Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Rögnvaldur G. Möller

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu.

Líka má hugsa spurninguna öðruvísi og velta því fyrir sér hversu langa skák sé hægt að tefla. Það sem takmarkar lengd skákar er að skákin er úrskurðuð jafntefli ef leiknir hafa verið fimmtíu leikir án þess að maður hafi verið drepinn eða peði leikið. Til að meta hversu marga leiki væri hægt að leika í einni skák, hugsum við okkur að 50 leikir líði milli þess að maður sé drepinn eða peði leikið. Þá kemur í ljós að ekki er hægt teygja lopann lengur en 6.300 leiki og koma þá upp í mesta lagi 12.600 ólíkar stöður.

Hin spurningin sem kemur upp í þessu sambandi er hversu margar ólíkar stöður geti komið upp á skákborði, og er þá einungis átt við stöður sem gætu komið upp í tafli þar sem öllum reglum er fylgt (en ekki endilega teflt af skynsemi). Þetta er mjög erfið spurning og ekki er hægt að gefa nákvæmt svar við henni.

Vandinn er að ef við hrúgum taflmönnunum á borðið handahófskennt, getur verið mjög erfitt að skera úr um hvort staðan gæti hugsanlega komið upp í tefldri skák. Ein óvenjulegasta gerð skákþrauta felst einmitt í því að gefin er upp staða og síðan á að finna út hvort, og þá hvernig, hægt sé að fá stöðuna upp í venjulegu tafli (finna má slíkar og svipaðar þrautir, samanber þá sem sýnd er hér á eftir, á þessari síðu).



Í þessari þraut þarf að finna út hvaða taflmenn eru svartir til að staðan sé möguleg. Hver var síðasti leikurinn?

Taflmönnum er hægt að raða á skákborð á um það bil 1043 ólíka vegu. Þó að margar þessara uppstillinga gefi ekki löglegar stöður má gera ráð fyrir að fjöldi löglegra staða sem gætu komið upp í skák sé á milli 1030 og 1040, og er hærri talan líklega nær réttu lagi. Til samanburðar má geta þess að mat manna er að fjöldi stjarna í alheiminum sé 2∙1022 og í 300 rúmkílómetrum af sjó eru um 1040 sameindir.

Við getum líka skoðað hve margar stöður eru mögulegar í fyrstu leikjum. Í upphafsstöðunni getur hvítur valið úr 20 leikjum og svartur hefur líka úr 20 leikjum að velja þegar hann svarar. Mögulegar stöður eftir fyrsta leik eru því 400. Eftir annan leik hvíts eru 5.362 stöður mögulegar og 71.852 þegar svartur hefur svarað. Eftir þriðja leik hvíts eru 809.896 stöður mögulegar og eftir að svartur hefur leikið sinn þriðja leik, eru mögulegar stöður á borðinu orðnar 9.132.484.

Höfundur

Rögnvaldur G. Möller

prófessor í stærðfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.6.2003

Spyrjandi

Dagur Kári, f. 1987

Tilvísun

Rögnvaldur G. Möller. „Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2003, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3481.

Rögnvaldur G. Möller. (2003, 5. júní). Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3481

Rögnvaldur G. Möller. „Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2003. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3481>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?
Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu.

Líka má hugsa spurninguna öðruvísi og velta því fyrir sér hversu langa skák sé hægt að tefla. Það sem takmarkar lengd skákar er að skákin er úrskurðuð jafntefli ef leiknir hafa verið fimmtíu leikir án þess að maður hafi verið drepinn eða peði leikið. Til að meta hversu marga leiki væri hægt að leika í einni skák, hugsum við okkur að 50 leikir líði milli þess að maður sé drepinn eða peði leikið. Þá kemur í ljós að ekki er hægt teygja lopann lengur en 6.300 leiki og koma þá upp í mesta lagi 12.600 ólíkar stöður.

Hin spurningin sem kemur upp í þessu sambandi er hversu margar ólíkar stöður geti komið upp á skákborði, og er þá einungis átt við stöður sem gætu komið upp í tafli þar sem öllum reglum er fylgt (en ekki endilega teflt af skynsemi). Þetta er mjög erfið spurning og ekki er hægt að gefa nákvæmt svar við henni.

Vandinn er að ef við hrúgum taflmönnunum á borðið handahófskennt, getur verið mjög erfitt að skera úr um hvort staðan gæti hugsanlega komið upp í tefldri skák. Ein óvenjulegasta gerð skákþrauta felst einmitt í því að gefin er upp staða og síðan á að finna út hvort, og þá hvernig, hægt sé að fá stöðuna upp í venjulegu tafli (finna má slíkar og svipaðar þrautir, samanber þá sem sýnd er hér á eftir, á þessari síðu).



Í þessari þraut þarf að finna út hvaða taflmenn eru svartir til að staðan sé möguleg. Hver var síðasti leikurinn?

Taflmönnum er hægt að raða á skákborð á um það bil 1043 ólíka vegu. Þó að margar þessara uppstillinga gefi ekki löglegar stöður má gera ráð fyrir að fjöldi löglegra staða sem gætu komið upp í skák sé á milli 1030 og 1040, og er hærri talan líklega nær réttu lagi. Til samanburðar má geta þess að mat manna er að fjöldi stjarna í alheiminum sé 2∙1022 og í 300 rúmkílómetrum af sjó eru um 1040 sameindir.

Við getum líka skoðað hve margar stöður eru mögulegar í fyrstu leikjum. Í upphafsstöðunni getur hvítur valið úr 20 leikjum og svartur hefur líka úr 20 leikjum að velja þegar hann svarar. Mögulegar stöður eftir fyrsta leik eru því 400. Eftir annan leik hvíts eru 5.362 stöður mögulegar og 71.852 þegar svartur hefur svarað. Eftir þriðja leik hvíts eru 809.896 stöður mögulegar og eftir að svartur hefur leikið sinn þriðja leik, eru mögulegar stöður á borðinu orðnar 9.132.484....