Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ebóluveiran?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hver eru einkenni, útbreiðsla og möguleg lækning gegn Ebóluveirunni?

Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi.

Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru.

Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Kongó (e. Democratic Republic of Congo, hét Zaír fram til 1997) en þar, og í Súdan, kom veiran fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Nú eru þekkt fimm afbrigði af veirunni og heita þau í höfuðið á þeim svæðum þar sem þau greindust fyrst. Vitað er að þrjú þeirra, Zaír-ebóla, Súdan-ebóla og Fílabeinsstrandar-ebóla, geta valdið blæðingarsótt/blæðandi veirusótthita (e. hemorrhagic fever). Ekki eru þekkt dæmi að Reston-ebóla, hafi sýkt menn en vitað er að það sýkir apa. Vitað er um eitt tilfelli um smit af völdum Tai-skógar-ebólu. Sá sjúklingur náði sér að fullu á sex vikum.

Eblóu varð vart nokkrum sinnum á áttunda áratug síðustu aldar en lét svo ekki á sér kræla í um fimmtán ár. Síðan 1994 hefur sjúkdómurinn komið nokkuð reglulega upp en tilfellin hafi ekki alltaf verið mörg. Sýking af völdum ebólu hefur nánast alfarið verið bundin við Afríku en nokkrir einstaklingar sem smitast hafa í Afríku hafa verið fluttir til Evrópu og Bandaríkjanna til aðhlynningar. Í október 2014 greindist fyrsta ebólusmitið utan Afríku og var þar um að ræða hjúkrunarfræðing á sjúkrahúsi í Madríd sem annast hafði einstaklinga sem smituðust í Afríku en höfðu verið fluttir til Spánar. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvar og hvenær ebólu hefur orðið vart í Afríku.

Lönd í Afríku þar sem ebólusmit hefur greinst. Tölurnar í sviga fyrir aftan ártalið segja til um fjölda tilfella. Ekki eru tölur aftan við árið 2014. Ástæðan er sú að kortið er gert það ár og þá sér ekki fyrir endan á ebólufaraldrinum sem þá geisar í Vestur-Afríku.

Talið er að ebóla smitist frá dýrum í menn. Ávaxtaleðurblökur eru líklega forðahýsill ebóluveiru.

Í hvert sinn sem blæðingarsótt af völdum ebóluveiru hefur blossað upp hefur verið hægt að rekja hana til svokallaðs vísitilfellis (e. index case), það er einstaklings sem hefur komist í snertingu við dýr sem er á einhvern hátt tengt lífsferli ebóluveirunnar. Frá vísitilfellinu hefur smit síðan borist í aðra einstaklinga með sýktu blóði, öðrum líkamsvessum eða líffærum. Lélegt hreinlæti á sjúkrahúsum, svo sem notkun óhreinna nála eða annarra áhalda sem komist hafa í snertingu við líkamsvessa smitaðra, hefur svo aukið á útbreiðslu veirunnar þegar hún hefur komið upp.

Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsóttar eru höfuðverkur, hálssærindi, vöðvaverkir og kraftleysi. Í kjölfar þessara einkenna taka við uppköst, kviðverkir, niðurgangur, barkabólga og tárabólga (bólga í slímhimnum augans). Fyrir kemur að veiran skemmi mikilvæg líffæri, einkum lifur og nýru, sem leiðir til blæðinga frá líkamsopum og oft skemmdum á innri vefjum. Vegna gífurlegra blæðinga getur sjúkdómurinn þróast yfir í lost, öndunarstopp og síðan dauða.

Meðgöngutími sjúkdómsins (tíminn sem líður frá smiti til einkenna) getur verið 4-16 dagar, en er oftast innan við tvær vikur. Tíminn sem líður frá því að sjúkdómurinn gerir vart við sig þar til sjúklingurinn annað hvort deyr eða byrjar að jafna sig er oftast sjö til tíu dagar. Skýrslur sýna að afbrigði veirunnar eru ekki öll jafn banvæn. Þannig veldur Súdan-ebóluveiran dauða í um 60% tilfella á meðan 90% þeirra sem sýkjast af Zaír-ebólu deyja. Ekki er vitað hvers vegna sumir einstaklingar lifa ebólusýkingu af.

Gæta þarf fyllstu varúðar við rannsóknir á ebóluveirunni.

