Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað myndi gerast ef við værum án heila?

JGÞ

Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnstöðvar allrar líkamsstarfsemi í heilanum.

Svo mætti líka hugsa sér að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvernig mannkynið væri ef það hefði þróast á einhvern hátt án heilans. Þá mætti hugsa sér tvo möguleika. Sá fyrri er að við hefðum þróast þannig að við værum að mestu leyti eins og við erum í dag, nema hvað við hefðum ekki eitt líffæri sem gegndi hlutverki heilans. Þá sæju líklega einhvers konar taugahnoðar víða í líkamanum um sömu starfsemi og heilinn gegnir hjá okkur. Við værum þá alveg eins og við erum í dag, en án heilans. Að þetta gæti raunverulega gerst er hins vegar alveg ómögulegt.

Öll spendýr hafa heila sem er umlukinn höfuðkúpu og það er þess vegna mjög ósennilegt að "maðurinn" líktist sjálfum sér og öðrum spendýrum ef miðstöð taugastarfseminnar væri utan heilans. "Menn" sem hefðu taugakerfi en engan heila, líktust líklega skrápdýrum, eins og til dæmis krossfiskum og ígulkerjum, eða öðrum dýrum með frumstætt taugakerfi.


"Maðurinn" án heila? Mynd af svampdýri.

Seinni möguleikinn er sá að við hefðum þróast á þann veg að við værum ekki með neinn heila og heldur ekki neitt taugakerfi. Ef þetta væri raunin mætti hugsa sér að við hefðum þróast á svipaðan hátt og til dæmis svampdýr, en þau eru einmitt bæði án heila og taugakerfis.

Þeir sem hafa gaman að brjóta heilann um það hvernig lífið væri án heilans geta þess vegna reynt að ímynda sér hvernig það er að vera til dæmis krossfiskur eða svampdýr.

Annars er kannski fróðlegt í þessu viðfangi að rifja upp steingervingafræði 19. aldar. Með iðnvæðingu og námagreftri voru menn þá sífellt að finna steingervinga, rannsaka þá og gera sér kerfisbundna og samhangandi mynd af þeim. Þeir vísindamenn sem þóttu færastir á þessu sviði gátu sér til dæmis frægð fyrir það að geta sagt til um útlit dýrsins í heild eftir að hafa séð og rannsakað til dæmis eitt bein. Þannig er samhengið í lífríkinu: Það getur verið erfitt að raska einu líffæri án þess að lífveran gerbreytist.

Við bendum lesendum einnig á að lesa eftirfarandi svör til þess að átta sig betur á því hvernig allt væri öðruvísi ef það vantaði í okkur heilann:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.9.2008

Spyrjandi

Snæfríður Ebba Ásgeirsdóttir, f. 1998

Tilvísun

JGÞ. „Hvað myndi gerast ef við værum án heila?“ Vísindavefurinn, 23. september 2008, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49180.

JGÞ. (2008, 23. september). Hvað myndi gerast ef við værum án heila? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49180

JGÞ. „Hvað myndi gerast ef við værum án heila?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2008. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49180>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað myndi gerast ef við værum án heila?
Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnstöðvar allrar líkamsstarfsemi í heilanum.

Svo mætti líka hugsa sér að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvernig mannkynið væri ef það hefði þróast á einhvern hátt án heilans. Þá mætti hugsa sér tvo möguleika. Sá fyrri er að við hefðum þróast þannig að við værum að mestu leyti eins og við erum í dag, nema hvað við hefðum ekki eitt líffæri sem gegndi hlutverki heilans. Þá sæju líklega einhvers konar taugahnoðar víða í líkamanum um sömu starfsemi og heilinn gegnir hjá okkur. Við værum þá alveg eins og við erum í dag, en án heilans. Að þetta gæti raunverulega gerst er hins vegar alveg ómögulegt.

Öll spendýr hafa heila sem er umlukinn höfuðkúpu og það er þess vegna mjög ósennilegt að "maðurinn" líktist sjálfum sér og öðrum spendýrum ef miðstöð taugastarfseminnar væri utan heilans. "Menn" sem hefðu taugakerfi en engan heila, líktust líklega skrápdýrum, eins og til dæmis krossfiskum og ígulkerjum, eða öðrum dýrum með frumstætt taugakerfi.


"Maðurinn" án heila? Mynd af svampdýri.

Seinni möguleikinn er sá að við hefðum þróast á þann veg að við værum ekki með neinn heila og heldur ekki neitt taugakerfi. Ef þetta væri raunin mætti hugsa sér að við hefðum þróast á svipaðan hátt og til dæmis svampdýr, en þau eru einmitt bæði án heila og taugakerfis.

Þeir sem hafa gaman að brjóta heilann um það hvernig lífið væri án heilans geta þess vegna reynt að ímynda sér hvernig það er að vera til dæmis krossfiskur eða svampdýr.

Annars er kannski fróðlegt í þessu viðfangi að rifja upp steingervingafræði 19. aldar. Með iðnvæðingu og námagreftri voru menn þá sífellt að finna steingervinga, rannsaka þá og gera sér kerfisbundna og samhangandi mynd af þeim. Þeir vísindamenn sem þóttu færastir á þessu sviði gátu sér til dæmis frægð fyrir það að geta sagt til um útlit dýrsins í heild eftir að hafa séð og rannsakað til dæmis eitt bein. Þannig er samhengið í lífríkinu: Það getur verið erfitt að raska einu líffæri án þess að lífveran gerbreytist.

Við bendum lesendum einnig á að lesa eftirfarandi svör til þess að átta sig betur á því hvernig allt væri öðruvísi ef það vantaði í okkur heilann:

Mynd:...