Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?

Gunnar Þór Magnússon

Því miður er ekki hægt að sanna að jörðin sé kúlulaga, flöt, kleinuhringslaga eða að hún hafi nokkuð form yfir höfuð. Réttara sagt væri kannski hægt að sanna að jörðin sé annað hvort slétt eða kúlulaga í einhverju formlegu kerfi, en sú sönnun myndi ekki hafa neitt með raunveruleikann að gera. Ástæðan fyrir að það er ekki hægt að sanna kúlulögun jarðarinnar vísindalega er að vísindamenn sanna aldrei neitt. Þeir smíða tilgátur og kenningar til að útskýra fyrirbæri í náttúrunni og þeir prófa tilgátunar sínar með tilraunum. Það er aðeins hægt að hrekja, prófa eða endurbæta vísindalega tilgátu, en ekki sanna hana.Sennilega rækjumst við á einhver vandamál ef að jörðin væri flöt.

Sem dæmi er ágætt að skoða hugmyndir okkar um þyngdaraflið. Í upphafi var eina vísindalega kenningin um þyngdaraflið sú að hlutir detta til jarðar. Smátt og smátt var þessi kenning endurbætt með tilraunum; Galileó uppgötvaði að misþungir hlutir falla jafn hratt til jarðar í tómarúmi, Newton gat sér til að sami kraftur og lætur hluti detta til jarðar væri á bakvið hreyfingu plánetanna og stjarnanna, og seinna fann Einstein út hvernig þessi kraftur beygir alheiminn sjálfan.

Í dag eigum við því vísindalega kenningu um þyngdaraflið sem útskýrir heilmargt, en þó ekki allt. Til dæmis hefur ekki enn tekist að finna út hvernig þyngdaraflið verkar á mjög litla hluti sem ferðast mjög hratt. Þó að það sé ómögulegt að sanna kenninguna um þyngdaraflið, þá er heill frumskógur af tilraunum og sönnunargögnum sem að bendir til þess að hún sé rétt. Á sama hátt hefur aldrei verið sannað að jörðin sé kúla, en allt sem við vitum bendir til þess að hún sé það.

Nú til dags er talsvert einfaldara en áður að færa rök fyrir því að jörðin sé kúlulaga, af því að mannkynið er bæði búið að finna upp myndavélar og geimferjur. Allar myndir sem hafa verið teknar af jörðinni úr geimnum sýna skínandi bláa og græna kúlu, en ekki flatan disk, kleinuhring, möbíusarborða eða eitthvað þaðan af undarlegra form.

Jörðin séð frá geimfarinu Apolló 17.

Löngu áður en að geimferðir hófust vissi fólk þó að jörðin væri kúla. Forn-Grikkir vissu af kúlulögun jarðarinnar strax í kringum 400 f.Kr. og þrátt fyrir algenga trú um hið gagnstæða þekktu Evrópubúar á miðöldum kúlulögunina líka. Menn komust að þessu með ýmsum aðferðum; sumir tóku eftir að þegar skip sigla yfir sjóndeildarhringinn hverfur mastrið á skipinu síðast, aðrir heyrðu sögur ferðalanga sem fóru í suðurátt og sáu stjörnumerkin þar rísa hærra á himninum en heima í norðri, og einhverjir veittu því athygli að við tunglmyrkva er skuggi jarðarinnar á tunglinu alltaf hringlaga, en allt bendir þetta til þess að jörðin sé kúla. Einn forn-Grikki reiknaði meira að segja út radíus jarðarinnar með mikilli nákvæmni. Fleiri óbein sönnunargögn eru þekkt um kúlulögun jarðarinnar, en á endanum ferðaðist fólk einfaldlega hringinn í kringum jörðina, sem væri ekki hægt nema að hún væri kúlulaga.

