Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?

MBS

Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:
Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt að þær séu "virkar" og "óvirkar" heldur en "lifandi" og "dauðar". Í raun eru þær erfðaefni innan í próteinhylki, ófærar um að fjölga sér sjálfar, en sýkja lifandi hýsilfrumur og stýra starfsemi þeirra á þann veg að þær fara að búa til nýjar veirur í stað þess að sinna reglulegri starfsemi sinni. Stundum veldur veiran dauða hýsilfrumunnar fljótlega eftir sýkingu, en oft kemur erfðaefni veiru sér fyrir í erfðaefni hýsilfrumunnar og truflar eða breytir starfsemi hennar.

Mjög erfitt er að meta það hvaða veira er hættulegust og ljóst er að þar er enginn skýr sigurvegari. Óteljandi fjöldi veirutegunda er til í heiminum og listinn yfir hættulegar veirur er því langur.

Nokkrar mjög hættulegar veirur eru þó vel þekktar og má þar einna helst nefna ebóluveiruna. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er Ebóluveiran? er ítarlega fjallað um ebólu og ebóluveiruna.

Önnur mannskæð og hættuleg veira er HIV-veiran sem veldur alnæmi. Ólíkt ebóluveirunni, þar sem fyrstu einkennin koma venjulega fram innan tveggja vikna frá smiti, getur HIV-veiran legið í dvala árum saman. Fólk getur því verið grunlaust um að það sé smitað og þar með smitað aðra óafvitandi. Það getur því verið erfitt að ráða við útbreiðslu veirunnar. Á heimasíðu Alnæmissamtakanna á Íslandi má finna eftirfarandi upplýsingar um HIV og alnæmi:

HIV er sú veira sem valdið getur alnæmi en eftir að fólk smitast brýtur veiran smátt og smátt niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í dag er raunin þó sú að mörg lyf eru komin á markaðinn sem haldið geta veirunni í skefjum. Lyfin hafa þó því miður ekki gagnast öllum, bæði vegna þess að sumir mynda óþol gegn þeim og eins geta fylgt þeim það miklar aukaverkanir að fólk á afar erfitt með að taka lyfin. En til allrar lukku er þessi hópur ekki stór og stöðugt er verið að þróa ný lyf.

Alnæmi kallast það þegar HIV veirunni hefur tekist að brjóta ónæmiskerfi líkamans niður fyrir ákveðin viðmiðunarmörk, sem oftast er miðað við fjölda T-frumna líkamans (T-frumur eru hjálparfrumur, einskonar hornsteinar ónæmiskerfisins), en fari þær niður fyrir mælieininguna 200 er talað um að einstaklingurinn sé kominn með alnæmi.

Rætt er um að einstaklingur sé HIV jákvæður (hafi hann mælst með jákvæða svörun úr blóðprufu), með alnæmi eins og útskýrt var að framan og svo alnæmi á lokastigi, sem er þá lokastig sjúkdómsins þar sem ekkert er hægt að gera fyrir sjúklinginn. Sem betur fer er það orðið sjaldgæfara með tilkomu nýrra og bættra lyfjablandna.
Um HIV- veiruna má lesa nánar í eftirfarandi svörum:Aðrar skæðar veirur sem má nefna eru lifrarbólguveirurnar. Líkt og HIV-veiran finnast þær á Íslandi og er algengast að þær smitist á milli sprautufíkla sem deila nálum. Magnús Jóhannesson fjallar um lifrarbólgu og lifrarbólguveirur í svari sínu við spurningunni: Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?. Þar segir meðal annars:
Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjög hættulegar með háa dánartíðni. Sumar lifrarbólgur geta haft alvarlegar afleiðingar ef einstaklingur smitast á fósturskeiði. Eins og með flesta veirusjúkdóma er fátt um lyf sem gera gagn eftir að sýking hefur átt sér stað en nú er hægt að bólusetja við sumum þessara sjúkdóma. Alltaf er til bóta að þekkja hættur og smitleiðir þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem minnka hættu á smiti.

Algengustu orsakir lifrarbólgu eru veirur, áfengi og lyf. Lifrarbólguveirum er skipt í nokkra flokka og þeir helstu eru kallaðir A, B, C og D. Að auki má nefna veiruna sem veldur mýgulusótt (yellow fever)

Um HIV og lifrarbólgu má finna nánari upplýsingar á Doktor.is. Einnig má finna nánari upplýsingar á Vísindavefnum með því að nýta sér leitarvélina á forsíðu eða smella á efnisorðin hér að neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

Gunnþór Kristleifsson,

Tilvísun

MBS. „Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5764.

