Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?

Gylfi Magnússon

Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari.

Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. Í lögum nr. 27 frá 1981 kemur fram að leyfi viðskiptaráðherra þarf til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing. Þar er hins vegar jafnframt tiltekið að þeir sem lokið hafa B.S.- eða cand. oecon.-prófi úr viðskiptadeild eða B.S.-prófi úr hagfræðideild viðurkennds íslensks háskóla eða meistaranámi úr framangreindum deildum, sbr. lög nr. 136/1997, um háskóla, þurfi ekki slíkt leyfi ráðherra til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Í lögunum er því ekki gert ráð fyrir að þeir sem lokið hafa B.A.-prófi í hagfræði geti kallað sig hagfræðinga án þess að fá leyfi ráðherra. Þeir geta þó engu að síður sótt um það. Fer umsóknin þá til umsagnar sérstakrar nefndar sem einnig fjallar um umsóknir þeirra sem lokið hafa prófi í viðskiptafræði eða hagfræði frá erlendum skóla og vilja kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Ástæða þess að gerður er greinarmunur á B.S.- og B.A.-námi í hagfræði er væntanlega sú að tekið er mið af kennslu í hagfræði í Háskóla Íslands. Þar er hagfræði bæði kennd til B.S.- og B.A.-prófs en nokkur munur er á þeim kröfum sem þarf að uppfylla eftir því að hvorri gráðunni er stefnt.

Þeir sem stefna að B.S.-gráðu ljúka 90 eininga námi sem er að mestu skyldunámskeið í hagfræði með tiltölulega litlu vali. Þeir sem stefna að B.A.-gráðu þurfa einnig að ljúka 90 einingum en hafa meira svigrúm, um þriðjungur námsins eru skyldugreinar í hagfræði, annar þriðjungur valnámskeið í hagfræði og skyldum greinum og það sem eftir stendur valnámskeið sem taka má utan deildar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.3.2004

Spyrjandi

Anna Ingimundardóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2004, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4075.

Gylfi Magnússon. (2004, 18. mars). Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4075

Gylfi Magnússon. „Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2004. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4075>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?
Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari.

Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. Í lögum nr. 27 frá 1981 kemur fram að leyfi viðskiptaráðherra þarf til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing. Þar er hins vegar jafnframt tiltekið að þeir sem lokið hafa B.S.- eða cand. oecon.-prófi úr viðskiptadeild eða B.S.-prófi úr hagfræðideild viðurkennds íslensks háskóla eða meistaranámi úr framangreindum deildum, sbr. lög nr. 136/1997, um háskóla, þurfi ekki slíkt leyfi ráðherra til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Í lögunum er því ekki gert ráð fyrir að þeir sem lokið hafa B.A.-prófi í hagfræði geti kallað sig hagfræðinga án þess að fá leyfi ráðherra. Þeir geta þó engu að síður sótt um það. Fer umsóknin þá til umsagnar sérstakrar nefndar sem einnig fjallar um umsóknir þeirra sem lokið hafa prófi í viðskiptafræði eða hagfræði frá erlendum skóla og vilja kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Ástæða þess að gerður er greinarmunur á B.S.- og B.A.-námi í hagfræði er væntanlega sú að tekið er mið af kennslu í hagfræði í Háskóla Íslands. Þar er hagfræði bæði kennd til B.S.- og B.A.-prófs en nokkur munur er á þeim kröfum sem þarf að uppfylla eftir því að hvorri gráðunni er stefnt.

Þeir sem stefna að B.S.-gráðu ljúka 90 eininga námi sem er að mestu skyldunámskeið í hagfræði með tiltölulega litlu vali. Þeir sem stefna að B.A.-gráðu þurfa einnig að ljúka 90 einingum en hafa meira svigrúm, um þriðjungur námsins eru skyldugreinar í hagfræði, annar þriðjungur valnámskeið í hagfræði og skyldum greinum og það sem eftir stendur valnámskeið sem taka má utan deildar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...