Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex. Efnið sem hárið er úr nefnist keratín. Ysta lag húðarinnar, hornhúðin, er einnig úr keratíni og yfirborð þess er, líkt og hárið, úr dauðum, hyrndum keratínfrumum.

- Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvers vegna grána mannshár? eftir Bergþór Björnsson
- Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því? eftir Friðþjóf Má Sigurðsson
- CCMR - Ask A Scientist!
- Wikipedia.com - Natalie Portman. Sótt 18.3.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.