Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir í geimförum?

EDS

Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma.

Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í einu í framtíðinni. Áhöfn geimstöðvarinnar er sá fjöldi sem er í geimnum að staðaldri en á meðan á geimferðum stendur, til dæmis þegar skipt er um áhöfn í geimstöðinni, þá eru fleiri í geimnum í stuttan tíma.



Áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá apríl til október 2008, Greg Chamitoff, Sergei Volkov og Oleg Kononenko.

Í september árið 2008 hafa alls 485 manns frá 38 löndum farið út í geiminn frá upphafi geimferða samkvæmt lista Fédération Aéronautique Internationale (FAI). Samtals hafa þessir geimfarar dvalið í geimnum yfir 29.000 daga sem jafngildir tæplega 80 árum.

Það er mjög misjafnt hversu lengi geimfarar eru í geimnum. Fyrsta mannaða geimferðin, ferð sovéska farsins Vostok 1 umhverfis jörðu með geimfarann Yuri Gagarin innanborðs, tók ekki nema 1 klukkustund og 48 mínútur frá því að farinu var skotið á loft þar til það lenti aftur. Smám saman lengdist sá tími sem geimferðir tóku og má nefna að fyrsta mannaða tunglferðin stóð í rétt rúmlega 8 sólahringa.

Með tilkomu geimstöðva fóru geimfarar að dvelja í geimnum svo vikum og mánuðum skipti. Undanfarinn tæpan áratug hafa geimfarar dvalið í alþjóðlegu geimstöðinni. Fyrstu geimfararnir komu um borð í geimstöðina árið 2000 og voru það tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður sem dvöldu þar í 140 daga. Geimstöðin hefur verið mönnuð allar götur síðan og er dvöl hvers og eins yfirleitt 5-6 mánuðir.

Þegar þetta er skrifað, í september 2008, er sá sem dvalið hefur lengst í geimnum Rússi að nafni Sergei Krikalev. Alls hefur hann verið 803 daga, 9 klukkustundir og 39 mínútur í geimnum, í samtals 6 ferðum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um geimferðir, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Spyrjandi

Rakel Tara Þórarinsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvað búa margir í geimförum?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49328.

EDS. (2008, 30. september). Hvað búa margir í geimförum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49328

EDS. „Hvað búa margir í geimförum?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49328>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í geimförum?
Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma.

Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í einu í framtíðinni. Áhöfn geimstöðvarinnar er sá fjöldi sem er í geimnum að staðaldri en á meðan á geimferðum stendur, til dæmis þegar skipt er um áhöfn í geimstöðinni, þá eru fleiri í geimnum í stuttan tíma.



Áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá apríl til október 2008, Greg Chamitoff, Sergei Volkov og Oleg Kononenko.

Í september árið 2008 hafa alls 485 manns frá 38 löndum farið út í geiminn frá upphafi geimferða samkvæmt lista Fédération Aéronautique Internationale (FAI). Samtals hafa þessir geimfarar dvalið í geimnum yfir 29.000 daga sem jafngildir tæplega 80 árum.

Það er mjög misjafnt hversu lengi geimfarar eru í geimnum. Fyrsta mannaða geimferðin, ferð sovéska farsins Vostok 1 umhverfis jörðu með geimfarann Yuri Gagarin innanborðs, tók ekki nema 1 klukkustund og 48 mínútur frá því að farinu var skotið á loft þar til það lenti aftur. Smám saman lengdist sá tími sem geimferðir tóku og má nefna að fyrsta mannaða tunglferðin stóð í rétt rúmlega 8 sólahringa.

Með tilkomu geimstöðva fóru geimfarar að dvelja í geimnum svo vikum og mánuðum skipti. Undanfarinn tæpan áratug hafa geimfarar dvalið í alþjóðlegu geimstöðinni. Fyrstu geimfararnir komu um borð í geimstöðina árið 2000 og voru það tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður sem dvöldu þar í 140 daga. Geimstöðin hefur verið mönnuð allar götur síðan og er dvöl hvers og eins yfirleitt 5-6 mánuðir.

Þegar þetta er skrifað, í september 2008, er sá sem dvalið hefur lengst í geimnum Rússi að nafni Sergei Krikalev. Alls hefur hann verið 803 daga, 9 klukkustundir og 39 mínútur í geimnum, í samtals 6 ferðum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um geimferðir, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....