Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig líta hrefnur út?

Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti).Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd.

Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgrár á baki og síðum. Hyrna hennar er tiltölulega há og aftursveigð og eru bægslin löng og mjó og oft má sjá hvíta rák á þeim. Kviðskorur hrefnunnar eru 50-70 talsins og er hún skíðishvalur líkt og aðrar tegundir ættarinnar. Skíðin ganga niður úr efri kjálka og eru yfirleitt á bilinu 230 - 360 talsins.

Hrefnan er minnst hvala af reyðarhvalaætt. Fullorðin dýr eru venjulega um 7-11 metrar á lengd og 6-10 tonn að þyngd. Við burð eru kálfarnir um 3 metrar á lengd og 200 kg að þyngd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Eftir Jón Má Halldórsson:Eftir Jakob Jakobsson:

Mynd: minke whale á Encyclopædia Britannica Online. Sótt 7. 10. 2008.

Útgáfudagur

7.10.2008

Spyrjandi

Björk Haraldsdóttir

Höfundur

Tilvísun

JMH. „Hvernig líta hrefnur út?“ Vísindavefurinn, 7. október 2008. Sótt 16. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=48863.

JMH. (2008, 7. október). Hvernig líta hrefnur út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48863

JMH. „Hvernig líta hrefnur út?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2008. Vefsíða. 16. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48863>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Daníel Þór Ólason

1967

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.