Til að gæta fyllstu sanngirni er okkur engu að síður skylt að benda á að sumir kollegar okkar á Vísindavefnum hafa aðrar hugmyndir um lögun jarðarinnar, sem má lesa um í svari ritstjórnar við spurningunni Er jörðin flöt?Myndir:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

10.7.2009

Spyrjandi

Gylfi Þór Sigurðsson, Kristófer Mikael Hearn, Elías Bjarki, Katrín Júlía, Elva Lára Sverrisdóttir

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2009. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52717.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 10. júlí). Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52717

Gunnar Þór Magnússon. „Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2009. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52717>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?
Því miður er ekki hægt að sanna að jörðin sé kúlulaga, flöt, kleinuhringslaga eða að hún hafi nokkuð form yfir höfuð. Réttara sagt væri kannski hægt að sanna að jörðin sé annað hvort slétt eða kúlulaga í einhverju formlegu kerfi, en sú sönnun myndi ekki hafa neitt með raunveruleikann að gera. Ástæðan fyrir að það er ekki hægt að sanna kúlulögun jarðarinnar vísindalega er að vísindamenn sanna aldrei neitt. Þeir smíða tilgátur og kenningar til að útskýra fyrirbæri í náttúrunni og þeir prófa tilgátunar sínar með tilraunum. Það er aðeins hægt að hrekja, prófa eða endurbæta vísindalega tilgátu, en ekki sanna hana.Sennilega rækjumst við á einhver vandamál ef að jörðin væri flöt.

Sem dæmi er ágætt að skoða hugmyndir okkar um þyngdaraflið. Í upphafi var eina vísindalega kenningin um þyngdaraflið sú að hlutir detta til jarðar. Smátt og smátt var þessi kenning endurbætt með tilraunum; Galileó uppgötvaði að misþungir hlutir falla jafn hratt til jarðar í tómarúmi, Newton gat sér til að sami kraftur og lætur hluti detta til jarðar væri á bakvið hreyfingu plánetanna og stjarnanna, og seinna fann Einstein út hvernig þessi kraftur beygir alheiminn sjálfan.

Í dag eigum við því vísindalega kenningu um þyngdaraflið sem útskýrir heilmargt, en þó ekki allt. Til dæmis hefur ekki enn tekist að finna út hvernig þyngdaraflið verkar á mjög litla hluti sem ferðast mjög hratt. Þó að það sé ómögulegt að sanna kenninguna um þyngdaraflið, þá er heill frumskógur af tilraunum og sönnunargögnum sem að bendir til þess að hún sé rétt. Á sama hátt hefur aldrei verið sannað að jörðin sé kúla, en allt sem við vitum bendir til þess að hún sé það.

Nú til dags er talsvert einfaldara en áður að færa rök fyrir því að jörðin sé kúlulaga, af því að mannkynið er bæði búið að finna upp myndavélar og geimferjur. Allar myndir sem hafa verið teknar af jörðinni úr geimnum sýna skínandi bláa og græna kúlu, en ekki flatan disk, kleinuhring, möbíusarborða eða eitthvað þaðan af undarlegra form.

Jörðin séð frá geimfarinu Apolló 17.

Löngu áður en að geimferðir hófust vissi fólk þó að jörðin væri kúla. Forn-Grikkir vissu af kúlulögun jarðarinnar strax í kringum 400 f.Kr. og þrátt fyrir algenga trú um hið gagnstæða þekktu Evrópubúar á miðöldum kúlulögunina líka. Menn komust að þessu með ýmsum aðferðum; sumir tóku eftir að þegar skip sigla yfir sjóndeildarhringinn hverfur mastrið á skipinu síðast, aðrir heyrðu sögur ferðalanga sem fóru í suðurátt og sáu stjörnumerkin þar rísa hærra á himninum en heima í norðri, og einhverjir veittu því athygli að við tunglmyrkva er skuggi jarðarinnar á tunglinu alltaf hringlaga, en allt bendir þetta til þess að jörðin sé kúla. Einn forn-Grikki reiknaði meira að segja út radíus jarðarinnar með mikilli nákvæmni. Fleiri óbein sönnunargögn eru þekkt um kúlulögun jarðarinnar, en á endanum ferðaðist fólk einfaldlega hringinn í kringum jörðina, sem væri ekki hægt nema að hún væri kúlulaga.

Til að gæta fyllstu sanngirni er okkur engu að síður skylt að benda á að sumir kollegar okkar á Vísindavefnum hafa aðrar hugmyndir um lögun jarðarinnar, sem má lesa um í svari ritstjórnar við spurningunni Er jörðin flöt?Myndir:

...