Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi:

StaðurDagsetningStærð
1 Chile22. maí 19609,5
2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2
3Indónesía (undan strönd Súmötru)26. desember 20049,1
4Undan strönd Japan11. mars 20119,1
5Kamtsjatka4. nóvember 19529,0
6Undan strönd Chile27. febrúar 20108,8
7Undan strönd Ekvador31. janúar 19068,8
8Alaska (Rateyjar)4. febrúar 19658,7
9Indónesía (norður Súmatra)28. mars 20058,6
10Assam - Tíbet15. ágúst 19508,6
11Indónesía (undan strönd Súmötru)11. apríl 20128,6
12Alaska (Andreanofeyjar)9. mars 19578,6
13Suður af Alaska (Unimak eyja)1. apríl 19468,6
14Indónesía (Bandahaf)1. febrúar 19388,5
15Landamæri Chili og Argentínu11. nóvember 19228,5
16Kúrileyjar13. október 19638,5
17Kamtsjatka3. febrúar 19238,4
18Indónesía (suður Súmatra)12. september 20078,4
19Undan strönd Perú23. júní 20018,4
20Undan strönd Japan2. mars 19338,4

Á myndinni hér að neðan má sjá staðsetningu þessara jarðskjálfta og vísa númerin til númera í töflunni.

Stærstu jarðskjálftar heims.

Eins og sést á töflunni varð stærsti jarðskjálfti frá upphafi mælinga í Chile þann 22. maí 1960. Sá skjálfti mældist 9,5 stig og var skjálftamiðjan um 160 km úti fyrir strönd landsins. Þessi mikli jarðskjálfti olli verulegu tjóni, aðallega í suðurhluta Chile en einnig á Hawaii, í Japan, á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Skjálftinn kostaði yfir 2.000 manns lífið í Chile, um 3.000 manns slösuðust og 2 milljónir manna voru heimilislausar á eftir. Fjárhagslegt tjón í Chile af völdum skjálftans var metið 550 milljónir bandaríkjadala á þeim tíma.

Stórum jarðskjálftum á hafsbotni geta fylgt skjálftaflóðbylgjur sem kallast tsunami á ýmsum erlendum málum. Þetta fyrirbæri eru öldur sem fara með 500-1000 km hraða á klukkustund um úthafið. Þær eru lágar á rúmsjó en rísa þegar þær koma á grunnsævi og geta verið margir metrar á hæð þegar þær skella á land.

Við jarðskjálftann í Chile myndaðist skjálftaflóðbylgja sem gekk yfir Kyrrahafið og kostaði 61 mann lífið á Hawaii, 138 mannslíf í Japan og 32 á Filippseyjum auk fjölda slasaðra. Eignatjón í þessum löndum og á vesturströnd Bandaríkjanna var metið samtals 625.000 milljónir dala.

Slík flóðbylgja myndaðist einnig í jarðskjálftanum undan strönd Súmötru á annan í jólum 2004 og er hún ein megin orsök þess gríðarlega manntjóns sem varð í kjölfar skjálftans. Talið er að rúmlega 227.000 manns hafi farist í þessum hamförum og hundruðir þúsunda misst heimili sín. Þar með er þetta einn af mannskæðustu jarðskjálftum síðustu 100 ára. Flóðbylgja er einnig ein ástæða þess mikla tjóns sem fylgdi jarðskjálftanum undan strönd Japan í mars árið 2011.

Þrátt fyrir það mikla manntjórn sem varð í kjölfar jarðskjálftans undan stönd Súmötru er ekki beint samband á milli stærðar jarðskjálfta og þess tjóns sem þeir valda. Samkvæmt tölfræðisíðunni Our World in Data og vef NOAA National Centers for Environmental Information eru mannskæðustu jarðskjálftar síðustu rúmlega 100 ára eftirfarandi:

StaðurDagsetningManntjónStærð
Haítí12. janúar 2010316.000*7
Kína (Tangshan)27. júlí 1976242.769**7,5
Undan strönd Súmötru26. desember 2004227.898***9,1
Kína (Gansu)16. desember 1920200.0007,8
Japan (Kwanto)1. september 1923142.8007,9
Sovétríkin (Túrkmenistan, Ashgabat)5. október 1948110.0007,3
Kína (austur Sichuan)12. maí 200887.5877,9
Pakistan8. október 200586.0007,6
Ítalía (Messína)28. desember 190872.0007,2
Perú31. maí 197070.0007,9

*316.000 er opinbert mat á manntjóni í kjölfar skjálftans en aðrar og lægri tölur hafa einnig verið nefndar.

