Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?

Kári Helgason

Norðurljósin eru síbreytileg, alveg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar ræður því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Frá sólinni streyma hlaðnar agnir sem komast inn í lofthjúpinn við norður- og suðurpól jarðar. Þessar agnir víxlverka við agnir í lofthjúpnum sem valda norðurljósum (og suðurljósum). Um þetta er fjallað í svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?


Styrkur norðurljósanna sveiflast óreglubundið dag frá degi en líka er um að ræða sveiflur sem ná yfir nokkur ár. Fjöldi sólbletta (sem meðal annars valda norðurljósum) á yfirborði sólar fylgir 11 ára sveiflu. Þegar margir sólblettir eru á yfirborði sólar er norðurljósakraginn stór og öfugt. Árið 2001 var sólblettahámark sem lýsti reglulega upp himininn norðarlega og sunnarlega. Lágmark var kringum 2006 og má búast við næsta hámarki kringum 2012. Við erum því nær því að vera stödd á skeiði lágmarksvirkni nú um stundir en hámarksvirkni og skýrir það hversu lítið sést af norðurljósum.

Þrátt fyrir þessa sólblettasveiflu er alls ekki útilokað að sjá norðurljós hvenær sem er. Virkni sólarinnar er mjög óútreiknanleg. Ýmis fyrirbæri, svo sem sólgos og kórónuskvettur, geta orsakað tignarleg norðurljós. Til að hjálpa norðurljósaunnendum býður vefsíðan www.spaceweather.com (og eflaust fleiri) upp á viðvörunarþjónustuna: "Fáðu sms kvöldið sem búast má við norðurljósum".

Þrátt fyrir að norðurljósin séu í lágmarki um þessar mundir, má samt búast við glæsilegri sýningu öðru hverju. Með hverjum deginum sem líður, siglum við nær nýju skeiði sólvirkni sem nær hámarki kringum 2012.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um norður- og suðurljós, til dæmis:

Mynd:


Þetta svar er aðeins stytt útgáfa af pistli á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Kári Helgason

doktor í stjarneðlisfræði

Útgáfudagur

24.2.2009

Spyrjandi

Bjarki Gannt

Tilvísun

Kári Helgason. „Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2009. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51526.

Kári Helgason. (2009, 24. febrúar). Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51526

Kári Helgason. „Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2009. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51526>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?
Norðurljósin eru síbreytileg, alveg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar ræður því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Frá sólinni streyma hlaðnar agnir sem komast inn í lofthjúpinn við norður- og suðurpól jarðar. Þessar agnir víxlverka við agnir í lofthjúpnum sem valda norðurljósum (og suðurljósum). Um þetta er fjallað í svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?


Styrkur norðurljósanna sveiflast óreglubundið dag frá degi en líka er um að ræða sveiflur sem ná yfir nokkur ár. Fjöldi sólbletta (sem meðal annars valda norðurljósum) á yfirborði sólar fylgir 11 ára sveiflu. Þegar margir sólblettir eru á yfirborði sólar er norðurljósakraginn stór og öfugt. Árið 2001 var sólblettahámark sem lýsti reglulega upp himininn norðarlega og sunnarlega. Lágmark var kringum 2006 og má búast við næsta hámarki kringum 2012. Við erum því nær því að vera stödd á skeiði lágmarksvirkni nú um stundir en hámarksvirkni og skýrir það hversu lítið sést af norðurljósum.

Þrátt fyrir þessa sólblettasveiflu er alls ekki útilokað að sjá norðurljós hvenær sem er. Virkni sólarinnar er mjög óútreiknanleg. Ýmis fyrirbæri, svo sem sólgos og kórónuskvettur, geta orsakað tignarleg norðurljós. Til að hjálpa norðurljósaunnendum býður vefsíðan www.spaceweather.com (og eflaust fleiri) upp á viðvörunarþjónustuna: "Fáðu sms kvöldið sem búast má við norðurljósum".

Þrátt fyrir að norðurljósin séu í lágmarki um þessar mundir, má samt búast við glæsilegri sýningu öðru hverju. Með hverjum deginum sem líður, siglum við nær nýju skeiði sólvirkni sem nær hámarki kringum 2012.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um norður- og suðurljós, til dæmis:

Mynd:


Þetta svar er aðeins stytt útgáfa af pistli á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi....