Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?

Jón Már Halldórsson

Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum.

Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið gerðar á uppbyggingu kjálkavöðva hafa sýnt að mýósín-vöðvaþræðir í kjálkavöðvum manna eru mun smærri og veikbyggðari en hjá öðrum prímötum. Svonefndir makakíapar (Macaca spp.) sem eru kunnir fyrir óvenju mikinn bitstyrk eru til að mynda með átta sinnum öflugari mýósín-vöðvaþræði en menn. Að öllum líkindum gildir það sama um þverrákótta vöðva apa, til dæmis hjá simpönsum.

Eitt ber hins vegar að hafa í huga þegar borinn er saman togkraftur simpansa og manna, en það er sú staðreynd að simpansar ganga ekki uppréttir heldur nota þeir handleggina í miklum mæli til að knýja sig áfram. Handleggvöðvar apa eru þess vegna í stöðugri þjálfun, ólíkt handleggsvöðum manna. Auk þess eyða þeir drjúgum tíma í trjám og mikinn styrk þarf til að ferðast þar um. Hér er um milljóna ára aðlögun þessarar tegundar að ræða sem hefur með náttúrulegu vali skilað einstaklingum með feiknarlegt afl í vöðvum ofan þindar og handleggja.


Simpansar hafa sex sinnum meiri togstyrk en menn.

Höfundur þessa svars hefur engar rannsóknir séð þar sem borinn er saman vöðvastyrkur á fótleggjum manna og simpansa eða annarra apa en sennilega hallar ekki á okkur mennina í þeim efnum.

Þróunarfræðingurinn Alan Walker hefur sett fram athyglisverðar kenningar um muninn á vöðvastyrk manna og apa. Þær byggja á því að í milljón ára þróunarsögu mannsins hafi þeir tapað vöðvastyrk sínum en fengið í staðinn aukna stjórn á vöðvum. Hæfileiki mannana til að stýra vöðvunum gerir okkur kleift að framkvæma ýmsar nákvæmar hreyfingar sem apar ráða ekki við. Við getum til dæmis þrætt tvinna í nálarauga sem aðrir prímatar ráða nær örugglega ekki við.

Kenning Walkers byggist á rannsóknum prímatafræðingsins Ann MacLarnon. Rannóknir hennar hafa til að mynda sýnt að hlutfall svokallaðra grárra svæða í mænu er minna hjá öpum, miðað við líkamsþyngd, en hjá manninum. Þessi gráu svæði tengjast vöðvaþráðum og stjórna hreyfingum vöðva. Fleiri grá svæði í mænu okkar mannanna þýðir fleiri taugaboli og þar af leiðandi meiri stjórn á vöðvum. Hver taug virkjar allt frá fáeinum þráðum upp í 2.000 þræði, það fer eftir hvaða vöðva er um að ræða. Menn ráða þess vegna við meiri hraða í vöðvum og ættu að geta spjarað sig vel í hnefaleikum gegn simpansa eða górillum sem eru afar svifaseinar.

Það hefur verið reiknað út að 16% af heildarlíkamsþyngd simpansa séu bundin við handleggi en 24% við fótleggi. Sambærileg dreifing hjá mönnum er 9% i handleggjum og 38% í fótleggjum.
Beinagrind af simpansa

Simpansar eru með mun sterkbyggðari bein en núlifandi menn en sterk bein eru forsenda kröftugra vöðva. Steingervingafræðingar hafa einnig tekið eftir því að útdauðar tegundir manna eins og Australopithecus og Homo habilis höfðu mun þykkari og sterkari bein en Homo sapiens sapiens. Lærleggur þessara útdauðu tegunda var svipaður að þykkt og hjá simpönsum. Þegar leið á þróunarsögu manna fara beinin greinilega að þynnast. Sú þróun hófst að einhverjum hluta snemma á skeiði upprétta mannsins (Homo erectus), fyrir um 1,6 milljón árum. Breytinguna má sennilega rekja til breytts mataræðis og til annarrar líkamsbeitingar, þegar við tókum að ferðast um á tveimur jafnfljótum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ruff, Christopher B. 1987. Structural allometry of the femur and tibia in Hominoidea and Macaca. Folia Primatologia 48:9–49.
  • Ruff, Christopher B., Henry McHenry, og Francis Thackeray. 1999. Cross-sectional morphology of the SK82 and 97 proximal femora. American Journal of Physical Anthropology 109:509–521.
  • Walker, A. 2009. The Strength of Great Apes and the Speed of Humans. Current Anthropology 50:2.
  • Zihlman, Adrienne. 1992. Locomotion as a life history character: the contribution of anatomy. Journal of Human Evolution 22:315–325.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar sem eru mikið minni en menn og með minni vöðvamassa, svona mikið sterkari en menn?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.3.2010

Spyrjandi

Rökkvi Vésteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2010. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52346.

