Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig haga breimandi læður sér?

Jón Már Halldórsson

Læður verða breima oft á ári ef þær æxlast ekki og nefnist slíkt polyestrous á máli líffræðinnar. Að meðaltali eru læður breima í fjóra til sjö daga í einu, sjaldnast lengur. Á þessu tímabili laðast fressar mjög að læðunni, enda gefur hún frá sér lykt sem þeir laðast að. Ef mikið er um ketti getur jafnvel farið svo að nánast óvært verður við heimili læðunnar vegna slagsmála og óhugnanlegra hljóða sem fressarnir gefa frá sér.

Á læðunni verða ýmsar atferlisbreytingar þegar hún er breima. Fyrstu merkin eru þau að hún verður mun kelnari, nuddar sér upp að eiganda sínum og finnst gott að láta klappa sér. Önnur merki sem koma fram eru meðal annars þau að hún setur sig í mökunarstellingu, með afturlappirnar sperrtar upp, framhlutann lútandi og rófuna til hliðar. Slík stelling nefnist í dýrafræðinni lordosis. Oft eiga læður það til að nudda afturhlutanum við húsgögn, aðra ketti eða jafnvel heimilisfólkið.

Meðan læðan er breima, sleikir hún stundum á sér kynfærin. Ef læðan sleikir ítrekað á sér kynfærin en sýnir engin önnur merki um að vera breima gæti verið mögulegt að eitthvað angri hana í þvag- eða kynfærum svo sem sýkingar. Ef það er raunin þarf að fara með hana til dýralæknis.

Breimandi læður geta mjálma ótt og títt.

Breimandi læða getur mjálmað ótt og títt þangað til hún hefur æxlast. Oft veltir hún sér einnig og biðlar til eigenda síns að hleypa sér út ef um innikött er að ræða.

Breimandi læða úðar ýmsa fleti svo sem borðfætur og dyrakarma með efni sem kemur úr kirtlum við endaþarmsopið. Þetta er gert til að laða fressa að henni og gefur þeim merki um líkamlegt ástand hennar.

Ef læðan æxlast ekki þá verður hún breima á tveggja til þriggja mánaða fresti, þangað til hún hittir fress eða verður tekin úr sambandi.

Þess má geta að meðgöngutími katta er um 63-65 dagar og er meðalgotstærðin þrír til fimm kettlingar. Oftast er fyrsta got læðu með færri kettlingum en síðari gotin. Læður verða kynþroska á bilinu fimm til tíu mánaða en fressar við fimm til sjö mánaðar aldur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.4.2009

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Sigríður Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig haga breimandi læður sér?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2009, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51901.

Jón Már Halldórsson. (2009, 7. apríl). Hvernig haga breimandi læður sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51901

Jón Már Halldórsson. „Hvernig haga breimandi læður sér?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2009. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51901>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig haga breimandi læður sér?
Læður verða breima oft á ári ef þær æxlast ekki og nefnist slíkt polyestrous á máli líffræðinnar. Að meðaltali eru læður breima í fjóra til sjö daga í einu, sjaldnast lengur. Á þessu tímabili laðast fressar mjög að læðunni, enda gefur hún frá sér lykt sem þeir laðast að. Ef mikið er um ketti getur jafnvel farið svo að nánast óvært verður við heimili læðunnar vegna slagsmála og óhugnanlegra hljóða sem fressarnir gefa frá sér.

Á læðunni verða ýmsar atferlisbreytingar þegar hún er breima. Fyrstu merkin eru þau að hún verður mun kelnari, nuddar sér upp að eiganda sínum og finnst gott að láta klappa sér. Önnur merki sem koma fram eru meðal annars þau að hún setur sig í mökunarstellingu, með afturlappirnar sperrtar upp, framhlutann lútandi og rófuna til hliðar. Slík stelling nefnist í dýrafræðinni lordosis. Oft eiga læður það til að nudda afturhlutanum við húsgögn, aðra ketti eða jafnvel heimilisfólkið.

Meðan læðan er breima, sleikir hún stundum á sér kynfærin. Ef læðan sleikir ítrekað á sér kynfærin en sýnir engin önnur merki um að vera breima gæti verið mögulegt að eitthvað angri hana í þvag- eða kynfærum svo sem sýkingar. Ef það er raunin þarf að fara með hana til dýralæknis.

Breimandi læður geta mjálma ótt og títt.

Breimandi læða getur mjálmað ótt og títt þangað til hún hefur æxlast. Oft veltir hún sér einnig og biðlar til eigenda síns að hleypa sér út ef um innikött er að ræða.

Breimandi læða úðar ýmsa fleti svo sem borðfætur og dyrakarma með efni sem kemur úr kirtlum við endaþarmsopið. Þetta er gert til að laða fressa að henni og gefur þeim merki um líkamlegt ástand hennar.

Ef læðan æxlast ekki þá verður hún breima á tveggja til þriggja mánaða fresti, þangað til hún hittir fress eða verður tekin úr sambandi.

Þess má geta að meðgöngutími katta er um 63-65 dagar og er meðalgotstærðin þrír til fimm kettlingar. Oftast er fyrsta got læðu með færri kettlingum en síðari gotin. Læður verða kynþroska á bilinu fimm til tíu mánaða en fressar við fimm til sjö mánaðar aldur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...