**242.769 er opinber tala um manntjón en áætlað er að mun fleiri hafi farist, allt að 650.000.

***Tölurnar hér eiga bæði við um fjölda látinna og þeirra sem saknað var. Fyrst eftir skjáftann var þessi tala mun hærri en í apríl 2005 lækkuðu stjórnvöld í Indónesíu tölu um þann fjölda sem saknað var (og talið var að væru látinn) um ríflega 50.000.

Ef þessi tafla er borin saman við töfluna um stærstu jarðskjálfta sem mælst hafa á jörðinni má sjá að þeir allra stærstu eru ekki þeir sem ollið hafa mestu manntjóni að skjálftanum undan Súmötru 2004 undanskildum. Ástæðan er sú að ýmsar ytri aðstæður hafa áhrif á hversu mikið mann- og eignartjón verður. Til dæmis skiptir máli á hversu miklu dýpi upptök skjálfta eru, en minna tjón verður af völdum djúpra skjálfta en skjálfta af sömu stærð sem eiga upptök sín nær yfirborði jarðar. Gerð mannvirkja, byggingarlag, byggingarefni og undirstaða hefur mikið að segja um það hversu mikið tjón verður. Einnig skiptir miklu máli hversu þéttbýlt er á áhrifasvæði skjálftans og á hvaða tíma sólahrings skjálftinn verður, það er hvort fólk er innanhúss eða utandyra. Hvort skriðuföll, skjálftafljóðbylgjur, eldar eða aðrar hamfarir fylgja í kjölfar skjálfta hefur einnig mikið að segja um tjón.

Heimildir og kort:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hversu stór var öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur og hvað dóu margir?
  • Hverjir eru stærstu jarðskjálftar heims?
  • Hver var skæðasti jarðskjálfti í heimi og hvað varð mikið tjón af honum?
Aðrir spyrjendur eru: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Fjóla Hrund Björnsdóttir, Bogga Einarsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir og Auður Hreinsdóttir.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.12.2004

Síðast uppfært

24.2.2021

Spyrjandi

Sigurður Svavarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4687.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 29. desember). Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4687

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2004. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4687>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?
Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi:

StaðurDagsetningStærð
1 Chile22. maí 19609,5
2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2
3Indónesía (undan strönd Súmötru)26. desember 20049,1
4Undan strönd Japan11. mars 20119,1
5Kamtsjatka4. nóvember 19529,0
6Undan strönd Chile27. febrúar 20108,8
7Undan strönd Ekvador31. janúar 19068,8
8Alaska (Rateyjar)4. febrúar 19658,7
9Indónesía (norður Súmatra)28. mars 20058,6
10Assam - Tíbet15. ágúst 19508,6
11Indónesía (undan strönd Súmötru)11. apríl 20128,6
12Alaska (Andreanofeyjar)9. mars 19578,6
13Suður af Alaska (Unimak eyja)1. apríl 19468,6
14Indónesía (Bandahaf)1. febrúar 19388,5
15Landamæri Chili og Argentínu11. nóvember 19228,5
16Kúrileyjar13. október 19638,5
17Kamtsjatka3. febrúar 19238,4
18Indónesía (suður Súmatra)12. september 20078,4
19Undan strönd Perú23. júní 20018,4
20Undan strönd Japan2. mars 19338,4

Á myndinni hér að neðan má sjá staðsetningu þessara jarðskjálfta og vísa númerin til númera í töflunni.

Stærstu jarðskjálftar heims.

Eins og sést á töflunni varð stærsti jarðskjálfti frá upphafi mælinga í Chile þann 22. maí 1960. Sá skjálfti mældist 9,5 stig og var skjálftamiðjan um 160 km úti fyrir strönd landsins. Þessi mikli jarðskjálfti olli verulegu tjóni, aðallega í suðurhluta Chile en einnig á Hawaii, í Japan, á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Skjálftinn kostaði yfir 2.000 manns lífið í Chile, um 3.000 manns slösuðust og 2 milljónir manna voru heimilislausar á eftir. Fjárhagslegt tjón í Chile af völdum skjálftans var metið 550 milljónir bandaríkjadala á þeim tíma.

