Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:36 • Sest 20:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:16 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónastyrkur blóðs hækkar (og vatnsstyrkur lækkar) er það numið af sérstökum natrínnemum í undirstúkunni sem senda boð til afturhluta heiladinguls um að seyta ÞTH sem berst með blóði til nýrnanna og veldur því að meira vatn er endursogað þar út í blóðið.Ef ÞTH vantar er vatn ekki endursogað úr frumþvagi og þvaglát verða mikil og tíð, allt að 20 lítrar á sólarhring. Það veldur miklum þorsta, svo að viðkomandi einstaklingur drekkur mikið. Ef hann drekkur ekki nóg til að vega upp mikið vökvatap er hætta á ofþornun sem getur verið mjög alvarlegt ástand ef ekki er gripið fljótt inn í.

Helstu einkenni flóðmigu eru mikil og tíð þvaglát allan sólarhringinn, þvagið er mjög þunnt, þorsti er mikill og hætta er á ofþornun. Fullorðnir með sjúkdóminn geta haldið honum í skefjum með því að drekka nóg en hætta á ofþornun og kalínskorti er ávallt yfirvofandi. Flóðmiga í börnum getur truflað matarlyst og át, þyngdaraukningu og vöxt. Hiti, uppköst og niðurgangur geta líka fylgt flóðmigu hjá börnum.

Ýmsar orsakir geta verið fyrir flóðmigu. Skemmd í heiladingli er algengasta orsökin en afturhluti hans geymir og seytir ÞTH. Ýmsir sjúkdómar geta haft skemmdir á heiladingli í för með sér. Einnig má nefna að höfuðmeiðsl, taugaskurðlækningar og arfgengir sjúkdómar geta skemmt undirstúku eða heiladingul. Ef einstaklingur er með flóðmigu sem stafar af skemmdum á heiladingli eða undirstúku má meðhöndla hana með hormónalyfinu desmópressíni.

Flóðmiga einkennist af miklum og tíðum þvaglátum, allt að 20 lítrum á dag. Rétt er að taka fram að myndin sýnir ekki einstakling með flóðmigu.

Önnur orsök flóðmigu er þegar nýrun eru ónæm fyrir ÞTH. Það getur gerst vegna áhrifa lyfja, til dæmis liþíums, eða vegna þrálátra kvilla eins og sigðkornablóðleysi, tiltekinna nýrnasjúkdóma, nýrnabilunar og erfðasjúkdóma. Sérstök lyf eru notuð við flóðmigu ef þetta er orsökin fyrir henni.

Einnig getur flóðmiga stafað af skemmdum í þorstastöð undirstúku sem lýsir sér í óeðlilega miklum þorsta og mikilli drykkju í kjölfarið. Þetta leiðir til þess að ÞTH-seyti er hætt. Ekki er til góð meðferð við þessari tegund af flóðmigu.

Einstaka sinnum kemur flóðmiga fram á meðgöngu. Þá myndar legkakan óvenjumikið af ensími sem eyðileggur ÞTH í móðurinni. Flest tilfelli af þessu tagi má meðhöndla með desmópressíni, en í einstaka tilfelli stafar meðgönguflóðmiga af galla í þorstastöðinni og þá má alls ekki nota þetta lyf.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

14.5.2012

Spyrjandi

Bungorn Tangrodjanakajorn

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2012. Sótt 28. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=47587.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 14. maí). Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47587

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2012. Vefsíða. 28. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47587>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?
Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónastyrkur blóðs hækkar (og vatnsstyrkur lækkar) er það numið af sérstökum natrínnemum í undirstúkunni sem senda boð til afturhluta heiladinguls um að seyta ÞTH sem berst með blóði til nýrnanna og veldur því að meira vatn er endursogað þar út í blóðið.Ef ÞTH vantar er vatn ekki endursogað úr frumþvagi og þvaglát verða mikil og tíð, allt að 20 lítrar á sólarhring. Það veldur miklum þorsta, svo að viðkomandi einstaklingur drekkur mikið. Ef hann drekkur ekki nóg til að vega upp mikið vökvatap er hætta á ofþornun sem getur verið mjög alvarlegt ástand ef ekki er gripið fljótt inn í.

Helstu einkenni flóðmigu eru mikil og tíð þvaglát allan sólarhringinn, þvagið er mjög þunnt, þorsti er mikill og hætta er á ofþornun. Fullorðnir með sjúkdóminn geta haldið honum í skefjum með því að drekka nóg en hætta á ofþornun og kalínskorti er ávallt yfirvofandi. Flóðmiga í börnum getur truflað matarlyst og át, þyngdaraukningu og vöxt. Hiti, uppköst og niðurgangur geta líka fylgt flóðmigu hjá börnum.

Ýmsar orsakir geta verið fyrir flóðmigu. Skemmd í heiladingli er algengasta orsökin en afturhluti hans geymir og seytir ÞTH. Ýmsir sjúkdómar geta haft skemmdir á heiladingli í för með sér. Einnig má nefna að höfuðmeiðsl, taugaskurðlækningar og arfgengir sjúkdómar geta skemmt undirstúku eða heiladingul. Ef einstaklingur er með flóðmigu sem stafar af skemmdum á heiladingli eða undirstúku má meðhöndla hana með hormónalyfinu desmópressíni.

Flóðmiga einkennist af miklum og tíðum þvaglátum, allt að 20 lítrum á dag. Rétt er að taka fram að myndin sýnir ekki einstakling með flóðmigu.

Önnur orsök flóðmigu er þegar nýrun eru ónæm fyrir ÞTH. Það getur gerst vegna áhrifa lyfja, til dæmis liþíums, eða vegna þrálátra kvilla eins og sigðkornablóðleysi, tiltekinna nýrnasjúkdóma, nýrnabilunar og erfðasjúkdóma. Sérstök lyf eru notuð við flóðmigu ef þetta er orsökin fyrir henni.

Einnig getur flóðmiga stafað af skemmdum í þorstastöð undirstúku sem lýsir sér í óeðlilega miklum þorsta og mikilli drykkju í kjölfarið. Þetta leiðir til þess að ÞTH-seyti er hætt. Ekki er til góð meðferð við þessari tegund af flóðmigu.

Einstaka sinnum kemur flóðmiga fram á meðgöngu. Þá myndar legkakan óvenjumikið af ensími sem eyðileggur ÞTH í móðurinni. Flest tilfelli af þessu tagi má meðhöndla með desmópressíni, en í einstaka tilfelli stafar meðgönguflóðmiga af galla í þorstastöðinni og þá má alls ekki nota þetta lyf.

Heimildir og myndir:

...