræktun venjulegra pottaplantna innandyra.

Eigi að rækta dvergplöntur innandyra þarf að hafa tvö lykilatriði í huga, annars vegar að úti í náttúrunni er plantan tré og hins vegar að hún verður að geta þolað inniloftið og þrifist í híbýlum manna. Vinsælt er að rækta fíkjutré sem dvergtré en aðrar tegundir hafa einnig orðið fyrir valinu.

Hibiscus er heiti jurta af einni ættkvísl stokkrósaættar en margar þeirra eru ræktaðar sem skrautblóm. Ef hawaiirós (Hibiscus rosa-sinensis) er tekin sem dæmi þá hefur sú planta stór og þunn blöð og því líklega ekki vel til þess fallin að vera ræktuð sem dvergtré. Þó er ekki hægt að fullyrða um það mál og ef fólk er að koma til Hawaiirós og þorir að taka áhættuna þá gæti verið áhugavert að reyna að gera úr henni dvergtré.

Jasmína (Jasminum) er ættikvíslarheiti um 250 tegunda ilmrunna af smjörviðarætt sem bera ýmist hvít, rauð eða gul blóm. Blöð jasmína eru smærri og stífari en blöð hawaiirósarinnar og því gæti plantan hentað ágætlega til dvergtrjáaræktunar.

Heimildir og mynd:
  • Nina og Tord Hubert (1988). Dvergplöntur af öllum gerðum. Reykjavík, Vaka.
  • Íslensk-ensk orðabók (1984), Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Bonsai CVS Tree Control
...