Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?

Ingi Rafn Ólafsson

Víðast hvar í heiminum notar meirihluti fyrirtækja í prentiðnaði Apple-tölvur. Ein ástæðan fyrir því er líklega sú að umbrotsforritið PageMaker, sem var í rauninni fyrsta forritið sem gerði notanda kleift að sjá hvað hann var að gera beint á skjánum, keyrir á Apple-tölvum.



Einnig skiptir máli að á þeim árum sem prentiðnaðurinn var að tölvuvæðast voru Apple-tölvur taldar notandavænni en PC-tölvur. Enn önnur ástæða fyrir vinsældum Apple-tölva er að PostScript-prentrekillinn (e. driver) er betur þróaður fyrir hágæða prentvinnslu en sambærilegur rekill fyrir Windows-stýrikerfið á PC-tölvum.

Litameðhöndlun í Windows-reklinum er ekki nægjanlega góð og hann er ekki eins stöðugur; býr ekki til nægilega áreiðanlegar PostScript-skrár til nota í prentiðnaðinum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar

Útgáfudagur

19.6.2003

Spyrjandi

Sverrir Ásmundsson

Tilvísun

Ingi Rafn Ólafsson. „Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3511.

Ingi Rafn Ólafsson. (2003, 19. júní). Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3511

Ingi Rafn Ólafsson. „Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3511>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?
Víðast hvar í heiminum notar meirihluti fyrirtækja í prentiðnaði Apple-tölvur. Ein ástæðan fyrir því er líklega sú að umbrotsforritið PageMaker, sem var í rauninni fyrsta forritið sem gerði notanda kleift að sjá hvað hann var að gera beint á skjánum, keyrir á Apple-tölvum.



Einnig skiptir máli að á þeim árum sem prentiðnaðurinn var að tölvuvæðast voru Apple-tölvur taldar notandavænni en PC-tölvur. Enn önnur ástæða fyrir vinsældum Apple-tölva er að PostScript-prentrekillinn (e. driver) er betur þróaður fyrir hágæða prentvinnslu en sambærilegur rekill fyrir Windows-stýrikerfið á PC-tölvum.

Litameðhöndlun í Windows-reklinum er ekki nægjanlega góð og hann er ekki eins stöðugur; býr ekki til nægilega áreiðanlegar PostScript-skrár til nota í prentiðnaðinum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...