Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Hvað éta úlfar?

Jón Már Halldórsson

Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki vandfýsnir. Upptalning á úlfabráð yrði því æði löng. Í stað hennar ætlar höfundar að fjalla lítillega um nokkrar rannsóknir á fæðuvistfræði úlfa.

Smáir stofnar úlfa lifa á Ítalíu og ítalskir vísindamenn hafa rannsakað þá rækilega. Rannsókn sem gerð var árið 2003 á þremur svæðum á Ítalíu sýndi að úlfar veiddu aðallega stóru grasbítana sem eru algengastir á þessum svæðum. Í Susa-dalnum (ít. Val di Susa) sem er vestast á norðanverði Ítalíu, er rauðhjörtur (Cervus elephus) og rádýr (Capreolus capreolus) langalgengasta bráðin, eða um 80% af heildarfæðu úlfanna á svæðinu. Ennfremur veiða þeir eitthvað af búfénaði, enda er búsvæði úlfanna umlukið landbúnaðarhéruðum.


Úlfar að veiða elg.

Þéttleiki villisvína (Sus scrofa) er um 1 dýr á hverja 100 hektara í Susa-dalnum en í Pratomagno á Mið-Ítalíu er þéttleikinn hins vegar 5,1 dýr á hverja 100 hektara og þar er villisvínið aðalfæða úlfanna. Næst koma rádýr en þéttleiki þeirra í Pratomagno er geysilega mikill, eða 22,5 dýr á hverja 100 hektara. Úlfarnir á Pratomagno-svæðinu gæða sér lítið á búfénaði enda er lítið um hann í nágrenni við svæðið.

Í Cecina-dalnum í Appennínafjöllum er óvenju mikill þéttleiki villisvína, rádýra og múfflon-sauðfjár. Þar eru rádýr helsta bráð úlfanna eða rúmlega 80% af heildarbráðinni yfir sumartímann. Úlfarnir veiða einnig múfflon-sauðfé og villisvín.

Í Bialowitza-skóginum í Suður-Póllandi hafa rannsóknir sýnt að fæðuvalið fer mjög eftir stærð hópsins. Hópar sem telja um 4,4 úlfa að meðaltali veiða minni bráðir, eins og bjór, ungviði dádýra og villisvína en hjá stærri hópum eru rauðhirtir algengasta bráðin. Rannsóknir í fyrrum Sovétríkjunum sýna að elgir og rauðhirtir eru að jafnaði algengasta bráðin. Þar er meðalhópastærð úlfanna að jafnaði meiri en í Bialowitz-skóginum.

Á svæðum þar sem hreindýrarækt er stunduð, svo sem á svæðum Sama í Finnlandi og Vestur-Rússlandi, eru hreindýr stór huti bráðar úlfa. Í Chukotka-héraði í norðausturhluta Síberíu er vetrarfæða úlfa villt hreindýr og elgir en á sumrin snúa þeir sér að hálfvilltum hreindýrum hirðingjanna og éta einnig minni bráð af ýmsu tagi.

Í Vesturheimi lifa úlfar í Kanada og Bandaríkjum. Ítarlegar rannsóknir hafa farið fram á fæðuvali úlfa af deilitegundinni Canis lupus occidentalis en hún lifir í vesturhluta Kanada og Alaska. Syðst í Kanada veiða úlfarnir óvenju stóra bráð, enda er deilitegundin sú stærsta í Norður-Ameríku. Skógarvísundar, elgir, hreindýr og hirtir koma allir fyrir á matseðli úlfanna. Einstaklingar þessarar deilitegundar voru fluttir í Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. Þar veiða úlfarnir sléttuvísunda sem er stærsta nautgripategund Norður-Ameríku.

Nú á dögum lifa úlfar aðallega á svæðum þar sem miklar sveiflur eru í umhverfinu, ekki aðeins í veðurfari heldur einnig framboði á veiðidýrum. Á Ellesmere eyju, sem tilheyrir Kanada, eru snjóhérar stór hluti af fæðu úlfa á sumrin en á veturna veiða þeir hlutfallslega meira af hreindýrum og sauðnautum. Slíkar breytingar á bráð eru algengari hjá úlfum á norðurhjaranum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Boitani, L. og Mech L. Wolves Behavior, Ecology and Conservation. Chicago University Press; 2. útg. 2003.
  • Capitani. C. o.fl. A comparative analysis of wolf (Canis lupus) diet in three different Italian ecosystems. cite>Mammalian Biology, 2004. Volume 69, issue 1.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.3.2009

Spyrjandi

Óli Jón Kristinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta úlfar?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2009. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=51899.

