Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma?

Emelía Eiríksdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hve þungur er lítri af rjóma?

Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þar sem rjómi og mjólkurafbrigði (nýmjólk, léttmjólk og undanrenna) eru að stærstum hluta vatn getum við sagt til um röð eðlismassa þessara vökva ef við vitum fitumagnið í vökvanum. Magn annarra efna í þessum mjólkurvörum skiptir einnig máli.

Rjómi er langfeitastur (36% fita), nýmjólkin næstfeitust (3,9% fita), þá léttmjólkin (1,5% fita) og undanrennan rekur lestina (0,1% fita). Rjóminn ætti því að vera mun eðlisléttari en mjólkin en það ætti ekki að vera mikill munur á eðlismassa mjólkurafbrigðanna. Sú er líka raunin eins og sést í töflunni hér fyrir neðan, þar sem einn lítri af rjóma vegur 0,997 kg en mjólkurafbrigðin vega 1,032-1,035 kg.

Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þess vegna er rjómi eðlisléttari en mjólkurafbrigðin nýmjólk, léttmjólk og undanrenna, sem innihalda minni fitu.

Nýmjólk og léttmjólk innihalda jafn mikið af öllum efnum nema fitu þar sem nýmjólkin er aðeins fitumeiri og er því örlítið eðlisléttari en léttmjólkin. Einn lítri af nýmjólk vegur 1,032 kg við 15°C en einn lítri af léttmjólk vegur 1,034 kg.

Einnig sést í töflunni að þeim mun meiri fita sem er í mjólkurvörunum, þeim mun orkumeiri eru þær. Þar sem nýmjólkin er feitari en léttmjólkin (en að öðru leyti er innihald þeirra eins) inniheldur hún meiri orku. Nafn léttmjólkurinnar kemur því ekki til vegna þess að hún sé léttari en nýmjólkin heldur vegna þess að hún er fituminni og orkuminni.

Tafla 1. Næringargildi í 100 g.[1]

Vara
Fitumagn (%)
Magn fastra efna (að fitu undanskilinni)
Kolvetni (%)
Eðlismassi við 15°C (kg/L)
Orka (kJ/kcal)
Rjómi
36
5,3
2,9
0,997
1.419/344
Nýmjólk
3,9
8,2
4,5
1,032
280/67
Léttmjólk
1,5
8,2
4,5
1,034
190/45
Undanrenna
0,1
8,5
4,7
1,035
143/34

Tilvísun:
  1. ^ Eðlismassar eru fengnir frá starfsmönnum mjólkurvinnslunnar MS. Aðrar tölur í töflunni eru fengnar af heimasíðu mjólkurvinnslunnar MS.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.5.2022

Spyrjandi

Ólöf Arnalds

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2022. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77490.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 5. maí). Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77490

Emelía Eiríksdóttir. „Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2022. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77490>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hve þungur er lítri af rjóma?

Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þar sem rjómi og mjólkurafbrigði (nýmjólk, léttmjólk og undanrenna) eru að stærstum hluta vatn getum við sagt til um röð eðlismassa þessara vökva ef við vitum fitumagnið í vökvanum. Magn annarra efna í þessum mjólkurvörum skiptir einnig máli.

Rjómi er langfeitastur (36% fita), nýmjólkin næstfeitust (3,9% fita), þá léttmjólkin (1,5% fita) og undanrennan rekur lestina (0,1% fita). Rjóminn ætti því að vera mun eðlisléttari en mjólkin en það ætti ekki að vera mikill munur á eðlismassa mjólkurafbrigðanna. Sú er líka raunin eins og sést í töflunni hér fyrir neðan, þar sem einn lítri af rjóma vegur 0,997 kg en mjólkurafbrigðin vega 1,032-1,035 kg.

Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þess vegna er rjómi eðlisléttari en mjólkurafbrigðin nýmjólk, léttmjólk og undanrenna, sem innihalda minni fitu.

Nýmjólk og léttmjólk innihalda jafn mikið af öllum efnum nema fitu þar sem nýmjólkin er aðeins fitumeiri og er því örlítið eðlisléttari en léttmjólkin. Einn lítri af nýmjólk vegur 1,032 kg við 15°C en einn lítri af léttmjólk vegur 1,034 kg.

Einnig sést í töflunni að þeim mun meiri fita sem er í mjólkurvörunum, þeim mun orkumeiri eru þær. Þar sem nýmjólkin er feitari en léttmjólkin (en að öðru leyti er innihald þeirra eins) inniheldur hún meiri orku. Nafn léttmjólkurinnar kemur því ekki til vegna þess að hún sé léttari en nýmjólkin heldur vegna þess að hún er fituminni og orkuminni.

Tafla 1. Næringargildi í 100 g.[1]

Vara
Fitumagn (%)
Magn fastra efna (að fitu undanskilinni)
Kolvetni (%)
Eðlismassi við 15°C (kg/L)
Orka (kJ/kcal)
Rjómi
36
5,3
2,9
0,997
1.419/344
Nýmjólk
3,9
8,2
4,5
1,032
280/67
Léttmjólk
1,5
8,2
4,5
1,034
190/45
Undanrenna
0,1
8,5
4,7
1,035
143/34

Tilvísun:
  1. ^ Eðlismassar eru fengnir frá starfsmönnum mjólkurvinnslunnar MS. Aðrar tölur í töflunni eru fengnar af heimasíðu mjólkurvinnslunnar MS.

Heimildir og mynd:...