Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eins og flestum er kunnugt um eru slöngur (Serpentes) fótalausar, langar og rennilegar. Í fljótu bragði getur þess vegna verið erfitt að greina háls þeirra frá brjóstholi og meltingarholið frá halanum. Þegar nánar er að gáð er þó hægur vandi að átta sig á skilunum, til dæmis ef menn vita hvar gotraufin er, en svo nefnist sameiginlegur þvag-, æxlunar- og þarfagangur sumra dýra.
Myndin hér að neðan sýnir á mjög skýran hátt helstu líffæri dæmigerðar slöngu, til dæmis hvar hjartað er staðsett í framhlutanum og hvar er meltingarveginum lýkur við endaþarminn. Þá sést greinilega að hálsinn og halinn eru hlutfallslega stuttir þegar tekið er mið af heildarlíkamslengd slöngunnar.
Lengdin byggist að verulega leyti á útteygðu líkamsholi slöngunnar. Eftirtektarvert er að slöngur hafa aðeins eitt lunga. Að öllum líkindum hafa þær „glatað“ öðru lunganu á kostnað rennileikans!
Hali á dýrum gegnir yfirleitt því hlutverki að vera eins konar jafnvægistæki. Þar sem slöngur eru fótalausar hefur vægi halans minnkað. Því hefur halinn skroppið saman í krafti þróunarinnar.
Mynd:
Jón Már Halldórsson. „Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2004, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3983.
Jón Már Halldórsson. (2004, 3. febrúar). Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3983
Jón Már Halldórsson. „Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2004. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3983>.