Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?

Unnar Árnason

Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Vinátta þeirra hafði verið mikil en á Alþingi spáir Gestur Oddleifsson fyrir Haukdælum: „Eigi munu þeir allir samþykkir hið þriðja sumar er þar eru nú í þeim flokki.“ Til að Gestur verði ekki sannspár, leggur Gísli til að fjórmenningarnir sverjist í fóstbræðralag til þess að „vér bindum vort vinfengi með meiri fastmælum en áður“.

Gísla saga Súrssonar greinir svo frá athöfninni (í 6. kafla):
Ganga [þeir] nú út í Eyrarhvolsodda og rista þar upp úr jörðu jarðarmen svo að báðir endar voru fastir í jörðu og settu þar undir málaspjót, það er maður mátti taka hendi sinni til geirnagla. Þeir skyldu þar fjórir undir ganga, Þorgrímur, Gísli, Þorkell og Vésteinn. Og nú vekja þeir sér blóð og láta renna saman dreyra sinn í þeirri moldu er upp var skorin undan jarðarmeninu og hræra saman allt moldina og blóðið; en síðan féllu þeir allir á kné og sverja þann eið að hver skal annars hefna sem bróður síns og nefna öll goðin í vitni.

Jarðarmen er, eins og hér er lýst, löng torfa hafin upp í miðju með báða enda fasta í miðju. Málaspjót er talið vera silfur- eða gullrekið. Geirnagli festir spjótsfjöðrina við skaftið.

Lýsing Gísla sögu gefur vel til kynna hvað í fóstbræðralagi fólst, óskyldir menn tengdust líkt og um fjölskyldumeðlimi væri að ræða. Hefndarskyldan var mikilvægust fóstbræðralaginu líkt og hún var fjölskyldunni á þessum tíma á Norðurlöndum.

Þessi gjörningur Haukdæla verður hins vegar til lítils. Ekki hafa þeir fyrr svarist í fóstbræðralag en að Þorgrímur lætur þá skoðun í ljós að hann eigi litlum skyldum við Véstein að gegna, þeir séu ekki tengdir fjölskylduböndum. Gísli bregst hart við orðum Þorgríms og sver af sér frekari vináttu við hann. Síðan hefjast mannvíg mikil. Vésteinn er myrtur af óþekktum árásarmanni í rekkju sinni um nótt (13. kafli) og Gísli grunar Þorgrím sterklega um verknaðinn, ekki síst vegna þess að Þorgrímur býðst til að binda helskó á Véstein áður en hann er heygður. „Eigi kann eg helskó að binda ef þessir losna“ segir Þorgrímur (14. kafli).

Gísli og Þorgrímur eiga í framhaldinu í ýmsum útistöðum, meðal annars í knattleik þar sem Gísli gengur hart að Þorgrími. Þeir Gísli og Þorgrímur bjóða svo hvor til síns haustboðsins, Gísli að bæ sínum Hóli en Þorgrímur á Sæbóli, landnámsjörð Þorbjarnar súrs, föður Gísla. Þorgrímur falast eftir fallegum reflum af Gísla til að skreyta bæ sinn og Gísli verður við beiðninni fyrir fortölur Auðar konu sinnar (15. kafli). Sömu nóttina laumast Gísli inn í bæ Þorgríms og Þórdísar systur sinnar. Hann hafði sjálfur reist húsið á Sæbóli og finnur því auðveldlega leið að lokrekkju hjónanna. Þar drepur Gísli Þorgrím.

Eftirleikur Gísla sögu er svo sá að ættmenn Þorgríms, Börkur hinn digri bróðir hans fremstur í flokki, leita eftir hefndum og vilja Gísla dauðan. Þeir fá Gísla dæmdan sekan og Gísli fer í felur. Börkur leitar liðsinnis Eyjólfs gráa og býður honum fúlgur fjár (þrjú hundruð silfurs) fyrir að drepa Gísla. Endar flótti Gísla á því að menn Eyjólfs vega hann en þeir falla allir eða liggja sárir eftir (36. kafli). Meðan þessu fór fram hafði Þorkell Súrsson verið veginn af sonum Vésteins (28. kafli) en Þorkell hafði alltaf haldið tryggð við Þorgrím og kom einnig til greina sem banamaður Vésteins.

Spádómur Gests Oddleifssonar rætist því með afdrífaríkum hætti. Allir fóstbræðurnir úr Haukadal láta lífið, hver af annars völdum. Gestur þótti forvitur með afbrigðum og nefndur hinn spaki. Kemur hann meðal annars eftirminnilega við sögu í Laxdælu, þar sem hann ræður frægan draum Guðrúnar Ósvífursdóttur, og hann birtist einnig í Brennu-Njáls sögu. Í Njálu segir frá því þegar Gestur skírist til kristinnar trúar, með fyrstu mönnum á Íslandi (103. kafli). Áhugavert er að velta því fyrir sér hvort höfundar Íslendingasagna hafi litið á örlög fóstbræðranna heiðnu sem víti til varnaðar og á spá Gests sem eins konar trúarlega refsingu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

4.7.2003

Spyrjandi

Uggi Jónsson

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2003. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3558.

