Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?

Gylfi Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson

Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina.

Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og fjöldi keppinauta á markaði og aðrar vörur sem keppa um hylli neytenda við þá vöru sem verið er að skoða.

Lítum fyrst á framleiðslukostnað. Spyrjandi á sennilega við að lítrinn af rjóma sé dýrari en lítrinn af mjólk. Fituhlutfall í neyslumjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna er 3,9% en hlutfallið í rjóma er um 36%. Af þessu má sjá að það þarf fitu úr um það bil 9 lítrum af mjólk til að framleiða einn lítra af mjólk. Úr þessum 9 mjólkurlítrum kemur svo auðvitað líka undanrenna sem hægt er að nota til skyrgerðar og fleiri hluta en er þó tiltölulega verðlítil í þessu samhengi.

Áður fyrr þurfti meiri vinnu til að framleiða einn lítra af rjóma en einn lítra af mjólk. Þá var rjóminn skilinn frá undanrennunni með handknúinni skilvindu en nú er það auðvitað gert í vélum. Munurinn á framleiðslukostnaði að þessu leyti er ekki lengur fyrir hendi.

Ef samkeppni er afar hörð er við því að búast að verð á vöru verði þegar til lengdar lætur nálægt framleiðslukostnaði en algengara er að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að selja vörur á hærra verði en svo. Þá tekur verðlagning mið af því hvernig seljendur meta vilja og getu hugsanlegra kaupenda til að greiða fyrir vöruna. Þá getur verð á tveim vörutegundum sem kostar svipað að framleiða verið mjög mishátt. Sem dæmi má nefna að börn greiða mun minna en fullorðnir fyrir að ferðast með strætisvögnum þótt það kosti þá sem reka vagnana ámóta mikið að flytja börn og fullorðna. Á sama hátt reyna flugfélög að setja upp mjög hátt verð fyrir þá sem ferðast í viðskiptaerindum en lægra fyrir þá sem eru í skemmtiferðalögum þótt það kosti flugfélögin lítið meira að flytja fólk í fyrri hópnum en þeim síðari. Svona mætti lengi telja og raunar tína til flesta þá afslætti sem hópar eins og börn eða aldraðir fá við kaup á vörum og þjónustu.

Hafa ber í huga að rjómi er yfirleitt seldur í smærri umbúðum en mjólk. Þannig er yfirleitt seldur fjórðungur eða helmingur af lítra af rjóma í einu en einn til tveir lítrar af mjólk. Þó er hægt að kaupa fjórðung af lítra af mjólk. Þetta flækir aðeins samanburðinn en þó ekki mikið. Ef keyptur er fjórðungur úr lítra af mjólk kostar það um 24 krónur en sama magn af rjóma kostar um 161 krónu eða nær sjö sinnum meira. Ef keyptar eru stærri pakkningar í einu er munurinn enn meiri, til dæmis kostar hálfur lítri af rjóma um 314 krónur (og því 618 krónur lítrinn) en lítri af mjólk kostar um 78 krónur og rjóminn því nær átta sinnum meira. Það er vitaskuld álitamál hvort þessi munur er óeðlilega mikill en ekki verður reynt að leggja mat á það hér. Þessi mikli munur bendir þó til þess að það sé mat seljenda að óhætt sé að hafa álagningu hlutfallslega hærri á rjóma en mjólk.

Á vefsíðu hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, eru meðal annars fróðlegar upplýsingar um ráðstöfun mjólkur eftir fitu- eða próteininnihaldi. Á vefsetri Mjólkursamsölunnar, er meðal annars sýnt hvernig hinar ýmsu mjólkurvörur eru saman settar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundar

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.5.2000

Spyrjandi

Helga Snjólfsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=450.

Gylfi Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 23. maí). Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=450

Gylfi Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=450>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?
Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina.

Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og fjöldi keppinauta á markaði og aðrar vörur sem keppa um hylli neytenda við þá vöru sem verið er að skoða.

Lítum fyrst á framleiðslukostnað. Spyrjandi á sennilega við að lítrinn af rjóma sé dýrari en lítrinn af mjólk. Fituhlutfall í neyslumjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna er 3,9% en hlutfallið í rjóma er um 36%. Af þessu má sjá að það þarf fitu úr um það bil 9 lítrum af mjólk til að framleiða einn lítra af mjólk. Úr þessum 9 mjólkurlítrum kemur svo auðvitað líka undanrenna sem hægt er að nota til skyrgerðar og fleiri hluta en er þó tiltölulega verðlítil í þessu samhengi.

Áður fyrr þurfti meiri vinnu til að framleiða einn lítra af rjóma en einn lítra af mjólk. Þá var rjóminn skilinn frá undanrennunni með handknúinni skilvindu en nú er það auðvitað gert í vélum. Munurinn á framleiðslukostnaði að þessu leyti er ekki lengur fyrir hendi.

Ef samkeppni er afar hörð er við því að búast að verð á vöru verði þegar til lengdar lætur nálægt framleiðslukostnaði en algengara er að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að selja vörur á hærra verði en svo. Þá tekur verðlagning mið af því hvernig seljendur meta vilja og getu hugsanlegra kaupenda til að greiða fyrir vöruna. Þá getur verð á tveim vörutegundum sem kostar svipað að framleiða verið mjög mishátt. Sem dæmi má nefna að börn greiða mun minna en fullorðnir fyrir að ferðast með strætisvögnum þótt það kosti þá sem reka vagnana ámóta mikið að flytja börn og fullorðna. Á sama hátt reyna flugfélög að setja upp mjög hátt verð fyrir þá sem ferðast í viðskiptaerindum en lægra fyrir þá sem eru í skemmtiferðalögum þótt það kosti flugfélögin lítið meira að flytja fólk í fyrri hópnum en þeim síðari. Svona mætti lengi telja og raunar tína til flesta þá afslætti sem hópar eins og börn eða aldraðir fá við kaup á vörum og þjónustu.

Hafa ber í huga að rjómi er yfirleitt seldur í smærri umbúðum en mjólk. Þannig er yfirleitt seldur fjórðungur eða helmingur af lítra af rjóma í einu en einn til tveir lítrar af mjólk. Þó er hægt að kaupa fjórðung af lítra af mjólk. Þetta flækir aðeins samanburðinn en þó ekki mikið. Ef keyptur er fjórðungur úr lítra af mjólk kostar það um 24 krónur en sama magn af rjóma kostar um 161 krónu eða nær sjö sinnum meira. Ef keyptar eru stærri pakkningar í einu er munurinn enn meiri, til dæmis kostar hálfur lítri af rjóma um 314 krónur (og því 618 krónur lítrinn) en lítri af mjólk kostar um 78 krónur og rjóminn því nær átta sinnum meira. Það er vitaskuld álitamál hvort þessi munur er óeðlilega mikill en ekki verður reynt að leggja mat á það hér. Þessi mikli munur bendir þó til þess að það sé mat seljenda að óhætt sé að hafa álagningu hlutfallslega hærri á rjóma en mjólk.

Á vefsíðu hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, eru meðal annars fróðlegar upplýsingar um ráðstöfun mjólkur eftir fitu- eða próteininnihaldi. Á vefsetri Mjólkursamsölunnar, er meðal annars sýnt hvernig hinar ýmsu mjólkurvörur eru saman settar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...