Jón Már Halldórsson. (2009, 20. mars). Hvað éta úlfar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51899

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta úlfar?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2009. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51899>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta úlfar?
Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki vandfýsnir. Upptalning á úlfabráð yrði því æði löng. Í stað hennar ætlar höfundar að fjalla lítillega um nokkrar rannsóknir á fæðuvistfræði úlfa.

Smáir stofnar úlfa lifa á Ítalíu og ítalskir vísindamenn hafa rannsakað þá rækilega. Rannsókn sem gerð var árið 2003 á þremur svæðum á Ítalíu sýndi að úlfar veiddu aðallega stóru grasbítana sem eru algengastir á þessum svæðum. Í Susa-dalnum (ít. Val di Susa) sem er vestast á norðanverði Ítalíu, er rauðhjörtur (Cervus elephus) og rádýr (Capreolus capreolus) langalgengasta bráðin, eða um 80% af heildarfæðu úlfanna á svæðinu. Ennfremur veiða þeir eitthvað af búfénaði, enda er búsvæði úlfanna umlukið landbúnaðarhéruðum.


Úlfar að veiða elg.

Þéttleiki villisvína (Sus scrofa) er um 1 dýr á hverja 100 hektara í Susa-dalnum en í Pratomagno á Mið-Ítalíu er þéttleikinn hins vegar 5,1 dýr á hverja 100 hektara og þar er villisvínið aðalfæða úlfanna. Næst koma rádýr en þéttleiki þeirra í Pratomagno er geysilega mikill, eða 22,5 dýr á hverja 100 hektara. Úlfarnir á Pratomagno-svæðinu gæða sér lítið á búfénaði enda er lítið um hann í nágrenni við svæðið.

Í Cecina-dalnum í Appennínafjöllum er óvenju mikill þéttleiki villisvína, rádýra og múfflon-sauðfjár. Þar eru rádýr helsta bráð úlfanna eða rúmlega 80% af heildarbráðinni yfir sumartímann. Úlfarnir veiða einnig múfflon-sauðfé og villisvín.

Í Bialowitza-skóginum í Suður-Póllandi hafa rannsóknir sýnt að fæðuvalið fer mjög eftir stærð hópsins. Hópar sem telja um 4,4 úlfa að meðaltali veiða minni bráðir, eins og bjór, ungviði dádýra og villisvína en hjá stærri hópum eru rauðhirtir algengasta bráðin. Rannsóknir í fyrrum Sovétríkjunum sýna að elgir og rauðhirtir eru að jafnaði algengasta bráðin. Þar er meðalhópastærð úlfanna að jafnaði meiri en í Bialowitz-skóginum.

Á svæðum þar sem hreindýrarækt er stunduð, svo sem á svæðum Sama í Finnlandi og Vestur-Rússlandi, eru hreindýr stór huti bráðar úlfa. Í Chukotka-héraði í norðausturhluta Síberíu er vetrarfæða úlfa villt hreindýr og elgir en á sumrin snúa þeir sér að hálfvilltum hreindýrum hirðingjanna og éta einnig minni bráð af ýmsu tagi.

Í Vesturheimi lifa úlfar í Kanada og Bandaríkjum. Ítarlegar rannsóknir hafa farið fram á fæðuvali úlfa af deilitegundinni Canis lupus occidentalis en hún lifir í vesturhluta Kanada og Alaska. Syðst í Kanada veiða úlfarnir óvenju stóra bráð, enda er deilitegundin sú stærsta í Norður-Ameríku. Skógarvísundar, elgir, hreindýr og hirtir koma allir fyrir á matseðli úlfanna. Einstaklingar þessarar deilitegundar voru fluttir í Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. Þar veiða úlfarnir sléttuvísunda sem er stærsta nautgripategund Norður-Ameríku.

Nú á dögum lifa úlfar aðallega á svæðum þar sem miklar sveiflur eru í umhverfinu, ekki aðeins í veðurfari heldur einnig framboði á veiðidýrum. Á Ellesmere eyju, sem tilheyrir Kanada, eru snjóhérar stór hluti af fæðu úlfa á sumrin en á veturna veiða þeir hlutfallslega meira af hreindýrum og sauðnautum. Slíkar breytingar á bráð eru algengari hjá úlfum á norðurhjaranum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Boitani, L. og Mech L. Wolves Behavior, Ecology and Conservation. Chicago University Press; 2. útg. 2003.
  • Capitani. C. o.fl. A comparative analysis of wolf (Canis lupus) diet in three different Italian ecosystems. cite>Mammalian Biology, 2004. Volume 69, issue 1.

Mynd: