Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar?

EDS

Til þess að reikna bæði flatarmál og rúmmál jarðar þarf að þekkja geisla r hennar (radíus), en geislinn er helmingur þvermálsins. Geisli jarðar við miðbaug er 6378 km. Jafnan fyrir flatarmál kúlu er fjórum sinnum p (pí) margfaldað með r í öðru veldi, en p er hér um bil 3,1416. Flatarmál jarðar er því:
4 x 3,1416 x 63782 = 511.190.000 km2

Jafna fyrir rúmmál kúlu er 4/3 margfaldað með p og r í þriðja veldi. Rúmmál jarðar er því:
4/3 x 3,1416 x (6378)3= 1.086.800.000.000 km3

Útreikningarnir hér á undan miðast við að jörðin sé nákvæmlega kúla en svo er ekki alveg í raun, heldur er þvermál milli heimskautanna rúmum 40 km minna en þvermálið milli andstæðra staða á miðbaug sem hér er nefnt (samanber til dæmis Almanak Háskólans). Þetta veldur hins vegar óverulegri skekkju í útreikningum hér þó að oft þurfi að taka tillit til þess í ýmsu öðru samhengi.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um jörðina, til dæmis:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.11.2008

Spyrjandi

Björn Áki Jósteinsson
Andri Viggósson

Tilvísun

EDS. „Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=50124.

EDS. (2008, 17. nóvember). Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50124

EDS. „Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50124>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar?
Til þess að reikna bæði flatarmál og rúmmál jarðar þarf að þekkja geisla r hennar (radíus), en geislinn er helmingur þvermálsins. Geisli jarðar við miðbaug er 6378 km. Jafnan fyrir flatarmál kúlu er fjórum sinnum p (pí) margfaldað með r í öðru veldi, en p er hér um bil 3,1416. Flatarmál jarðar er því:

4 x 3,1416 x 63782 = 511.190.000 km2

Jafna fyrir rúmmál kúlu er 4/3 margfaldað með p og r í þriðja veldi. Rúmmál jarðar er því:
4/3 x 3,1416 x (6378)3= 1.086.800.000.000 km3

Útreikningarnir hér á undan miðast við að jörðin sé nákvæmlega kúla en svo er ekki alveg í raun, heldur er þvermál milli heimskautanna rúmum 40 km minna en þvermálið milli andstæðra staða á miðbaug sem hér er nefnt (samanber til dæmis Almanak Háskólans). Þetta veldur hins vegar óverulegri skekkju í útreikningum hér þó að oft þurfi að taka tillit til þess í ýmsu öðru samhengi.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um jörðina, til dæmis:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....