Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?

JGÞ

Stjörnuþoka er annað orð yfir vetrarbraut (e. galaxy) og hugtakið vísar til þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa loftegunda. Stjörnuþokurnar eru gífurlega stórar. Í einni stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 milljarðar stjarna, stundum miklu fleiri. En í einum milljarði eru þúsund milljónir!

Í dag telja menn að í alheiminum séu um 100-400 milljarðar vetrarbrauta sem er í raun sama tala og fjöldi stjarna í hverri vetrarbraut.


Stjörnuþokan NGC 300.

Við bestu aðstæður er hægt að greina um 6000 stjörnur með berum augum frá jörðinni á allri himinhvelfingunni. Helmingur hvelfingarinnar er hins vegar fyrir neðan sjóndeildarhring hverju sinni og þess vegna er bara hægt að sjá um 3000 stjörnur með berum augum án þess að fara í langt ferðalag.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.2.2009

Spyrjandi

Pétur Gunnarsson, f. 1998

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51427.

JGÞ. (2009, 5. febrúar). Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51427

JGÞ. „Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51427>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?
Stjörnuþoka er annað orð yfir vetrarbraut (e. galaxy) og hugtakið vísar til þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa loftegunda. Stjörnuþokurnar eru gífurlega stórar. Í einni stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 milljarðar stjarna, stundum miklu fleiri. En í einum milljarði eru þúsund milljónir!

Í dag telja menn að í alheiminum séu um 100-400 milljarðar vetrarbrauta sem er í raun sama tala og fjöldi stjarna í hverri vetrarbraut.


Stjörnuþokan NGC 300.

Við bestu aðstæður er hægt að greina um 6000 stjörnur með berum augum frá jörðinni á allri himinhvelfingunni. Helmingur hvelfingarinnar er hins vegar fyrir neðan sjóndeildarhring hverju sinni og þess vegna er bara hægt að sjá um 3000 stjörnur með berum augum án þess að fara í langt ferðalag.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd: