Sólin Sólin Rís 07:36 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:31 • Síðdegis: 21:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:17 • Síðdegis: 15:54 í Reykjavík

Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?

SHB

Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo.

Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þegar sólin stækkar gleypir hún reikistjörnur innra sólkerfisins, hugsanlega jörðina og Mars líka.

Eftir um milljarð ára í viðbót sem rauð risastjarna, fellur sólin skyndilega saman, þeytir burt ytri efnislögum sínum og myndar fallega hringþoku. Í miðju þokunnar situr eftir hvítur dvergur sem er kjarni hinnar útbrunnu sólar. Hvíti dvergurinn geislar hægt og rólega frá sér öllum varma á mörgum milljörðum ára og endar að lokum sem svartur dvergur.

Erfiðara er að segja til um hvert menn fara í kjölfar þessarar þróunar. Beri menn gæfu til þess að lifa af hér á jörðinni (þar sem reglan er almennt sú að dýrategundir deyja út að lokum) er vel hugsanlegt að afkomendur okkar hafi þá þegar komið sér vel fyrir annars staðar í Vetrarbrautinni. Aftur á móti verða það vitaskuld ekki menn, heldur einhver önnur tegund sem þróast hefur af okkur mönnunum. Við þurfum því ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað mannkynið lifir lengi eftir að sólin hefur breyst í hvítan dverg.

Til eru fjölmörg svör á Vísindavefnum um sólina, til dæmis:

Frekari fróðleik um sólina má finna á Stjörnufræðivefnum.

Annan fróðleik má svo einnig finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað munum við geta lifað lengi á jörðinni eftir að sólin breytist í hvítan dverg?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

3.10.2008

Spyrjandi

Guolin Fang, f. 1993
Karen Ósk Óskarsdóttir, f. 1993

Tilvísun

SHB. „Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?“ Vísindavefurinn, 3. október 2008. Sótt 1. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=49412.

SHB. (2008, 3. október). Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49412

SHB. „Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2008. Vefsíða. 1. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49412>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?
Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo.

Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þegar sólin stækkar gleypir hún reikistjörnur innra sólkerfisins, hugsanlega jörðina og Mars líka.

Eftir um milljarð ára í viðbót sem rauð risastjarna, fellur sólin skyndilega saman, þeytir burt ytri efnislögum sínum og myndar fallega hringþoku. Í miðju þokunnar situr eftir hvítur dvergur sem er kjarni hinnar útbrunnu sólar. Hvíti dvergurinn geislar hægt og rólega frá sér öllum varma á mörgum milljörðum ára og endar að lokum sem svartur dvergur.

Erfiðara er að segja til um hvert menn fara í kjölfar þessarar þróunar. Beri menn gæfu til þess að lifa af hér á jörðinni (þar sem reglan er almennt sú að dýrategundir deyja út að lokum) er vel hugsanlegt að afkomendur okkar hafi þá þegar komið sér vel fyrir annars staðar í Vetrarbrautinni. Aftur á móti verða það vitaskuld ekki menn, heldur einhver önnur tegund sem þróast hefur af okkur mönnunum. Við þurfum því ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvað mannkynið lifir lengi eftir að sólin hefur breyst í hvítan dverg.

Til eru fjölmörg svör á Vísindavefnum um sólina, til dæmis:

Frekari fróðleik um sólina má finna á Stjörnufræðivefnum.

Annan fróðleik má svo einnig finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað munum við geta lifað lengi á jörðinni eftir að sólin breytist í hvítan dverg?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....