Unnar Árnason. (2003, 4. júlí). Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3558

Unnar Árnason. „Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2003. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3558>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Vinátta þeirra hafði verið mikil en á Alþingi spáir Gestur Oddleifsson fyrir Haukdælum: „Eigi munu þeir allir samþykkir hið þriðja sumar er þar eru nú í þeim flokki.“ Til að Gestur verði ekki sannspár, leggur Gísli til að fjórmenningarnir sverjist í fóstbræðralag til þess að „vér bindum vort vinfengi með meiri fastmælum en áður“.

Gísla saga Súrssonar greinir svo frá athöfninni (í 6. kafla):
Ganga [þeir] nú út í Eyrarhvolsodda og rista þar upp úr jörðu jarðarmen svo að báðir endar voru fastir í jörðu og settu þar undir málaspjót, það er maður mátti taka hendi sinni til geirnagla. Þeir skyldu þar fjórir undir ganga, Þorgrímur, Gísli, Þorkell og Vésteinn. Og nú vekja þeir sér blóð og láta renna saman dreyra sinn í þeirri moldu er upp var skorin undan jarðarmeninu og hræra saman allt moldina og blóðið; en síðan féllu þeir allir á kné og sverja þann eið að hver skal annars hefna sem bróður síns og nefna öll goðin í vitni.

Jarðarmen er, eins og hér er lýst, löng torfa hafin upp í miðju með báða enda fasta í miðju. Málaspjót er talið vera silfur- eða gullrekið. Geirnagli festir spjótsfjöðrina við skaftið.

Lýsing Gísla sögu gefur vel til kynna hvað í fóstbræðralagi fólst, óskyldir menn tengdust líkt og um fjölskyldumeðlimi væri að ræða. Hefndarskyldan var mikilvægust fóstbræðralaginu líkt og hún var fjölskyldunni á þessum tíma á Norðurlöndum.

Þessi gjörningur Haukdæla verður hins vegar til lítils. Ekki hafa þeir fyrr svarist í fóstbræðralag en að Þorgrímur lætur þá skoðun í ljós að hann eigi litlum skyldum við Véstein að gegna, þeir séu ekki tengdir fjölskylduböndum. Gísli bregst hart við orðum Þorgríms og sver af sér frekari vináttu við hann. Síðan hefjast mannvíg mikil. Vésteinn er myrtur af óþekktum árásarmanni í rekkju sinni um nótt (13. kafli) og Gísli grunar Þorgrím sterklega um verknaðinn, ekki síst vegna þess að Þorgrímur býðst til að binda helskó á Véstein áður en hann er heygður. „Eigi kann eg helskó að binda ef þessir losna“ segir Þorgrímur (14. kafli).

Gísli og Þorgrímur eiga í framhaldinu í ýmsum útistöðum, meðal annars í knattleik þar sem Gísli gengur hart að Þorgrími. Þeir Gísli og Þorgrímur bjóða svo hvor til síns haustboðsins, Gísli að bæ sínum Hóli en Þorgrímur á Sæbóli, landnámsjörð Þorbjarnar súrs, föður Gísla. Þorgrímur falast eftir fallegum reflum af Gísla til að skreyta bæ sinn og Gísli verður við beiðninni fyrir fortölur Auðar konu sinnar (15. kafli). Sömu nóttina laumast Gísli inn í bæ Þorgríms og Þórdísar systur sinnar. Hann hafði sjálfur reist húsið á Sæbóli og finnur því auðveldlega leið að lokrekkju hjónanna. Þar drepur Gísli Þorgrím.

Eftirleikur Gísla sögu er svo sá að ættmenn Þorgríms, Börkur hinn digri bróðir hans fremstur í flokki, leita eftir hefndum og vilja Gísla dauðan. Þeir fá Gísla dæmdan sekan og Gísli fer í felur. Börkur leitar liðsinnis Eyjólfs gráa og býður honum fúlgur fjár (þrjú hundruð silfurs) fyrir að drepa Gísla. Endar flótti Gísla á því að menn Eyjólfs vega hann en þeir falla allir eða liggja sárir eftir (36. kafli). Meðan þessu fór fram hafði Þorkell Súrsson verið veginn af sonum Vésteins (28. kafli) en Þorkell hafði alltaf haldið tryggð við Þorgrím og kom einnig til greina sem banamaður Vésteins.

Spádómur Gests Oddleifssonar rætist því með afdrífaríkum hætti. Allir fóstbræðurnir úr Haukadal láta lífið, hver af annars völdum. Gestur þótti forvitur með afbrigðum og nefndur hinn spaki. Kemur hann meðal annars eftirminnilega við sögu í Laxdælu, þar sem hann ræður frægan draum Guðrúnar Ósvífursdóttur, og hann birtist einnig í Brennu-Njáls sögu. Í Njálu segir frá því þegar Gestur skírist til kristinnar trúar, með fyrstu mönnum á Íslandi (103. kafli). Áhugavert er að velta því fyrir sér hvort höfundar Íslendingasagna hafi litið á örlög fóstbræðranna heiðnu sem víti til varnaðar og á spá Gests sem eins konar trúarlega refsingu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...