Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?

Geir Þ. Þórarinsson

Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. Deleyska sjóbandalagið, sem stofnað hafði verið árið 478 fyrir okkar tímatal, varð að aþensku bandalagi og hin aðildarríkin greiddu skatt til Aþenu.

Stöðug útþensla Aþenu olli nokkrum titringi í öðrum borgríkjum, ekki síst í Spörtu, og afskipti Aþenu af málefnum Kórinþu og annarra borgríkja voru illa séð. Af þeim sökum lenti Aþenu og Spörtu saman, fyrst árin 460-446 og svo í Pelópsskagastríðinu árin 431-404 fyrir okkar tímatal. Aþena tapaði því stríði og varð aldrei stórveldi á ný. Snemma í stríðinu sátu Spartverjar um Aþenu og braust þá út skæð farsótt innan borgarinnar. Períkles var einn þeirra sem veiktist og lést.

Períkles hóf innreið sína í stjórnmál um 463 fyrir okkar tímatal þegar hann sótti til saka Kímon, sem var leiðtogi íhaldsmanna í aþenskum stjórnmálum. Lýðræðissinnum óx ásmegin þegar þeim tókst, undir stjórn Efíaltesar og Períklesar, að draga úr völdum öldungaráðsins á Aresarhæð. Árið 461 tókst lýðræðissinnum að fá Kímon dæmdan fyrir landráð, þar eð hann var of vinveittur Spörtu, og gerðan útlægan. Sama ár var Efíaltes ráðinn af dögum að undirlagi íhaldsmanna og var Períkles þá bæði óumdeildur leiðtogi lýðræðissinna og öflugasti stjórnmálamaðurinn í borginni.

Períkles kom áleiðis ýmsum breytingum sem léttu fátækum borgurum þátttöku í stjórnmálum og menningarlífi. En hann lét jafnframt endurskilgreina aþenskan borgararétt þannig að einungis þeir sem áttu aþenska foreldra í báðar ættir teldust aþenskir borgarar.

Undir stjórn Períklesar blómstraði menningin og listir í Aþenu. Á valdatíma hans var til dæmis hafist handa við byggingu Meyjarhofsins á Akrópólishæð og hann laðaði að sér listamenn og heimspekinga, meðal annars Feidías, sem falið var að skreyta Meyjarhofið, og heimspekinginn Anaxagóras, sem var einkavinur Períklesar. Períkles var glæsilegasti stjórnmálaleiðtogi gullaldartíma Aþenu en um leið má segja að hann sé nokkurs konar fulltrúi hrokafullrar stórveldisstefnu Aþenu, sem að endingu varð borginni að falli.

Mynd:

  • Wikipedia.org. Sótt 26.2.2009. Rómversk afsteypa af grískri marmarastyttu af Períklesi.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

26.2.2009

Spyrjandi

Þorbjörg Viðarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2009. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49262.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 26. febrúar). Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49262

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2009. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49262>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?
Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. Deleyska sjóbandalagið, sem stofnað hafði verið árið 478 fyrir okkar tímatal, varð að aþensku bandalagi og hin aðildarríkin greiddu skatt til Aþenu.

Stöðug útþensla Aþenu olli nokkrum titringi í öðrum borgríkjum, ekki síst í Spörtu, og afskipti Aþenu af málefnum Kórinþu og annarra borgríkja voru illa séð. Af þeim sökum lenti Aþenu og Spörtu saman, fyrst árin 460-446 og svo í Pelópsskagastríðinu árin 431-404 fyrir okkar tímatal. Aþena tapaði því stríði og varð aldrei stórveldi á ný. Snemma í stríðinu sátu Spartverjar um Aþenu og braust þá út skæð farsótt innan borgarinnar. Períkles var einn þeirra sem veiktist og lést.

Períkles hóf innreið sína í stjórnmál um 463 fyrir okkar tímatal þegar hann sótti til saka Kímon, sem var leiðtogi íhaldsmanna í aþenskum stjórnmálum. Lýðræðissinnum óx ásmegin þegar þeim tókst, undir stjórn Efíaltesar og Períklesar, að draga úr völdum öldungaráðsins á Aresarhæð. Árið 461 tókst lýðræðissinnum að fá Kímon dæmdan fyrir landráð, þar eð hann var of vinveittur Spörtu, og gerðan útlægan. Sama ár var Efíaltes ráðinn af dögum að undirlagi íhaldsmanna og var Períkles þá bæði óumdeildur leiðtogi lýðræðissinna og öflugasti stjórnmálamaðurinn í borginni.

Períkles kom áleiðis ýmsum breytingum sem léttu fátækum borgurum þátttöku í stjórnmálum og menningarlífi. En hann lét jafnframt endurskilgreina aþenskan borgararétt þannig að einungis þeir sem áttu aþenska foreldra í báðar ættir teldust aþenskir borgarar.

Undir stjórn Períklesar blómstraði menningin og listir í Aþenu. Á valdatíma hans var til dæmis hafist handa við byggingu Meyjarhofsins á Akrópólishæð og hann laðaði að sér listamenn og heimspekinga, meðal annars Feidías, sem falið var að skreyta Meyjarhofið, og heimspekinginn Anaxagóras, sem var einkavinur Períklesar. Períkles var glæsilegasti stjórnmálaleiðtogi gullaldartíma Aþenu en um leið má segja að hann sé nokkurs konar fulltrúi hrokafullrar stórveldisstefnu Aþenu, sem að endingu varð borginni að falli.

Mynd:

  • Wikipedia.org. Sótt 26.2.2009. Rómversk afsteypa af grískri marmarastyttu af Períklesi....