Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?

Hrönn Guðmundsdóttir

Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í byrjun breytingaskeiðsins.Húðskrift í orðsins fyllstu merkingu.

Útbrotin koma oftast fram innan 5 mínútna eftir þéttar/fastar húðstrokur og geta varað í 15-30 mínútur. Stundum koma þau fram hægar og geta þá varað í nokkrar klukkustundir eða jafnvel upp í nokkra daga. Útbrotin, sem mynda rauða línu, verða vegna histamín losunar en histamín er það boðefni í líkamanum sem veldur ofnæmisviðbrögðum; útvíkkun háræða með tilheyrandi roða, bólgu og miklum kláða.

Orsök húðskriftar er óþekkt en talið er að vírus eða sýking geti valdið þessu. Einnig er talið að hiti til dæmis heitt bað eða þrýstingur/núningur frá fötum/handklæðum geti framkallað slík viðbrögð auk líkamlegrar áreynslu, streitu og tilfinningaálags.

Þeir sem þjást af húðskrift ættu að leita til heimilislæknis eða sérfræðings í húðsjúkdómum til þess að fá viðeigandi meðferð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Dermatographic urticaria á Wikipedia. Sótt 30. 6. 2008.


Þetta svar er lítillega breytt efni af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

hjúkrunarstjóri hjá Laser-lækningu ehf.

Útgáfudagur

1.7.2008

Spyrjandi

Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Tilvísun

Hrönn Guðmundsdóttir. „Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2008, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47946.

Hrönn Guðmundsdóttir. (2008, 1. júlí). Hvað er húðskrift og hvað veldur henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47946

Hrönn Guðmundsdóttir. „Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2008. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47946>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?
Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í byrjun breytingaskeiðsins.Húðskrift í orðsins fyllstu merkingu.

Útbrotin koma oftast fram innan 5 mínútna eftir þéttar/fastar húðstrokur og geta varað í 15-30 mínútur. Stundum koma þau fram hægar og geta þá varað í nokkrar klukkustundir eða jafnvel upp í nokkra daga. Útbrotin, sem mynda rauða línu, verða vegna histamín losunar en histamín er það boðefni í líkamanum sem veldur ofnæmisviðbrögðum; útvíkkun háræða með tilheyrandi roða, bólgu og miklum kláða.

Orsök húðskriftar er óþekkt en talið er að vírus eða sýking geti valdið þessu. Einnig er talið að hiti til dæmis heitt bað eða þrýstingur/núningur frá fötum/handklæðum geti framkallað slík viðbrögð auk líkamlegrar áreynslu, streitu og tilfinningaálags.

Þeir sem þjást af húðskrift ættu að leita til heimilislæknis eða sérfræðings í húðsjúkdómum til þess að fá viðeigandi meðferð.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Dermatographic urticaria á Wikipedia. Sótt 30. 6. 2008.


Þetta svar er lítillega breytt efni af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

...