Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?

Páll Gunnar Pálsson

Samkvæmt ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) þá innihalda 100 g af ýsu- eða þorskflökum um 18 g af prótínum og 82 g af vatni. Harðfiskur er þurrkaður fiskur þar sem búið er að fjarlægja megnið af vatninu úr flökunum. Með þurrkuninni hækkar hlutfallslegt gildi prótínanna eftir því sem vatnið minnkar. Þannig innihalda til dæmis 100 g af ýsuharðfiski um 76 g af prótínum og 18 g af vatni samkvæmt ÍSGEM.

Til þess að búa til 100 g af harðfiski þarf ríflega 400 g af ferskum flökum sem innihalda þá samtals um 76 g af prótínum. Miðað við það þarf einungis að borða um 100 g af harðfiski til að innbyrða svipað magn prótína og 400 g af ferskum flökum innihalda.

Ástæðan fyrir því að harðfiskur inniheldur meira prótín en ferskur fiskur er sú að með því að fjarlægja vatnið úr fiskinum eins og gert er við verkun harðfisks þá hækkar hlutfall annarra efna, sem aðallega eru prótín.

Mynd:

  • fiskurogkaffi.is. ©Kristín Edda Gylfadóttir. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 22.2.2024).

Höfundur

Páll Gunnar Pálsson

matvælafræðingur

Útgáfudagur

11.3.2024

Spyrjandi

Eyþór Ingi Einarsson

Tilvísun

Páll Gunnar Pálsson. „Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2024, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49903.

Páll Gunnar Pálsson. (2024, 11. mars). Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49903

Páll Gunnar Pálsson. „Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2024. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?
Samkvæmt ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) þá innihalda 100 g af ýsu- eða þorskflökum um 18 g af prótínum og 82 g af vatni. Harðfiskur er þurrkaður fiskur þar sem búið er að fjarlægja megnið af vatninu úr flökunum. Með þurrkuninni hækkar hlutfallslegt gildi prótínanna eftir því sem vatnið minnkar. Þannig innihalda til dæmis 100 g af ýsuharðfiski um 76 g af prótínum og 18 g af vatni samkvæmt ÍSGEM.

Til þess að búa til 100 g af harðfiski þarf ríflega 400 g af ferskum flökum sem innihalda þá samtals um 76 g af prótínum. Miðað við það þarf einungis að borða um 100 g af harðfiski til að innbyrða svipað magn prótína og 400 g af ferskum flökum innihalda.

Ástæðan fyrir því að harðfiskur inniheldur meira prótín en ferskur fiskur er sú að með því að fjarlægja vatnið úr fiskinum eins og gert er við verkun harðfisks þá hækkar hlutfall annarra efna, sem aðallega eru prótín.

Mynd:

  • fiskurogkaffi.is. ©Kristín Edda Gylfadóttir. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 22.2.2024).
...