Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?

Gylfi Magnússon

Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist dráttarvaxta frá og með einum mánuði eftir að hann krafði skuldara með réttu um greiðslu.

Dráttarvextir geta því komið til þegar ekki er staðið í skilum. Það er grundvallarmunurinn á þeim og öðrum vöxtum, sem miðast við að staðið sé í skilum.

Seðlabankinn ákveður dráttarvexti og birtir tvisvar á ári. Þeir eru reiknaðir út með því að taka vexti á skammtímalánum Seðlabankans til lánastofnana og bæta við þá svokölluðu vanefndaálagi sem er alla jafna 11 hundraðshlutar (prósentustig). Seðlabankinn hefur þó svigrúm til að ákveða hærra eða lægra álag, á bilinu 7 til 15 hundraðshlutar. Ákveðið svigrúm er í lögunum til að semja um aðra dráttarvexti en þá sem Seðlabankinn ákveður, en sé ekki um annað samið þá gilda dráttarvextir bankans.

Nú, þegar þetta er ritað, í maí 2008, eru dráttarvextir 25% skv. ákvörðun Seðlabankans. Er það reiknað þannig að 13,75% eru vextir á veðlánum Seðlabankans til innlánsstofnana, eins og þeir voru þegar dráttarvextir voru ákveðnir í lok árs 2007, og 11,25% er álag vegna vanefnda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.5.2008

Spyrjandi

Jón Orri Leósson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2008. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47572.

Gylfi Magnússon. (2008, 29. maí). Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47572

Gylfi Magnússon. „Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2008. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47572>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?
Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist dráttarvaxta frá og með einum mánuði eftir að hann krafði skuldara með réttu um greiðslu.

Dráttarvextir geta því komið til þegar ekki er staðið í skilum. Það er grundvallarmunurinn á þeim og öðrum vöxtum, sem miðast við að staðið sé í skilum.

Seðlabankinn ákveður dráttarvexti og birtir tvisvar á ári. Þeir eru reiknaðir út með því að taka vexti á skammtímalánum Seðlabankans til lánastofnana og bæta við þá svokölluðu vanefndaálagi sem er alla jafna 11 hundraðshlutar (prósentustig). Seðlabankinn hefur þó svigrúm til að ákveða hærra eða lægra álag, á bilinu 7 til 15 hundraðshlutar. Ákveðið svigrúm er í lögunum til að semja um aðra dráttarvexti en þá sem Seðlabankinn ákveður, en sé ekki um annað samið þá gilda dráttarvextir bankans.

Nú, þegar þetta er ritað, í maí 2008, eru dráttarvextir 25% skv. ákvörðun Seðlabankans. Er það reiknað þannig að 13,75% eru vextir á veðlánum Seðlabankans til innlánsstofnana, eins og þeir voru þegar dráttarvextir voru ákveðnir í lok árs 2007, og 11,25% er álag vegna vanefnda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...