Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?

JGÞ

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu margir deyja af völdum krókódíla á hverjum degi, eða hverju ári, í heiminum?
Eftir því sem við best vitum er ekki til nein alþjóðleg skrá þar sem teknar eru saman tölfræðiupplýsingar um dauðsföll af völdum krókódíla. Sambærileg skrá, sem samtökin ISAF - International Shark Attack File halda, er til yfir árásir af völdum hákarla og hægt er að lesa um hana í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Éta allir hákarlar fólk?

Þó að ekki sé til alþjóðleg skrá er víða hægt að finna upplýsingar um dauðsföll sem krókódílar valda. Á ISAF-síðunni er til að mynda samanburðartafla yfir dauðsföll af völdum ameríska krókódílsins (Alligator mississippiensis) og hákarla í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Hægt er nálgast þann lista hér. Þar kemur meðal annars fram að í Flórída á árunum 1948-2003 eru skráð 326 tilvik þar sem amerískir krókódílar réðust á fólk og 13 dauðsföll. Í þeim fimm öðrum ríkjum sem eru á listanum eru engin skráð dauðsföll, en þar ná upplýsingarnar að vísu yfir mun styttra tímabil.



Til að hafa upp á sambærilegum upplýsingum yfir önnur lönd er ráðlegast að reyna að slá inn leitarorð í leitarvélar eins og til dæmis Google.com. Með því að leita eftir 'australia crocodiles deaths' má til að mynda finna að á síðustu 27 árum í Ástralíu er talið að krókódílar hafi orðið 14 manns að bana. Eflaust er hægt að finna upplýsingar um önnur lönd, til að mynda Afríku, með því að skipta út leitarorði.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýmislegt um krókódíla, með því að slá inn leitarorðið 'krókódílar' í leitarvél vefsins. Þar er meðal annars að finna svör við eftirfarandi spurningum:Þeim sem nota svör af Vísindavefnum sem heimildir í ritgerðum, svo og annað efni af Netinu, er bent á svar Önnu Vilhjálmsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni:Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.11.2003

Spyrjandi

Einar, Eyvindur og Hrönn

Tilvísun

JGÞ. „Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2003, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3871.

JGÞ. (2003, 19. nóvember). Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3871

JGÞ. „Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2003. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3871>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu margir deyja af völdum krókódíla á hverjum degi, eða hverju ári, í heiminum?
Eftir því sem við best vitum er ekki til nein alþjóðleg skrá þar sem teknar eru saman tölfræðiupplýsingar um dauðsföll af völdum krókódíla. Sambærileg skrá, sem samtökin ISAF - International Shark Attack File halda, er til yfir árásir af völdum hákarla og hægt er að lesa um hana í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Éta allir hákarlar fólk?

Þó að ekki sé til alþjóðleg skrá er víða hægt að finna upplýsingar um dauðsföll sem krókódílar valda. Á ISAF-síðunni er til að mynda samanburðartafla yfir dauðsföll af völdum ameríska krókódílsins (Alligator mississippiensis) og hákarla í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Hægt er nálgast þann lista hér. Þar kemur meðal annars fram að í Flórída á árunum 1948-2003 eru skráð 326 tilvik þar sem amerískir krókódílar réðust á fólk og 13 dauðsföll. Í þeim fimm öðrum ríkjum sem eru á listanum eru engin skráð dauðsföll, en þar ná upplýsingarnar að vísu yfir mun styttra tímabil.



Til að hafa upp á sambærilegum upplýsingum yfir önnur lönd er ráðlegast að reyna að slá inn leitarorð í leitarvélar eins og til dæmis Google.com. Með því að leita eftir 'australia crocodiles deaths' má til að mynda finna að á síðustu 27 árum í Ástralíu er talið að krókódílar hafi orðið 14 manns að bana. Eflaust er hægt að finna upplýsingar um önnur lönd, til að mynda Afríku, með því að skipta út leitarorði.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýmislegt um krókódíla, með því að slá inn leitarorðið 'krókódílar' í leitarvél vefsins. Þar er meðal annars að finna svör við eftirfarandi spurningum:Þeim sem nota svör af Vísindavefnum sem heimildir í ritgerðum, svo og annað efni af Netinu, er bent á svar Önnu Vilhjálmsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni:Heimild og mynd: ...