Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Finnst stuðlaberg víðar í heiminum en á Íslandi?

EDS og SSt

Þegar bergkvika kólnar dregst hún saman og getur klofnað þannig að stuðlar myndist. Myndun stuðla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast stuðlaberg? Þar kemur meðal annars fram að þeir myndast alltaf hornrétt á kólnunarflötinn þannig að þeir eru lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.

Myndun stuðla er alls ekki bundin við Ísland eða íslenskar aðstæður heldur einkenna þeir basaltmyndanir hvarvetna í heiminum. Erlendis er að finna mjög fallegar stuðlabergsmyndanir. Eitt frægasta dæmið er líklega Giant's Causeway á norðaustur strönd Norður-Írlands. Þetta svæði er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Norður-Írlandi. Þar er um 40.000 stuðlar sem mynduðust í kjölfar eldsumbrota snemma á tertíer fyrir 50-60 milljón árum.

Giant's Causeway á Norður-Írlandi.

Stulaberg myndast ekki síður í grágrýti (grófkorna basalti) en blágrýti, til dæmis Gerðuberg á Snæfellsnesi, en er mun óalgengara í kísilríkara bergi.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

29.8.2008

Spyrjandi

Trausti Tryggvason

Tilvísun

EDS og SSt. „Finnst stuðlaberg víðar í heiminum en á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2008. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=47646.

EDS og SSt. (2008, 29. ágúst). Finnst stuðlaberg víðar í heiminum en á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47646

EDS og SSt. „Finnst stuðlaberg víðar í heiminum en á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2008. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47646>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Finnst stuðlaberg víðar í heiminum en á Íslandi?
Þegar bergkvika kólnar dregst hún saman og getur klofnað þannig að stuðlar myndist. Myndun stuðla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast stuðlaberg? Þar kemur meðal annars fram að þeir myndast alltaf hornrétt á kólnunarflötinn þannig að þeir eru lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.

Myndun stuðla er alls ekki bundin við Ísland eða íslenskar aðstæður heldur einkenna þeir basaltmyndanir hvarvetna í heiminum. Erlendis er að finna mjög fallegar stuðlabergsmyndanir. Eitt frægasta dæmið er líklega Giant's Causeway á norðaustur strönd Norður-Írlands. Þetta svæði er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Norður-Írlandi. Þar er um 40.000 stuðlar sem mynduðust í kjölfar eldsumbrota snemma á tertíer fyrir 50-60 milljón árum.

Giant's Causeway á Norður-Írlandi.

Stulaberg myndast ekki síður í grágrýti (grófkorna basalti) en blágrýti, til dæmis Gerðuberg á Snæfellsnesi, en er mun óalgengara í kísilríkara bergi.

Heimildir og mynd:

...