Engin lækning eða lyf eru þekkt við ebólu. Meðferð sjúklinga felst í því að hindra lost, draga úr vökvatapi og veita stuðning. Þeir sem lifa sjúkdóminn af eru lengi að ná sér, afturbatinn getur tekið fimm vikur eða lengur og einkennist af þyngdartapi og blóðleysi til að byrja með. Það sem gerir þennan sjúkdóm enn erfiðari viðfangs en ella er að hann kemur gjarnan upp á mjög afskekktum stöðum þar sem aðgangur að góðri læknishjálp er mjög takmarkaður. Auk þess er meðferð erfiðari vegna þeirra miklu varúðarráðstafana sem verður að gera til að heilbrigðisstarfsfólk smitist ekki af sjúklingunum.

Enn sem komið er hefur ekki tekist að þróa bóluefni gegn ebóluveirunni þó vísindamenn vinni að slíkum tilraunum. Í lok faraldursins sem kom upp í Zaír árið 1995 þar sem 315 sýktust var tekið blóð úr þeim sem jöfnuðu sig og það gefið illa höldnum sjúklingum í þeirri von að mótefni og T-frumur í blóðinu gætu stöðvað þróun sjúkdómsins. Þessi tilraun tókst að sumu leyti en staðfesta verður öryggi og árangur aðferðarinnar með vel ígrunduðum prófunum áður en hún verður notuð sem viðurkennt meðferðarúrræði.

Á undanförnum áratugum hefur af og til komið upp umræða um sýklahernað. Einn þeirra sýkla sem vísindamenn óttast að yrði notaður í slíkum tilgangi er ebóla. Af þeim sökum er mjög mikilvægt að skilja til hlítar lífsferil veirunnar í náttúrunni og í framhaldi af því að finna bóluefni gegn henni. Eitt af því sem vekur hvað mestan ugg meðal fræðimanna er sá möguleiki að erfðabreyta veirunni á þann hátt að hún smitist í lofti milli fólks. Myndi hún þá breiðast enn hraðar út en nú, en áætlað hefur verið að með nútímasamgöngum tæki ekki nema örfáa sólarhringa fyrir sjúkdóminn að dreifa sér um alla jörðina.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

5.5.2004

Spyrjandi

Eva Einarsdóttir
Birgir Ársælsson
Snjólaug Svala Grétarsdóttir
Ívar Pétursson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ebóluveiran?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2004, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4232.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 5. maí). Hvað er ebóluveiran? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4232

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ebóluveiran?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2004. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4232>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ebóluveiran?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hver eru einkenni, útbreiðsla og möguleg lækning gegn Ebóluveirunni?

Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi.

Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru.

Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Kongó (e. Democratic Republic of Congo, hét Zaír fram til 1997) en þar, og í Súdan, kom veiran fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Nú eru þekkt fimm afbrigði af veirunni og heita þau í höfuðið á þeim svæðum þar sem þau greindust fyrst. Vitað er að þrjú þeirra, Zaír-ebóla, Súdan-ebóla og Fílabeinsstrandar-ebóla, geta valdið blæðingarsótt/blæðandi veirusótthita (e. hemorrhagic fever). Ekki eru þekkt dæmi að Reston-ebóla, hafi sýkt menn en vitað er að það sýkir apa. Vitað er um eitt tilfelli um smit af völdum Tai-skógar-ebólu. Sá sjúklingur náði sér að fullu á sex vikum.

Eblóu varð vart nokkrum sinnum á áttunda áratug síðustu aldar en lét svo ekki á sér kræla í um fimmtán ár. Síðan 1994 hefur sjúkdómurinn komið nokkuð reglulega upp en tilfellin hafi ekki alltaf verið mörg. Sýking af völdum ebólu hefur nánast alfarið verið bundin við Afríku en nokkrir einstaklingar sem smitast hafa í Afríku hafa verið fluttir til Evrópu og Bandaríkjanna til aðhlynningar. Í október 2014 greindist fyrsta ebólusmitið utan Afríku og var þar um að ræða hjúkrunarfræðing á sjúkrahúsi í Madríd sem annast hafði einstaklinga sem smituðust í Afríku en höfðu verið fluttir til Spánar. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvar og hvenær ebólu hefur orðið vart í Afríku.

Lönd í Afríku þar sem ebólusmit hefur greinst. Tölurnar í sviga fyrir aftan ártalið segja til um fjölda tilfella. Ekki eru tölur aftan við árið 2014. Ástæðan er sú að kortið er gert það ár og þá sér ekki fyrir endan á ebólufaraldrinum sem þá geisar í Vestur-Afríku.

Talið er að ebóla smitist frá dýrum í menn. Ávaxtaleðurblökur eru líklega forðahýsill ebóluveiru.

Í hvert sinn sem blæðingarsótt af völdum ebóluveiru hefur blossað upp hefur verið hægt að rekja hana til svokallaðs vísitilfellis (e. index case), það er einstaklings sem hefur komist í snertingu við dýr sem er á einhvern hátt tengt lífsferli ebóluveirunnar. Frá vísitilfellinu hefur smit síðan borist í aðra einstaklinga með sýktu blóði, öðrum líkamsvessum eða líffærum. Lélegt hreinlæti á sjúkrahúsum, svo sem notkun óhreinna nála eða annarra áhalda sem komist hafa í snertingu við líkamsvessa smitaðra, hefur svo aukið á útbreiðslu veirunnar þegar hún hefur komið upp.

Ebóla veldur því að frumur og vefir skemmast. Fyrstu einkenni ebólublæðingarsóttar eru höfuðverkur, hálssærindi, vöðvaverkir og kraftleysi. Í kjölfar þessara einkenna taka við uppköst, kviðverkir, niðurgangur, barkabólga og tárabólga (bólga í slímhimnum augans). Fyrir kemur að veiran skemmi mikilvæg líffæri, einkum lifur og nýru, sem leiðir til blæðinga frá líkamsopum og oft skemmdum á innri vefjum. Vegna gífurlegra blæðinga getur sjúkdómurinn þróast yfir í lost, öndunarstopp og síðan dauða.

Meðgöngutími sjúkdómsins (tíminn sem líður frá smiti til einkenna) getur verið 4-16 dagar, en er oftast innan við tvær vikur. Tíminn sem líður frá því að sjúkdómurinn gerir vart við sig þar til sjúklingurinn annað hvort deyr eða byrjar að jafna sig er oftast sjö til tíu dagar. Skýrslur sýna að afbrigði veirunnar eru ekki öll jafn banvæn. Þannig veldur Súdan-ebóluveiran dauða í um 60% tilfella á meðan 90% þeirra sem sýkjast af Zaír-ebólu deyja. Ekki er vitað hvers vegna sumir einstaklingar lifa ebólusýkingu af.

Gæta þarf fyllstu varúðar við rannsóknir á ebóluveirunni.

Engin lækning eða lyf eru þekkt við ebólu. Meðferð sjúklinga felst í því að hindra lost, draga úr vökvatapi og veita stuðning. Þeir sem lifa sjúkdóminn af eru lengi að ná sér, afturbatinn getur tekið fimm vikur eða lengur og einkennist af þyngdartapi og blóðleysi til að byrja með. Það sem gerir þennan sjúkdóm enn erfiðari viðfangs en ella er að hann kemur gjarnan upp á mjög afskekktum stöðum þar sem aðgangur að góðri læknishjálp er mjög takmarkaður. Auk þess er meðferð erfiðari vegna þeirra miklu varúðarráðstafana sem verður að gera til að heilbrigðisstarfsfólk smitist ekki af sjúklingunum.

Enn sem komið er hefur ekki tekist að þróa bóluefni gegn ebóluveirunni þó vísindamenn vinni að slíkum tilraunum. Í lok faraldursins sem kom upp í Zaír árið 1995 þar sem 315 sýktust var tekið blóð úr þeim sem jöfnuðu sig og það gefið illa höldnum sjúklingum í þeirri von að mótefni og T-frumur í blóðinu gætu stöðvað þróun sjúkdómsins. Þessi tilraun tókst að sumu leyti en staðfesta verður öryggi og árangur aðferðarinnar með vel ígrunduðum prófunum áður en hún verður notuð sem viðurkennt meðferðarúrræði.

Á undanförnum áratugum hefur af og til komið upp umræða um sýklahernað. Einn þeirra sýkla sem vísindamenn óttast að yrði notaður í slíkum tilgangi er ebóla. Af þeim sökum er mjög mikilvægt að skilja til hlítar lífsferil veirunnar í náttúrunni og í framhaldi af því að finna bóluefni gegn henni. Eitt af því sem vekur hvað mestan ugg meðal fræðimanna er sá möguleiki að erfðabreyta veirunni á þann hátt að hún smitist í lofti milli fólks. Myndi hún þá breiðast enn hraðar út en nú, en áætlað hefur verið að með nútímasamgöngum tæki ekki nema örfáa sólarhringa fyrir sjúkdóminn að dreifa sér um alla jörðina.

Heimildir og myndir:

...