MBS. (2006, 30. mars). Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5764

MBS. „Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5764>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir hættulegasta veira í heimi? Hvar í heiminum er hún og hvernig deyr maður af henni?
Í svari Evu Benediktsdóttur við spurningunni Hver er munurinn á bakteríu og veiru? Eru sýklar og bakteríur það sama? er veirum lýst svo:

Veirur eru ekki frumur og ekki sjálfstæðar lífverur, raunar eru menn ekki sammála um hvort beri að kalla þær lífverur: Oft er talað um veirur sem "sýkjandi agnir", og frekar sagt að þær séu "virkar" og "óvirkar" heldur en "lifandi" og "dauðar". Í raun eru þær erfðaefni innan í próteinhylki, ófærar um að fjölga sér sjálfar, en sýkja lifandi hýsilfrumur og stýra starfsemi þeirra á þann veg að þær fara að búa til nýjar veirur í stað þess að sinna reglulegri starfsemi sinni. Stundum veldur veiran dauða hýsilfrumunnar fljótlega eftir sýkingu, en oft kemur erfðaefni veiru sér fyrir í erfðaefni hýsilfrumunnar og truflar eða breytir starfsemi hennar.

Mjög erfitt er að meta það hvaða veira er hættulegust og ljóst er að þar er enginn skýr sigurvegari. Óteljandi fjöldi veirutegunda er til í heiminum og listinn yfir hættulegar veirur er því langur.

Nokkrar mjög hættulegar veirur eru þó vel þekktar og má þar einna helst nefna ebóluveiruna. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er Ebóluveiran? er ítarlega fjallað um ebólu og ebóluveiruna.

Önnur mannskæð og hættuleg veira er HIV-veiran sem veldur alnæmi. Ólíkt ebóluveirunni, þar sem fyrstu einkennin koma venjulega fram innan tveggja vikna frá smiti, getur HIV-veiran legið í dvala árum saman. Fólk getur því verið grunlaust um að það sé smitað og þar með smitað aðra óafvitandi. Það getur því verið erfitt að ráða við útbreiðslu veirunnar. Á heimasíðu Alnæmissamtakanna á Íslandi má finna eftirfarandi upplýsingar um HIV og alnæmi:

HIV er sú veira sem valdið getur alnæmi en eftir að fólk smitast brýtur veiran smátt og smátt niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í dag er raunin þó sú að mörg lyf eru komin á markaðinn sem haldið geta veirunni í skefjum. Lyfin hafa þó því miður ekki gagnast öllum, bæði vegna þess að sumir mynda óþol gegn þeim og eins geta fylgt þeim það miklar aukaverkanir að fólk á afar erfitt með að taka lyfin. En til allrar lukku er þessi hópur ekki stór og stöðugt er verið að þróa ný lyf.

Alnæmi kallast það þegar HIV veirunni hefur tekist að brjóta ónæmiskerfi líkamans niður fyrir ákveðin viðmiðunarmörk, sem oftast er miðað við fjölda T-frumna líkamans (T-frumur eru hjálparfrumur, einskonar hornsteinar ónæmiskerfisins), en fari þær niður fyrir mælieininguna 200 er talað um að einstaklingurinn sé kominn með alnæmi.

Rætt er um að einstaklingur sé HIV jákvæður (hafi hann mælst með jákvæða svörun úr blóðprufu), með alnæmi eins og útskýrt var að framan og svo alnæmi á lokastigi, sem er þá lokastig sjúkdómsins þar sem ekkert er hægt að gera fyrir sjúklinginn. Sem betur fer er það orðið sjaldgæfara með tilkomu nýrra og bættra lyfjablandna.
Um HIV- veiruna má lesa nánar í eftirfarandi svörum:Aðrar skæðar veirur sem má nefna eru lifrarbólguveirurnar. Líkt og HIV-veiran finnast þær á Íslandi og er algengast að þær smitist á milli sprautufíkla sem deila nálum. Magnús Jóhannesson fjallar um lifrarbólgu og lifrarbólguveirur í svari sínu við spurningunni: Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?. Þar segir meðal annars:
Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjög hættulegar með háa dánartíðni. Sumar lifrarbólgur geta haft alvarlegar afleiðingar ef einstaklingur smitast á fósturskeiði. Eins og með flesta veirusjúkdóma er fátt um lyf sem gera gagn eftir að sýking hefur átt sér stað en nú er hægt að bólusetja við sumum þessara sjúkdóma. Alltaf er til bóta að þekkja hættur og smitleiðir þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem minnka hættu á smiti.

Algengustu orsakir lifrarbólgu eru veirur, áfengi og lyf. Lifrarbólguveirum er skipt í nokkra flokka og þeir helstu eru kallaðir A, B, C og D. Að auki má nefna veiruna sem veldur mýgulusótt (yellow fever)

Um HIV og lifrarbólgu má finna nánari upplýsingar á Doktor.is. Einnig má finna nánari upplýsingar á Vísindavefnum með því að nýta sér leitarvélina á forsíðu eða smella á efnisorðin hér að neðan. ...