Jón Már Halldórsson. (2010, 9. mars). Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52346

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2010. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52346>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?
Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum.

Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið gerðar á uppbyggingu kjálkavöðva hafa sýnt að mýósín-vöðvaþræðir í kjálkavöðvum manna eru mun smærri og veikbyggðari en hjá öðrum prímötum. Svonefndir makakíapar (Macaca spp.) sem eru kunnir fyrir óvenju mikinn bitstyrk eru til að mynda með átta sinnum öflugari mýósín-vöðvaþræði en menn. Að öllum líkindum gildir það sama um þverrákótta vöðva apa, til dæmis hjá simpönsum.

Eitt ber hins vegar að hafa í huga þegar borinn er saman togkraftur simpansa og manna, en það er sú staðreynd að simpansar ganga ekki uppréttir heldur nota þeir handleggina í miklum mæli til að knýja sig áfram. Handleggvöðvar apa eru þess vegna í stöðugri þjálfun, ólíkt handleggsvöðum manna. Auk þess eyða þeir drjúgum tíma í trjám og mikinn styrk þarf til að ferðast þar um. Hér er um milljóna ára aðlögun þessarar tegundar að ræða sem hefur með náttúrulegu vali skilað einstaklingum með feiknarlegt afl í vöðvum ofan þindar og handleggja.


Simpansar hafa sex sinnum meiri togstyrk en menn.

Höfundur þessa svars hefur engar rannsóknir séð þar sem borinn er saman vöðvastyrkur á fótleggjum manna og simpansa eða annarra apa en sennilega hallar ekki á okkur mennina í þeim efnum.

Þróunarfræðingurinn Alan Walker hefur sett fram athyglisverðar kenningar um muninn á vöðvastyrk manna og apa. Þær byggja á því að í milljón ára þróunarsögu mannsins hafi þeir tapað vöðvastyrk sínum en fengið í staðinn aukna stjórn á vöðvum. Hæfileiki mannana til að stýra vöðvunum gerir okkur kleift að framkvæma ýmsar nákvæmar hreyfingar sem apar ráða ekki við. Við getum til dæmis þrætt tvinna í nálarauga sem aðrir prímatar ráða nær örugglega ekki við.

Kenning Walkers byggist á rannsóknum prímatafræðingsins Ann MacLarnon. Rannóknir hennar hafa til að mynda sýnt að hlutfall svokallaðra grárra svæða í mænu er minna hjá öpum, miðað við líkamsþyngd, en hjá manninum. Þessi gráu svæði tengjast vöðvaþráðum og stjórna hreyfingum vöðva. Fleiri grá svæði í mænu okkar mannanna þýðir fleiri taugaboli og þar af leiðandi meiri stjórn á vöðvum. Hver taug virkjar allt frá fáeinum þráðum upp í 2.000 þræði, það fer eftir hvaða vöðva er um að ræða. Menn ráða þess vegna við meiri hraða í vöðvum og ættu að geta spjarað sig vel í hnefaleikum gegn simpansa eða górillum sem eru afar svifaseinar.

Það hefur verið reiknað út að 16% af heildarlíkamsþyngd simpansa séu bundin við handleggi en 24% við fótleggi. Sambærileg dreifing hjá mönnum er 9% i handleggjum og 38% í fótleggjum.
Beinagrind af simpansa

Simpansar eru með mun sterkbyggðari bein en núlifandi menn en sterk bein eru forsenda kröftugra vöðva. Steingervingafræðingar hafa einnig tekið eftir því að útdauðar tegundir manna eins og Australopithecus og Homo habilis höfðu mun þykkari og sterkari bein en Homo sapiens sapiens. Lærleggur þessara útdauðu tegunda var svipaður að þykkt og hjá simpönsum. Þegar leið á þróunarsögu manna fara beinin greinilega að þynnast. Sú þróun hófst að einhverjum hluta snemma á skeiði upprétta mannsins (Homo erectus), fyrir um 1,6 milljón árum. Breytinguna má sennilega rekja til breytts mataræðis og til annarrar líkamsbeitingar, þegar við tókum að ferðast um á tveimur jafnfljótum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ruff, Christopher B. 1987. Structural allometry of the femur and tibia in Hominoidea and Macaca. Folia Primatologia 48:9–49.
  • Ruff, Christopher B., Henry McHenry, og Francis Thackeray. 1999. Cross-sectional morphology of the SK82 and 97 proximal femora. American Journal of Physical Anthropology 109:509–521.
  • Walker, A. 2009. The Strength of Great Apes and the Speed of Humans. Current Anthropology 50:2.
  • Zihlman, Adrienne. 1992. Locomotion as a life history character: the contribution of anatomy. Journal of Human Evolution 22:315–325.

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar sem eru mikið minni en menn og með minni vöðvamassa, svona mikið sterkari en menn?
...