Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er sýndarveruleiki?

Ólafur Páll Jónsson

Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. aldar. Síðan hefur tæknin þróast mikið og er nú meðal annars notuð í tölvuleikjum til að gefa notandanum þá hugmynd að hann sé staddur í allt öðrum heimi en hann er í raun staddur í.



Flugmenn í flughermi NASA.

Íslenska orðið „sýndarveruleiki“ er, eins og enska orðasambandið „virtual reality“ samsett úr orðinu „sýnd“, sem vísar til þess hvernig eitthvað birtist og orðinu „veruleiki“ sem vísar til þess hvernig eitthvað er óháð því hvernig það birtist.

Setningu sem lýsir því sem fyrir augu ber, til dæmis setninguna: „Ég sé fjólubláan hrút úti í garði“ má skilja tvenns konar skilningi; annars vegar svo að hún lýsi sambandi mínu við ytri veruleika, hins vegar svo að hún lýsi tiltekinni upplifun. Samkvæmt fyrri skilningnum er setningin sönn því aðeins að það sé fjólublár hrútur úti í garði sem ég sé. Samkvæmt seinni skilningnum er hún sönn því aðeins að upplifun mín (hversu brengluð sem hún kann að vera) sé eins og ef ég væri að horfa á fjólubláan hrút úti í garði. Í fyrra tilvikinu segjum við að sannkjör setningarinnar geri ráð fyrir ytri veruleika, í seinna tilvikinu gera sannkjörin einungis ráð fyrir upplifun af tilteknu tagi. Í sýndarveruleika verða mörkin milli þessa tvenns konar skilnings óljós.

Eitt einkenni sýndarveruleika er að skilin milli sýndar og reyndar riðlast á þann hátt að erfitt er að gera greinarmun á veruleika og upplifun. Sá sem er í flughermi upplifir allt sitt umhverfi alveg eins og hann sé að fljúga flugvél, en hann er ekki að fljúga flugvél. Maðurinn situr inni í kassa, en upplifun hans er af því að fljúga flugvél. En þessi upplifun er bara blekking, þaulhugsuð blekking og afar gagnleg fyrir þá sem vilja læra að fljúga án þess að stofna sér og öðrum í hættu. Og hér komum við að kjarnanum í sýndarveruleika: Sýndarveruleiki er blekking.

En skyldi öll blekking vera sýndarveruleiki? Þótt galdurinn á bak við sýndarveruleika eins og í flughermi sé útsmogin blekking, þá er ekki öll blekking sýndarveruleiki. Blekking er fólgin í því að maður er látinn draga rangar ályktanir um eitthvað. Sá sem situr í flughermi dregur ranglega þá ályktun að hann sé að stjórna flugvél: hann hægir á ferðinni til að brotlenda ekki, snýr stýrinu til að beygja, og svo framvegis. En auðvitað er engin hætta á brotlendingu né er mögulegt að beygja. En stundum er blekkingin ekki fólgin í ytri veruleika (eins og vel hönnuðum hermi) heldur í skynvillu. Ég lít út í garð og sé fjólubláan hrút. En það er enginn fjólublár hrútur í garðinum, það er bara dót í sandkassa. Hér hafa skynfærin blekkt mig. Við tölum hins vegar ekki um sýndarveruleika í þessu sambandi. Svipaða sögu er að segja um drauma. Það eru að vísu ekki skynfærin sem blekkja okkur þegar okkur dreymir heldur eitthvað annað, kannski ímyndunaraflið. Sem betur fer vöknum við aftur og gerum okkur grein fyrir blekkingunni. En draumar eru ekki sýndarveruleiki.

Ástæða þess að við notum ekki orðið „sýndarveruleiki“ um skynvillu og drauma er sú að hvort tveggja tilheyrir innri heimi, heimi sem er einkaeign hvers og eins. Blekking í skynvillu eða draumi beinist aðeins að einum einstaklingi og getur ekki beinst að neinum öðrum. Blekkingin í flughermi er hins vegar ekki einkamál þess sem fyrir henni verður. Aðrir geta orðið fyrir samskonar blekkingu. Þess vegna kalla menn blekkingar flughermisins ekki einungis sýnd heldur einnig veruleika.

Þar með höfum við tvö einkenni sýndarveruleika: sýndarveruleiki er ytri veruleiki sem blekkir. En er það allt og sumt? Varla. Þar með væru til dæmis jólasveinarnir dæmi um sýndarveruleika. Það sem uppá vantar er að um sé að ræða eitthvað sem myndar heildstæða reynslu. Í flugherminum er öll upplifun manns undirorpin blekkingu, og sömu sögu er að segja um tölvuleki sem byggja á sýndarveruleika. Þar er galdurinn sá að gera þann sem fer í leikinn að þátttakanda í sýndarveruleikanum með því að upplifun hans bæði sem þolanda og sem geranda eigi sér samsvörun í sýndinni. Þetta þýðir að sýndarveruleiki verður að vera gagnvirkur, hann byggist ekki einungis á því að fólk búi yfir skynjun og ályktunarhæfni, hann tekur einnig tillit til þess að fólk er gerendur.

Saga orðsins
Orðið „sýndarveruleiki“ er ungt í málinu en upphaflega var það ekki notað sem þýðing á „virtual reality“ heldur í heimspekilegu samhengi sem rekja má aftur til Forn-Grikkja. Elsta dæmið í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá 1965, úr bók heimspekingsins Brynjólfs Bjarnasonar Á mörkum mannlegrar þekkingar.

Frumherjum vestrænnar heimspeki í Grikklandi hinu forna, mönnum eins og Þalesi, Anaxímandrosi, Parmenídesi og Zenon, var í mun að gera greinarmun á sýnd og veruleika. (Sjá til dæmis svar við spurningunni: Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn? ) Greinarmunur sýndar og veruleika varð síðan grundvallaratriði í heimspeki Platons en hellislíkingunni, sem er einhver frægasti heimspekitexti sögunnar, var einmitt ætlað að draga fram greinarmun sýndar og veruleika og gefa til kynna hversu fátæklegt það líf væri sem einungis væri bundið sýndinni en leitaði ekki eftir veruleikanum sjálfum. (Sjá Ríkið eftir Platon, íslensk þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson, Hið íslenzka bókmenntafélag, 2. útgáfa 1997).

Þegar við lesum Ríkið eftir Platon læðist að manni sá grunur að í raun sé sá veruleiki sem við höfum bundið trúss okkar við einber sýndarveruleiki. Við höldum að þegar við lítum heiminn í kringum okkur séum við að horfa á eitthvað sem sé veruleiki í fyllstu merkingu þess orðs. Platon efaðist um að svo væri. Það sem við sjáum eru síbreytilegar birtingarmyndir annars og varanlegri veruleika, veruleika sem við komumst ekki í tæri við nema með ástundun heimspeki, stærðfræði og annarrar fræðilegrar hugsunar. Það er skilningurinn sem kemur okkur í samband við hinn eiginlega veruleika, að svo miklu leyti sem við komumst yfirleitt í samband við hann, á meðan skynjun okkar – sjón, snerting, heyrn, lykt, bragð – færa okkur einungis ófullkomnar birtingarmyndir veruleikans. Skynjunin staðnæmist við sýndina, segir Platon. Nemandi Platons, Aristóteles var raunar ósammála þessu, og allar götur síðan hafa heimspekingar velt þessum spurningum fyrir sér. Frægustu atlögur að þessari spurningu má telja kenningar þýska heimspekingsins Immanuels Kants og kenningar franska heimspekingurinn Renés Descartes (sjá meðal annars svar við spurningunni: Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?)

Erum við föst í sýndarveruleika tungumálsins?

Af nútímaeðlisfræði höfum við lært að venjulegir hlutir eru búnir til úr öreindum. Stóllinn sem ég sit á er í raun krökkur af öreindum. Við erum að vísu ekki vön að hugsa um stóla sem einhverskonar öreindaský, en svona er þetta nú samt. Ef við hefðum öfluga smugsjá gætum við kannski séð öreindirnar og þá sæjum við líka að það sem okkur virtist vera vel afmarkaður hlutur – einn stóll – er í raun ekki sérlega vel afmarkað. Við vitum ekki hvaða öreindir við eigum að telja með og hverjar ekki. En ef stóllinn minn er ský af öreindum, og við getum ekki afmarkað eitt öreindaský frekar en annað sem er næstum alveg eins, það munar kannski bara einu einasta atómi, er þá yfirleitt eitthvað vit í að tala um tiltekinn stól? Og þetta á ekki bara við um stóla, þetta á við um alla venjulega efnislega hluti. Meira að segja okkur sjálf!

Sumir heimspekingar hafa brugðist við þessum vanda með því að segja að venjuleg hugtök eins og ‘stóll’, ‘líkami’ og ‘fjall’ séu ónákvæm, og svipaða sögu sé að segja um nöfn eins og ‘Halldór Laxness’ eða ‘Hekla’. Ónákvæmnin er fólgin í því að það sé ekki eitthvað eitt sem slík nöfn vísi til heldur tengist þau alltaf urmul af svipuðum hlutum. Það sé ekki og hafi aldrei verið einn tiltekinn hlutur sem nafnið ‘Halldór Laxness’ hafi vísað til, heldur hafi alla tíð verið ótal mismunandi (en mjög lík) öreindaský sem nafnið hafi tengst án þess þó að eitt skýjanna væri tilvísun nafnsins frekar en eitthvert annað. En ef þetta er svo, var þá aldrei rétt að segja: “Halldór Laxness er einn heima” eða “Halldór Laxness var vanur að fara einn í langar gönguferðir”? Var ævinlega krökkt af Halldórum þar sem var að minnsta kosti einn. Nei, segja heimspekingarnir, það var rétt að segja að hann væri einn heim eða færi einn í gönguferðir (þegar svo bar undir) ekki vegna þess að það væri einungis einn hlutur af tiltekinni tegund (maður) sem væri í húsinu á Gljúfrasteini eða í gönguferð um móana þar í kring, heldur vegna þess að það er innbyggt í tungumálið að það sé rétt að segja þetta: það eru innviðir tungumálsins sem gera svona setningar sannar, ekki veruleikinn sjálfur.

Ef þessi heimspekilega hugmynd um gerð hversdagslegra hluta og ónákvæm orð á við rök að styðjast virðist sem tungumálið bregði upp mynd af heiminum, mynd þar sem eru til hversdagslegir hlutir eins og borð og stólar, manneskjur og fjöll, og þar sem slíkir hlutir hafa tiltekna eiginleika – eru bólstraðir, eru einir heima, eru eldvirk – þegar allt og sumt sem til er, eru mismunandi öreindaský. Þar með værum við föst í sýndarveruleika tungumálsins. Og þar með værum við sjálf sem einstaklingar, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem við erum líkamlegar verur, einber sýnd og enginn veruleiki.

Sjá einnig svör við spurningunum:

Mynd: Ames Imaging Library Server

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

7.1.2005

Spyrjandi

Elín Harpa Valgeirsdóttir
Júlía Kristjánsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er sýndarveruleiki?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4703.

Ólafur Páll Jónsson. (2005, 7. janúar). Hvað er sýndarveruleiki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4703

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er sýndarveruleiki?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4703>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sýndarveruleiki?
Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. aldar. Síðan hefur tæknin þróast mikið og er nú meðal annars notuð í tölvuleikjum til að gefa notandanum þá hugmynd að hann sé staddur í allt öðrum heimi en hann er í raun staddur í.



Flugmenn í flughermi NASA.

Íslenska orðið „sýndarveruleiki“ er, eins og enska orðasambandið „virtual reality“ samsett úr orðinu „sýnd“, sem vísar til þess hvernig eitthvað birtist og orðinu „veruleiki“ sem vísar til þess hvernig eitthvað er óháð því hvernig það birtist.

Setningu sem lýsir því sem fyrir augu ber, til dæmis setninguna: „Ég sé fjólubláan hrút úti í garði“ má skilja tvenns konar skilningi; annars vegar svo að hún lýsi sambandi mínu við ytri veruleika, hins vegar svo að hún lýsi tiltekinni upplifun. Samkvæmt fyrri skilningnum er setningin sönn því aðeins að það sé fjólublár hrútur úti í garði sem ég sé. Samkvæmt seinni skilningnum er hún sönn því aðeins að upplifun mín (hversu brengluð sem hún kann að vera) sé eins og ef ég væri að horfa á fjólubláan hrút úti í garði. Í fyrra tilvikinu segjum við að sannkjör setningarinnar geri ráð fyrir ytri veruleika, í seinna tilvikinu gera sannkjörin einungis ráð fyrir upplifun af tilteknu tagi. Í sýndarveruleika verða mörkin milli þessa tvenns konar skilnings óljós.

Eitt einkenni sýndarveruleika er að skilin milli sýndar og reyndar riðlast á þann hátt að erfitt er að gera greinarmun á veruleika og upplifun. Sá sem er í flughermi upplifir allt sitt umhverfi alveg eins og hann sé að fljúga flugvél, en hann er ekki að fljúga flugvél. Maðurinn situr inni í kassa, en upplifun hans er af því að fljúga flugvél. En þessi upplifun er bara blekking, þaulhugsuð blekking og afar gagnleg fyrir þá sem vilja læra að fljúga án þess að stofna sér og öðrum í hættu. Og hér komum við að kjarnanum í sýndarveruleika: Sýndarveruleiki er blekking.