Stórum jarðskjálftum á hafsbotni geta fylgt skjálftaflóðbylgjur sem kallast tsunami á ýmsum erlendum málum. Þetta fyrirbæri eru öldur sem fara með 500-1000 km hraða á klukkustund um úthafið. Þær eru lágar á rúmsjó en rísa þegar þær koma á grunnsævi og geta verið margir metrar á hæð þegar þær skella á land.

Við jarðskjálftann í Chile myndaðist skjálftaflóðbylgja sem gekk yfir Kyrrahafið og kostaði 61 mann lífið á Hawaii, 138 mannslíf í Japan og 32 á Filippseyjum auk fjölda slasaðra. Eignatjón í þessum löndum og á vesturströnd Bandaríkjanna var metið samtals 625.000 milljónir dala.

Slík flóðbylgja myndaðist einnig í jarðskjálftanum undan strönd Súmötru á annan í jólum 2004 og er hún ein megin orsök þess gríðarlega manntjóns sem varð í kjölfar skjálftans. Talið er að rúmlega 227.000 manns hafi farist í þessum hamförum og hundruðir þúsunda misst heimili sín. Þar með er þetta einn af mannskæðustu jarðskjálftum síðustu 100 ára. Flóðbylgja er einnig ein ástæða þess mikla tjóns sem fylgdi jarðskjálftanum undan strönd Japan í mars árið 2011.

Þrátt fyrir það mikla manntjórn sem varð í kjölfar jarðskjálftans undan stönd Súmötru er ekki beint samband á milli stærðar jarðskjálfta og þess tjóns sem þeir valda. Samkvæmt tölfræðisíðunni Our World in Data og vef NOAA National Centers for Environmental Information eru mannskæðustu jarðskjálftar síðustu rúmlega 100 ára eftirfarandi:

StaðurDagsetningManntjónStærð
Haítí12. janúar 2010316.000*7
Kína (Tangshan)27. júlí 1976242.769**7,5
Undan strönd Súmötru26. desember 2004227.898***9,1
Kína (Gansu)16. desember 1920200.0007,8
Japan (Kwanto)1. september 1923142.8007,9
Sovétríkin (Túrkmenistan, Ashgabat)5. október 1948110.0007,3
Kína (austur Sichuan)12. maí 200887.5877,9
Pakistan8. október 200586.0007,6
Ítalía (Messína)28. desember 190872.0007,2
Perú31. maí 197070.0007,9

*316.000 er opinbert mat á manntjóni í kjölfar skjálftans en aðrar og lægri tölur hafa einnig verið nefndar.

**242.769 er opinber tala um manntjón en áætlað er að mun fleiri hafi farist, allt að 650.000.

***Tölurnar hér eiga bæði við um fjölda látinna og þeirra sem saknað var. Fyrst eftir skjáftann var þessi tala mun hærri en í apríl 2005 lækkuðu stjórnvöld í Indónesíu tölu um þann fjölda sem saknað var (og talið var að væru látinn) um ríflega 50.000.

Ef þessi tafla er borin saman við töfluna um stærstu jarðskjálfta sem mælst hafa á jörðinni má sjá að þeir allra stærstu eru ekki þeir sem ollið hafa mestu manntjóni að skjálftanum undan Súmötru 2004 undanskildum. Ástæðan er sú að ýmsar ytri aðstæður hafa áhrif á hversu mikið mann- og eignartjón verður. Til dæmis skiptir máli á hversu miklu dýpi upptök skjálfta eru, en minna tjón verður af völdum djúpra skjálfta en skjálfta af sömu stærð sem eiga upptök sín nær yfirborði jarðar. Gerð mannvirkja, byggingarlag, byggingarefni og undirstaða hefur mikið að segja um það hversu mikið tjón verður. Einnig skiptir miklu máli hversu þéttbýlt er á áhrifasvæði skjálftans og á hvaða tíma sólahrings skjálftinn verður, það er hvort fólk er innanhúss eða utandyra. Hvort skriðuföll, skjálftafljóðbylgjur, eldar eða aðrar hamfarir fylgja í kjölfar skjálfta hefur einnig mikið að segja um tjón.

Heimildir og kort:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hversu stór var öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur og hvað dóu margir?
  • Hverjir eru stærstu jarðskjálftar heims?
  • Hver var skæðasti jarðskjálfti í heimi og hvað varð mikið tjón af honum?
Aðrir spyrjendur eru: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Fjóla Hrund Björnsdóttir, Bogga Einarsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir og Auður Hreinsdóttir.

...