Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?

Gylfi Magnússon

Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni á grundvelli umsókna.

Það er því ekki gerð krafa um stúdentspróf af tiltekinni braut en til viðmiðunar má hafa í huga að kennsla við deildina miðast við að nemendur hafi góðan grunn úr framhaldsskólum. Reynslan sýnir því miður að ávallt hverfur nokkur hluti nemenda frá námi á fyrsta ári vegna ónógs undirbúnings. Sérstaklega er mikilvægt að nemendur hafi náð góðum tökum á ensku og stærðfræði.Þeir sem stunda nám í Viðskipta- eða Hagfræðideild sækja meðal annars tíma í Odda.

Gert er ráð fyrir en þó ekki gerð krafa um að nemendur hafi minnst lokið fjórum áföngum (12 einingum) í stærðfræði og 5 áföngum (15 einingum) í ensku. Reynslan sýnir þó að betri undirbúningur er mjög til bóta. B.S.-nám í hagfræði og í viðskiptafræði með áherslu á fjármál (val F) reynir meira á kunnáttu í stærðfræði en annað grunnnám og ættu nemendur á því sviði helst að hafa lokið a.m.k. 5 áföngum (15 einingum) í stærðfræði. Það er því ekki nauðsynlegt að hafa útskrifast af stærðfræðibrautum framhaldsskóla. Ekki er heldur nauðsynlegt að hafa lagt stund á viðskiptafræði, hagfræði eða skyldar greinar í framhaldsskóla. En fyrir nemendur sem koma ekki af stærðfræðibrautum er mælt með tveggja vikna undirbúningsnámskeiði í stærðfræði sem er haldið áður en kennsla hefst á haustin. Námskeiðið getur líka verið góð upprifjun fyrir nemendur sem koma af stærðfræðibrautum ef þeir telja að kunnáttan gæti verið betri.

Flestar kennslubækur eru á ensku og er því mikilvægt að nemendur eigi auðvelt með að lesa enskan texta. Bækurnar eru oftast ekki á erfiðu máli, en gott getur verið að kaupa eina til tvær kennslubækur og glugga í áður en námið hefst. Með því fæst æfing í því að lesa á ensku og nemendur fá innsýn í hvernig kennslubækurnar eru uppbyggðar og auðveldara er að byrja námið strax af fullum krafti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.3.2004

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands? “ Vísindavefurinn, 19. mars 2004. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4077.

Gylfi Magnússon. (2004, 19. mars). Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4077

Gylfi Magnússon. „Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands? “ Vísindavefurinn. 19. mar. 2004. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4077>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?
Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni á grundvelli umsókna.

Það er því ekki gerð krafa um stúdentspróf af tiltekinni braut en til viðmiðunar má hafa í huga að kennsla við deildina miðast við að nemendur hafi góðan grunn úr framhaldsskólum. Reynslan sýnir því miður að ávallt hverfur nokkur hluti nemenda frá námi á fyrsta ári vegna ónógs undirbúnings. Sérstaklega er mikilvægt að nemendur hafi náð góðum tökum á ensku og stærðfræði.Þeir sem stunda nám í Viðskipta- eða Hagfræðideild sækja meðal annars tíma í Odda.

Gert er ráð fyrir en þó ekki gerð krafa um að nemendur hafi minnst lokið fjórum áföngum (12 einingum) í stærðfræði og 5 áföngum (15 einingum) í ensku. Reynslan sýnir þó að betri undirbúningur er mjög til bóta. B.S.-nám í hagfræði og í viðskiptafræði með áherslu á fjármál (val F) reynir meira á kunnáttu í stærðfræði en annað grunnnám og ættu nemendur á því sviði helst að hafa lokið a.m.k. 5 áföngum (15 einingum) í stærðfræði. Það er því ekki nauðsynlegt að hafa útskrifast af stærðfræðibrautum framhaldsskóla. Ekki er heldur nauðsynlegt að hafa lagt stund á viðskiptafræði, hagfræði eða skyldar greinar í framhaldsskóla. En fyrir nemendur sem koma ekki af stærðfræðibrautum er mælt með tveggja vikna undirbúningsnámskeiði í stærðfræði sem er haldið áður en kennsla hefst á haustin. Námskeiðið getur líka verið góð upprifjun fyrir nemendur sem koma af stærðfræðibrautum ef þeir telja að kunnáttan gæti verið betri.

Flestar kennslubækur eru á ensku og er því mikilvægt að nemendur eigi auðvelt með að lesa enskan texta. Bækurnar eru oftast ekki á erfiðu máli, en gott getur verið að kaupa eina til tvær kennslubækur og glugga í áður en námið hefst. Með því fæst æfing í því að lesa á ensku og nemendur fá innsýn í hvernig kennslubækurnar eru uppbyggðar og auðveldara er að byrja námið strax af fullum krafti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...