Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?

HMS

Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta smíða hjálma úr málmi. Af myndum frá víkingatímanum að dæma voru þessir málmhjálmar ekki hyrndir heldur voru þeir yfirleitt einfaldir og keilulaga, gjarnan með svokallaðri nefbjörg, eða nefhlíf.

Hvernig komst sagan um hyrndu víkingahjálmana á kreik? Fyrir það fyrsta eru til lýsingar Forn-Grikkja og Rómverja þar sem þeir segja íbúa Norður-Evrópu bera skringileg höfuðföt, svo sem hjálma með vængjum eða hornum. Í öðru lagi hafa verið nokkrir hyrndir hjálmar í fornleifafundum í Evrópu. Þessir hjálmar eru aftur á móti ekki frá víkingatímanum, heldur eru flestir mun eldri. Líklegt þykir að hjálmarnir hafi verið notaðir í einhvers konar trúarathöfnum sem tákn fyrir hyrnd dýr eða jafnvel guði. Það er vel hugsanlegt að þessi siður hafi haldist fram á víkingatímann en fátt bendir aftur á móti til að hjálmarnir hafi nokkru sinni verið notaðir í bardaga.

Evrópskir listamenn snemma á 17. öld urðu fyrir áhrifum af lýsingum fornmanna og hófu að mála myndir af norrænum mönnum (þó ekki víkingum) sem sýndu þá með hyrnd höfuðföt í orrustum. Listamenn rómantíska tímabilsins gerðu svo slíkt hið sama við víkinga. Fyrstur til þess virðist hafa verið Svíinn Gustaf Malmström sem myndskreytti Friðþjófs sögu (1820-25) eftir Esaias Tegnér. Hugmyndina hefur hann líklega sótt í fornleifarannsóknir þess tíma, en þá höfðu fundist nokkrir hyrndir hjálmar. Þegar seinna kom í ljós að hjálmarnir voru ekki frá víkingatímanum hafði hugmyndin þegar skotið rótum í huga almennings. Listamenn nútímans halda henni enn á lofti í verkum sínum. Sérstaklega má nefna teiknimyndasögur eins og Hroll (Hagar the Horrible) og Ástrík (Astérix), en í þeim eru hjálmar víkinga nær undantekningarlaust skreyttir stórum hornum. Líklega er þetta þó gert til að undirstrika hvaða persónur séu þar á ferð fremur en að skýringin sé söguleg vankunnátta höfundanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.9.2005

Spyrjandi

Skarphéðinn Þórsson, f. 1990
Benedikt Þorsteinsson, f. 1988
Steina Matthíasdóttir

Tilvísun

HMS. „Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?“ Vísindavefurinn, 27. september 2005, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5292.

HMS. (2005, 27. september). Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5292

HMS. „Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2005. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5292>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta smíða hjálma úr málmi. Af myndum frá víkingatímanum að dæma voru þessir málmhjálmar ekki hyrndir heldur voru þeir yfirleitt einfaldir og keilulaga, gjarnan með svokallaðri nefbjörg, eða nefhlíf.

Hvernig komst sagan um hyrndu víkingahjálmana á kreik? Fyrir það fyrsta eru til lýsingar Forn-Grikkja og Rómverja þar sem þeir segja íbúa Norður-Evrópu bera skringileg höfuðföt, svo sem hjálma með vængjum eða hornum. Í öðru lagi hafa verið nokkrir hyrndir hjálmar í fornleifafundum í Evrópu. Þessir hjálmar eru aftur á móti ekki frá víkingatímanum, heldur eru flestir mun eldri. Líklegt þykir að hjálmarnir hafi verið notaðir í einhvers konar trúarathöfnum sem tákn fyrir hyrnd dýr eða jafnvel guði. Það er vel hugsanlegt að þessi siður hafi haldist fram á víkingatímann en fátt bendir aftur á móti til að hjálmarnir hafi nokkru sinni verið notaðir í bardaga.

Evrópskir listamenn snemma á 17. öld urðu fyrir áhrifum af lýsingum fornmanna og hófu að mála myndir af norrænum mönnum (þó ekki víkingum) sem sýndu þá með hyrnd höfuðföt í orrustum. Listamenn rómantíska tímabilsins gerðu svo slíkt hið sama við víkinga. Fyrstur til þess virðist hafa verið Svíinn Gustaf Malmström sem myndskreytti Friðþjófs sögu (1820-25) eftir Esaias Tegnér. Hugmyndina hefur hann líklega sótt í fornleifarannsóknir þess tíma, en þá höfðu fundist nokkrir hyrndir hjálmar. Þegar seinna kom í ljós að hjálmarnir voru ekki frá víkingatímanum hafði hugmyndin þegar skotið rótum í huga almennings. Listamenn nútímans halda henni enn á lofti í verkum sínum. Sérstaklega má nefna teiknimyndasögur eins og Hroll (Hagar the Horrible) og Ástrík (Astérix), en í þeim eru hjálmar víkinga nær undantekningarlaust skreyttir stórum hornum. Líklega er þetta þó gert til að undirstrika hvaða persónur séu þar á ferð fremur en að skýringin sé söguleg vankunnátta höfundanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...