En skyldi öll blekking vera sýndarveruleiki? Þótt galdurinn á bak við sýndarveruleika eins og í flughermi sé útsmogin blekking, þá er ekki öll blekking sýndarveruleiki. Blekking er fólgin í því að maður er látinn draga rangar ályktanir um eitthvað. Sá sem situr í flughermi dregur ranglega þá ályktun að hann sé að stjórna flugvél: hann hægir á ferðinni til að brotlenda ekki, snýr stýrinu til að beygja, og svo framvegis. En auðvitað er engin hætta á brotlendingu né er mögulegt að beygja. En stundum er blekkingin ekki fólgin í ytri veruleika (eins og vel hönnuðum hermi) heldur í skynvillu. Ég lít út í garð og sé fjólubláan hrút. En það er enginn fjólublár hrútur í garðinum, það er bara dót í sandkassa. Hér hafa skynfærin blekkt mig. Við tölum hins vegar ekki um sýndarveruleika í þessu sambandi. Svipaða sögu er að segja um drauma. Það eru að vísu ekki skynfærin sem blekkja okkur þegar okkur dreymir heldur eitthvað annað, kannski ímyndunaraflið. Sem betur fer vöknum við aftur og gerum okkur grein fyrir blekkingunni. En draumar eru ekki sýndarveruleiki.

Ástæða þess að við notum ekki orðið „sýndarveruleiki“ um skynvillu og drauma er sú að hvort tveggja tilheyrir innri heimi, heimi sem er einkaeign hvers og eins. Blekking í skynvillu eða draumi beinist aðeins að einum einstaklingi og getur ekki beinst að neinum öðrum. Blekkingin í flughermi er hins vegar ekki einkamál þess sem fyrir henni verður. Aðrir geta orðið fyrir samskonar blekkingu. Þess vegna kalla menn blekkingar flughermisins ekki einungis sýnd heldur einnig veruleika.

Þar með höfum við tvö einkenni sýndarveruleika: sýndarveruleiki er ytri veruleiki sem blekkir. En er það allt og sumt? Varla. Þar með væru til dæmis jólasveinarnir dæmi um sýndarveruleika. Það sem uppá vantar er að um sé að ræða eitthvað sem myndar heildstæða reynslu. Í flugherminum er öll upplifun manns undirorpin blekkingu, og sömu sögu er að segja um tölvuleki sem byggja á sýndarveruleika. Þar er galdurinn sá að gera þann sem fer í leikinn að þátttakanda í sýndarveruleikanum með því að upplifun hans bæði sem þolanda og sem geranda eigi sér samsvörun í sýndinni. Þetta þýðir að sýndarveruleiki verður að vera gagnvirkur, hann byggist ekki einungis á því að fólk búi yfir skynjun og ályktunarhæfni, hann tekur einnig tillit til þess að fólk er gerendur.

Saga orðsins
Orðið „sýndarveruleiki“ er ungt í málinu en upphaflega var það ekki notað sem þýðing á „virtual reality“ heldur í heimspekilegu samhengi sem rekja má aftur til Forn-Grikkja. Elsta dæmið í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá 1965, úr bók heimspekingsins Brynjólfs Bjarnasonar Á mörkum mannlegrar þekkingar.

Frumherjum vestrænnar heimspeki í Grikklandi hinu forna, mönnum eins og Þalesi, Anaxímandrosi, Parmenídesi og Zenon, var í mun að gera greinarmun á sýnd og veruleika. (Sjá til dæmis svar við spurningunni: Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn? ) Greinarmunur sýndar og veruleika varð síðan grundvallaratriði í heimspeki Platons en hellislíkingunni, sem er einhver frægasti heimspekitexti sögunnar, var einmitt ætlað að draga fram greinarmun sýndar og veruleika og gefa til kynna hversu fátæklegt það líf væri sem einungis væri bundið sýndinni en leitaði ekki eftir veruleikanum sjálfum. (Sjá Ríkið eftir Platon, íslensk þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson, Hið íslenzka bókmenntafélag, 2. útgáfa 1997).

Þegar við lesum Ríkið eftir Platon læðist að manni sá grunur að í raun sé sá veruleiki sem við höfum bundið trúss okkar við einber sýndarveruleiki. Við höldum að þegar við lítum heiminn í kringum okkur séum við að horfa á eitthvað sem sé veruleiki í fyllstu merkingu þess orðs. Platon efaðist um að svo væri. Það sem við sjáum eru síbreytilegar birtingarmyndir annars og varanlegri veruleika, veruleika sem við komumst ekki í tæri við nema með ástundun heimspeki, stærðfræði og annarrar fræðilegrar hugsunar. Það er skilningurinn sem kemur okkur í samband við hinn eiginlega veruleika, að svo miklu leyti sem við komumst yfirleitt í samband við hann, á meðan skynjun okkar – sjón, snerting, heyrn, lykt, bragð – færa okkur einungis ófullkomnar birtingarmyndir veruleikans. Skynjunin staðnæmist við sýndina, segir Platon. Nemandi Platons, Aristóteles var raunar ósammála þessu, og allar götur síðan hafa heimspekingar velt þessum spurningum fyrir sér. Frægustu atlögur að þessari spurningu má telja kenningar þýska heimspekingsins Immanuels Kants og kenningar franska heimspekingurinn Renés Descartes (sjá meðal annars svar við spurningunni: Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?)

Erum við föst í sýndarveruleika tungumálsins?

Af nútímaeðlisfræði höfum við lært að venjulegir hlutir eru búnir til úr öreindum. Stóllinn sem ég sit á er í raun krökkur af öreindum. Við erum að vísu ekki vön að hugsa um stóla sem einhverskonar öreindaský, en svona er þetta nú samt. Ef við hefðum öfluga smugsjá gætum við kannski séð öreindirnar og þá sæjum við líka að það sem okkur virtist vera vel afmarkaður hlutur – einn stóll – er í raun ekki sérlega vel afmarkað. Við vitum ekki hvaða öreindir við eigum að telja með og hverjar ekki. En ef stóllinn minn er ský af öreindum, og við getum ekki afmarkað eitt öreindaský frekar en annað sem er næstum alveg eins, það munar kannski bara einu einasta atómi, er þá yfirleitt eitthvað vit í að tala um tiltekinn stól? Og þetta á ekki bara við um stóla, þetta á við um alla venjulega efnislega hluti. Meira að segja okkur sjálf!

Sumir heimspekingar hafa brugðist við þessum vanda með því að segja að venjuleg hugtök eins og ‘stóll’, ‘líkami’ og ‘fjall’ séu ónákvæm, og svipaða sögu sé að segja um nöfn eins og ‘Halldór Laxness’ eða ‘Hekla’. Ónákvæmnin er fólgin í því að það sé ekki eitthvað eitt sem slík nöfn vísi til heldur tengist þau alltaf urmul af svipuðum hlutum. Það sé ekki og hafi aldrei verið einn tiltekinn hlutur sem nafnið ‘Halldór Laxness’ hafi vísað til, heldur hafi alla tíð verið ótal mismunandi (en mjög lík) öreindaský sem nafnið hafi tengst án þess þó að eitt skýjanna væri tilvísun nafnsins frekar en eitthvert annað. En ef þetta er svo, var þá aldrei rétt að segja: “Halldór Laxness er einn heima” eða “Halldór Laxness var vanur að fara einn í langar gönguferðir”? Var ævinlega krökkt af Halldórum þar sem var að minnsta kosti einn. Nei, segja heimspekingarnir, það var rétt að segja að hann væri einn heim eða færi einn í gönguferðir (þegar svo bar undir) ekki vegna þess að það væri einungis einn hlutur af tiltekinni tegund (maður) sem væri í húsinu á Gljúfrasteini eða í gönguferð um móana þar í kring, heldur vegna þess að það er innbyggt í tungumálið að það sé rétt að segja þetta: það eru innviðir tungumálsins sem gera svona setningar sannar, ekki veruleikinn sjálfur.

Ef þessi heimspekilega hugmynd um gerð hversdagslegra hluta og ónákvæm orð á við rök að styðjast virðist sem tungumálið bregði upp mynd af heiminum, mynd þar sem eru til hversdagslegir hlutir eins og borð og stólar, manneskjur og fjöll, og þar sem slíkir hlutir hafa tiltekna eiginleika – eru bólstraðir, eru einir heima, eru eldvirk – þegar allt og sumt sem til er, eru mismunandi öreindaský. Þar með værum við föst í sýndarveruleika tungumálsins. Og þar með værum við sjálf sem einstaklingar, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem við erum líkamlegar verur, einber sýnd og enginn veruleiki.

Sjá einnig svör við spurningunum:

Mynd: Ames Imaging Library Server...