Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?

Sigurður Örn Ragnarsson

Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draugum: Þetta eru sögur af einstökum tilvikum þar sem mistrúverðugir sögumenn segja frá upplifunum sínum. Um atvikasögur er hægt að lesa meira í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annara slíkra anda?

Kunnasta geimverufrétt ársins 1964 er frá Socorro í Nýju-Mexíkó í Suðvestur-Bandaríkjunum. Þann 24. apríl var lögreglumaðurinn Lonnie Zamora að elta bíl sem ók of hratt þegar hann heyrði dyn í fjarska og sá blágult ljós stíga til himins. Hann vissi að skúr með sprengiefni var þarna nálægt og hélt fyrst að ljósið og reykur sem sást á sama stað væri vegna sprengingar. Þegar hann ók á þangað sá hann hins vegar einkennilegt egglaga farartæki sem virtist vera án glugga og dyra. Hjá farartækinu stóðu tvær verur sem hann áleit fyrst vera börn. Þegar hann fór nær sá hann bláleitan loga undir farartækinu sem lyfti sér á loft og flaug í suðaustur. Enginn annar varð vitni að þessum atburði.Tölvuteiknuð mynd af fljúgandi furðuhlutnum og verunum tveimur sem Lonnie Zamora taldi sig hafa séð árið 1964.

Annar atburður sem tengist fljúgandi furðuhlutum og geimverum frá sama ári átti sér stað 10. desember í herstöðinni í Fort Riley í Kansas. Þá voru fjórir hermenn látnir gæta hlutar sem þeir töldu vera geimskip. Lýsing eins fjórmenninganna á hlutnum var á þá leið að hann líktist helst risastórum hamborgara.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um geimverur, meðal annars í svörum við eftirtöldum spurningum:Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

nemandi í Lágafellskóla

Útgáfudagur

15.3.2004

Spyrjandi

Viktor Traustason, f. 1989

Tilvísun

Sigurður Örn Ragnarsson. „Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2004. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4054.

Sigurður Örn Ragnarsson. (2004, 15. mars). Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4054

Sigurður Örn Ragnarsson. „Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2004. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4054>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?
Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draugum: Þetta eru sögur af einstökum tilvikum þar sem mistrúverðugir sögumenn segja frá upplifunum sínum. Um atvikasögur er hægt að lesa meira í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annara slíkra anda?

Kunnasta geimverufrétt ársins 1964 er frá Socorro í Nýju-Mexíkó í Suðvestur-Bandaríkjunum. Þann 24. apríl var lögreglumaðurinn Lonnie Zamora að elta bíl sem ók of hratt þegar hann heyrði dyn í fjarska og sá blágult ljós stíga til himins. Hann vissi að skúr með sprengiefni var þarna nálægt og hélt fyrst að ljósið og reykur sem sást á sama stað væri vegna sprengingar. Þegar hann ók á þangað sá hann hins vegar einkennilegt egglaga farartæki sem virtist vera án glugga og dyra. Hjá farartækinu stóðu tvær verur sem hann áleit fyrst vera börn. Þegar hann fór nær sá hann bláleitan loga undir farartækinu sem lyfti sér á loft og flaug í suðaustur. Enginn annar varð vitni að þessum atburði.Tölvuteiknuð mynd af fljúgandi furðuhlutnum og verunum tveimur sem Lonnie Zamora taldi sig hafa séð árið 1964.

Annar atburður sem tengist fljúgandi furðuhlutum og geimverum frá sama ári átti sér stað 10. desember í herstöðinni í Fort Riley í Kansas. Þá voru fjórir hermenn látnir gæta hlutar sem þeir töldu vera geimskip. Lýsing eins fjórmenninganna á hlutnum var á þá leið að hann líktist helst risastórum hamborgara.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um geimverur, meðal annars í svörum við eftirtöldum spurningum:Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...