Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?

Ari Ólafsson

Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær við tiltekið hitastig. Rétt lýsing á geislun svarthluta var á sínum tíma lykill að þróun skammtafræðinnar.

Ógegnsætt yfirborð sem speglar einhverjum geislum, hefur þar með ekki drukkið í sig alla geislunina og getur því ekki geislað frá sér eins mikilli varmageislun og svarthluturinn. Vel speglandi fletir eru þannig slökustu geislunarfletir sem við getum tínt til. Varmageislun frá hlut eða yfirborði vex síðan með hækkandi ísogsstuðli.

Mattur flötur hefur hærri ísogsstuðul en vel speglandi flötur og því geislar sá matti meira. Þó skal varast að draga of miklar ályktanir af áferð flata í sýnilegu ljósi, því að það er áferðin í innrauðu ljósi sem mestu skiptir; þar liggur þungamiðja varmageislunar við algengan hita. Við stofuhita er þessi þungamiðja í orkudreifingu varmageislunar við 15 µm (míkrómetrar, 1µm=10-6m) öldulengd sem er um 30-50 sinnum meiri en í sýnilegu ljósi. Þannig er sáralítill munur á varmageislun svartmálaðra flata og hvítmálaðra, báðir eru kolsvartir á innrauða litrófsbilinu, samanber svar Páls Valdimarssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Til að framkalla mattan flöt má gera málmflöt hrjúfan. Ef örðurnar á yfirborðinu eru smágerðar miðað við 15 µm öldulengd breyta þær litlu um varmageislunina þó áferðin geti verið gjörbreytt í sýnilegu ljósi þar sem öldulengdin er aðeins þrítugasti partur af varmageislunar-öldulengdunum. Með grófari örðum á yfirborðinu koma fram áhrif til aukningar á varmageislum samfara vaxandi ísogsstuðli á innrauða sviðinu.

Mynd:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2000

Spyrjandi

Sigurður B. Sigurðsson

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2000. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=387.

Ari Ólafsson. (2000, 30. apríl). Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=387

Ari Ólafsson. „Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2000. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=387>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er varmageislun gljáandi hluta minni en mattra hluta?
Styrkur varmageislunar frá fleti er nátengdur því hve mikið flöturinn gleypir í sig af áfallandi geislun, það er ísogs- eða gleypnieiginleikum flatarins. Við tölum um svarthlut þegar yfirborðið drekkur í sig alla geislun sem á það fellur og varmageislun frá svarthlut er einmitt sú kröftugasta sem nokkur hlutur nær við tiltekið hitastig. Rétt lýsing á geislun svarthluta var á sínum tíma lykill að þróun skammtafræðinnar.

Ógegnsætt yfirborð sem speglar einhverjum geislum, hefur þar með ekki drukkið í sig alla geislunina og getur því ekki geislað frá sér eins mikilli varmageislun og svarthluturinn. Vel speglandi fletir eru þannig slökustu geislunarfletir sem við getum tínt til. Varmageislun frá hlut eða yfirborði vex síðan með hækkandi ísogsstuðli.

Mattur flötur hefur hærri ísogsstuðul en vel speglandi flötur og því geislar sá matti meira. Þó skal varast að draga of miklar ályktanir af áferð flata í sýnilegu ljósi, því að það er áferðin í innrauðu ljósi sem mestu skiptir; þar liggur þungamiðja varmageislunar við algengan hita. Við stofuhita er þessi þungamiðja í orkudreifingu varmageislunar við 15 µm (míkrómetrar, 1µm=10-6m) öldulengd sem er um 30-50 sinnum meiri en í sýnilegu ljósi. Þannig er sáralítill munur á varmageislun svartmálaðra flata og hvítmálaðra, báðir eru kolsvartir á innrauða litrófsbilinu, samanber svar Páls Valdimarssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Til að framkalla mattan flöt má gera málmflöt hrjúfan. Ef örðurnar á yfirborðinu eru smágerðar miðað við 15 µm öldulengd breyta þær litlu um varmageislunina þó áferðin geti verið gjörbreytt í sýnilegu ljósi þar sem öldulengdin er aðeins þrítugasti partur af varmageislunar-öldulengdunum. Með grófari örðum á yfirborðinu koma fram áhrif til aukningar á varmageislum samfara vaxandi ísogsstuðli á innrauða sviðinu.

Mynd:...