Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt að ef maður klippir hárið þá vex það hraðar og ef svo er, af hverju gerist það þá?

EDS

Sú saga er lífseig að hár vaxi hraðar ef það er klippt. Staðreyndin er hins vegar sú að það breytir engu hversu oft og mikið hárið er klippt eða rakað, það vex ekkert hraðar en náttúran og genin ætla því.

Fjallað er um hárvöxt í svari við spurningunni: Af hverju vex hárið? Þar segir meðal annars:

Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Að meðaltali vex hárið á höfði okkar 0,44 millimetra á dag, eða rúmlega 13 mm á mánuði. Vaxtarhraðinn getur þó verið breytilegur milli einstaklinga.

Hægt er að snyrta hár og skegg með rakvél en það vex ekki hraðar fyrir vikið.

Klipping getur látið hárið líta betur út og gert það líflegra sem aftur kann að hafa þau áhrif að fólki finnist hárvöxturinn hraðari fyrst á eftir. Það er líka eðlilegt að fólki finnist hárið vaxa hraðar eftir rakstur, það sést hlutfallslega miklu meiri munur á vextinum á ákveðnum tíma ef hárið er mjög stutt.

Klipping eða rakstur hefur hins vegar engin áhrif á vaxtarhraða hársins. Hárið er dautt og rótin þar sem nýjar frumur myndast þannig að hárið vex, veit ekkert af því þó klippt sé af hinum enda hársins. Nýjar frumur halda bara áfram að myndast á sama hraða og áður þar til ákveðinni lengd er náð og hárið hættir að vaxa.

Að lokum má geta þess að við gerð þessa svars fundust engar upplýsingar um það að vaxtarhraði hárs aukist við það að vera í vatni.

Heimild og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er það satt, að ef að maður rakar líkamshár eða hárið á hausnum, að það vaxi hraðar eftir á?
  • Vex hárið hraðar þegar það er nýklippt, en þegar ekki er búið að klippa það í lengri tíma?
  • Vex hár hraðar í vatni?

Höfundur

Útgáfudagur

12.5.2009

Spyrjandi

Snædís Inga Rúnarsdóttir, Nína Kristín Ármannsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Bríet Davíðsdóttir, Gunnar Páll Baldvinsson, Logi Hreinsson, Magnús Axelsson

Tilvísun

EDS. „Er rétt að ef maður klippir hárið þá vex það hraðar og ef svo er, af hverju gerist það þá?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2009, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52583.

EDS. (2009, 12. maí). Er rétt að ef maður klippir hárið þá vex það hraðar og ef svo er, af hverju gerist það þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52583

EDS. „Er rétt að ef maður klippir hárið þá vex það hraðar og ef svo er, af hverju gerist það þá?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2009. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52583>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt að ef maður klippir hárið þá vex það hraðar og ef svo er, af hverju gerist það þá?
Sú saga er lífseig að hár vaxi hraðar ef það er klippt. Staðreyndin er hins vegar sú að það breytir engu hversu oft og mikið hárið er klippt eða rakað, það vex ekkert hraðar en náttúran og genin ætla því.

Fjallað er um hárvöxt í svari við spurningunni: Af hverju vex hárið? Þar segir meðal annars:

Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Að meðaltali vex hárið á höfði okkar 0,44 millimetra á dag, eða rúmlega 13 mm á mánuði. Vaxtarhraðinn getur þó verið breytilegur milli einstaklinga.

Hægt er að snyrta hár og skegg með rakvél en það vex ekki hraðar fyrir vikið.

Klipping getur látið hárið líta betur út og gert það líflegra sem aftur kann að hafa þau áhrif að fólki finnist hárvöxturinn hraðari fyrst á eftir. Það er líka eðlilegt að fólki finnist hárið vaxa hraðar eftir rakstur, það sést hlutfallslega miklu meiri munur á vextinum á ákveðnum tíma ef hárið er mjög stutt.

Klipping eða rakstur hefur hins vegar engin áhrif á vaxtarhraða hársins. Hárið er dautt og rótin þar sem nýjar frumur myndast þannig að hárið vex, veit ekkert af því þó klippt sé af hinum enda hársins. Nýjar frumur halda bara áfram að myndast á sama hraða og áður þar til ákveðinni lengd er náð og hárið hættir að vaxa.

Að lokum má geta þess að við gerð þessa svars fundust engar upplýsingar um það að vaxtarhraði hárs aukist við það að vera í vatni.

Heimild og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er það satt, að ef að maður rakar líkamshár eða hárið á hausnum, að það vaxi hraðar eftir á?
  • Vex hárið hraðar þegar það er nýklippt, en þegar ekki er búið að klippa það í lengri tíma?
  • Vex hár hraðar í vatni?
...